Skessuhorn - 11.03.2015, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR
Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu
GLER RENNIHURÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI
Sparar pláss
Öruggt og traust
Einfalt í uppsetningu
Eigum tilbúnar til afgreiðslu
strax vegghengdar agila 50
rennihurðabrautir með hertu
8mm sýruþveignu gleri og
verði 99.500 kr
Innheimtufulltrúi
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtu-
fulltrúa. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Verkefni og ábyrgðarsvið
Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga
Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu
innheimtubréfa
Álagning fasteignagjalda og umsjón húsaleigubóta
Móttaka og símsvörun hluta dags
Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf
Reynsla sem nýtist í starfi
Góð tölvukunnátta, þekking á Navision æskileg
Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
Sterk íslenskukunnátta í ræðu og riti
Upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í síma 433 7100.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitar-
félagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars. Umsækjendur eru
beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið
aldisarna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfs-
ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Skálmöld í Landsnámssetri
Vel heppnuð sýning sem kyndir undir áhuga á sögunni
Það er ekki áhlaupaverk að ætla
sér að segja frá atburðum Sturl-
ungaaldar á Ísland. Ættir og valda-
blokkir tókust á um margra ára bil.
Fjöldi fólks kom við sögu. Atburð-
ir gerðust á Vesturlandi, Vestfjörð-
um, Norðurlandi og Suðurlandi.
Leikar bárust jafnvel úr landi.
Menn ganga á fund konunga og
annarra höfðingja í Noregi. Jafnvel
eru þess dæmi að persónur hafi lagt
land undir fót alla leið til Rómar.
Fyrir rithöfund og sagnamann er
þetta mikill efniviður. Einar Kára-
son hefur unnið úr honum í bók-
um sínum fjórum, Óvinafagnaði,
Ofsa, Skáldi og nú síðast Skálmöld.
Sýningin sem frumsýnd var í Land-
námssetrinu í Borgarnesi á föstudag
er á margan hátt mjög vel heppnuð.
Einar Kárason er vitanlega þraut-
þjálfaður sögumaður. Júlía Margrét
dóttir hans er hins vegar að stíga
sín fyrstu skref á þessum vettvangi.
Báðum fórst það vel úr hendi að
koma innihaldi Skálmaldar á fram-
færi. Í þessari sögu er þéttur stígandi
og mikið ris. Hún endar í átakaleg-
um hrylling og nánast ólýsanleg-
um harmleik þar sem ungur piltur á
lokaorðin eftir að hafa séð hvernig
föður hans, bræðrum, frændum og
vinum var slátrað í Skagafirði.
Vissulega er það ekki auðvelt að
þjappa heilli bók með litríku pers-
ónagalleríi inn sýningu sem varir í
einn og hálfan tíma. Ýmsu sem er í
bókinni varð að sleppa. En sýning-
in er afar vel til þess fallin að vekja
frekari forvitni um sögu Sturlunga-
aldar. Sjálfur las ég Skálmöld í ein-
um rykk eftir sýninguna (allar fjór-
leiksbækur Einars Kárasonar fást í
Landnámssetrinu). Með sýninguna
ferska í huga þá var það mjög
skemmtileg lestrarupplifun og ekki
hægt að leggja frá sér bókina fyrr
en seinasta síða var á enda runn-
in. Nú eru hinar þrjár bækurnar
komnar efst á lestralistann þó ég
hafi lesið tvær þeirra áður. Þegar
maður kynnist sögu Sturlungaald-
ar, lærir á ættfræði og tengsl fólks-
ins um leið mynd skapast af pers-
ónunum þá verður hún svo fljótt
ótrúlega heillandi og áhugaverð.
Sýningin á Skálmöld er svo alger-
lega þess virði að fara á hana – og
grípið síðan í bækurnar og lesið
þær líka!
Magnús Þór Hafsteinsson
Einar og Júlía Margrét taka við blómum og klappi áheyrenda að frumsýningu
lokinni.
„Þetta byggir á sama efni og skáld-
sagan Skálmöld sem kom út fyrir síð-
ustu jól. Þetta er um upphaf borgar-
stríðsins sem geisaði á Íslandi á Sturl-
ungaöld. Segja má að hún hafi hafist
með frægri Apavatnsför og síðan Ör-
lygsstaðabardaga 1238. Í Skálmöld er
sagt frá aðdraganda þessara atburða,
um það bil síðustu 15 árin á undan.
Grunnpersónur sögunnar er fjöl-
skylda sem bjó á Grund í Eyjafirði.
Það voru Dalamenn af ætt Sturlunga.
Ættfaðirinn var Sighvatur Sturluson,
bróðir Snorra í Reykholti. Afkom-
endur hans koma við sögu, meðal
annars sá frægi Sturla Sighvatsson
sem átti að verða Íslandsjarl og for-
ingi Sturlunga,“ segir Einar Kárason
rithöfundur. Á föstudaginn síðasta
frumsýndi hann ásamt Júlíu Mar-
gréti dóttur sinni sýninguna Skálm-
öld í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Frá því skömmu eftir aldamótin
hefur Einar sent frá sér fjórar bæk-
ur sem gerast á þeirri öld sem kennd
er æ síðan við Sturlunga. Þetta eru
bækurnar Óvinafagnaður (2001),
Ofsi (2008), Skáld (2012) og síðust
er svo Skálmöld sem kom út í fyrra.
Við hittum Einar og Júlíu Margréti
í Landnámssetrinu í síðustu viku þar
sem þau voru við æfingar á sýning-
unni.
„Sagan er sögð þannig að ólíkar
persónur segja hana á víxl, hver frá
sínum sjónarhóli. Einn tekur við af
öðrum. Ég hef áður verið með svona
söguskemmtanir hér í Landnáms-
setrinu en ávallt staðið þar sem eini
sögumaðurinn. Nú erum við hins
vegar tvö. Með grófri einföldun má
segja að ég segi karlmannsraddirn-
ar en Júlía dóttir mín kvenraddirn-
ar í þessari sýningu. Þarna eru systk-
ini sem eru fyrirferðamikil í sögunni,
það er Sturla Sighvatsson sjálfur og
Steinvör systir hans sem átti eftir að
verða fræg. Júlía er mikið að segja
sinn hluta frá sjónarhorni kvennanna
í sögunni,“ útskýrir Einar.
Raddir kvenna heyrast
„Ættmóðirin Halldóra Tumadóttir
móðir þeirra Sturlu og Steinvarar og
kona Sighvats er einnig áberandi,“
skýtur Júlía inn. „Hún var föðursystir
eins aðal andstæðings Sturlunga, sem
var Ásbirningurinn Kolbeinn ungi í
Skagafirði. Hann varð svarinn óvin-
ur Sturlu Sighvatssonar þó þeir væru
systkinasynir. Þessi saga gerist að
mestu leyti á Norðurlandi en leikar
berast á Vesturland enda voru Sturl-
ungar þaðan. Örlygsstaðabardagi var
1238 en Snorri Sturluson síðan veg-
inn 1241. Það var partur af eftirleik
þessara átaka. Þegar Örlygsstaðabar-
dagi átti sér stað var Snorri hins veg-
ar í Noregi. Þar var líka Þórður kak-
ali Sighvatsson bróðir Sturlu Sig-
hvatssonar.“
Einar vekur líka athygli á því að
leikar sögunnar berist víða um Evr-
ópu. „Við förum meðal annars til
Rómar þar sem Júlía talar sem einn af
mönnum páfagarðs. Það er líka farið
til Noregs þar sem Hákon konung-
ur kemur við sögu. Allt gerist þetta í
tengslum við ferðir Sturlu Sighvats-
sonar áður en hann kemur síðan aft-
ur heim og er felldur ásamt fjölda
manna við Örlygsstaði í Skagafirði í
ágúst 1238.“
Fyrst og fremst frásögn
Einar Kárason segir að uppsetning-
in á Skálmöld sé ekki leikrit heldur
frásaga. „Við segjum söguna en erum
ekki beinlínis að túlka persónurn-
ar. Við tölum fyrir þeirra munn en
pössum okkur á því að vera ekki með
mikil leikræn tilþrif. Það er sagt frá
þessu í fyrstu persónu eins og gert er
í bókunum.“
Rithöfundurinn rifjar upp að eft-
ir að bókin Skáld kom út 2012 hafi
einmitt svona sýning verið sett upp
í Landnámssetrinu. „Þar stóð ég og
talaði fyrir munn Sturlu Þórðarson-
ar sagnaritara allan tímann. Bókin
Skáld fjallar enda um hann, er eins
konar endurminningar hans sjálfs.
Sturla Þórðarson varð vitni að mörg-
um atburðum Sturlungaaldar. Hann
tók meira að segja þátt í Örlygs-
staðabardaga með frændum sínum
en hlaut lífgjöf á meðan flestir syn-
ir föðurbróður hans voru felldir. Það
var hugmynd Kjartans Ragnarssonar
forstöðumanns Landnámssetursins
þegar hann las nú Skálmöld, og velti
sjálfsagt fyrir sér nýrri uppsetningu á
Sögulofti setursins, að ég fengi ein-
hverja af dætrum mínum með mér.
Kjartan sá að frásagnir kvenna voru
svo fyrirferðamiklar í Skálmöld. Þá
lá beint að tala við Júlíu Margréti því
hún er kominn svolítið í þetta sama
far og ég, það er að segja sögur og
skrifa.“
Verðandi rithöfundur
Júlía Margrét er nýgræðingur á lista-
sviðinu. Hún segir nánar frá því sem
hún hefur verið að fást við. „Ég hef
verið í meistaranámi í ritlist í Háskóla
Íslands. Ég hef aðeins birt verk eft-
ir mig en er líka mikið að skrifa. Ég
hef mjög gaman af að segja frá. Ég er
að vinna núna í skáldsögu sem von-
andi kemur út sem fyrst. Þessi sýning
í Landnámssetrinu nú er skemmti-
legt tækifæri fyrir mig og ég er mjög
spennt. Samt hef ég lítið leikið.
Reyndar átti ég eina setningu í kvik-
myndinni Djöflaeyjunni sem gerð
var eftir samnefndri bók föður míns.
Þannig toppaði ég snemma og átti
eina línu,“ segir Júlía með bros á vör.
Einar grípur inn í til útskýringar: „
Það er atriðið þegar Baddi kemur á
kagganum frá Ameríku. Þar lék Júlía
einn af krökkunum í braggahverfinu
og sagði: „Baddi, kanntu amerísku?“
Þá svarar Baddi með hinum fleygu
orðum: „Check the engine, wipe the
windows, dollar –gas.“
Sú síðasta í fjórleik bóka
Einar segir að nú sé hringnum lok-
að í frásögum hans af átakasögu
Sturlungaaldar. „Skálmöld er síð-
asta bókin í fjórleik mínum um
þessa atburði. Innihald hennar og
um leið þessarar sýningar í Land-
námssetrinu segir frá upphafi þessa
sögulegu viðburða sem þróuðust í
einu borgarastyrjöld Íslandssög-
unnar. Skálmöld endar þar sem
Óvinafagnaður hefst. Hins vegar
er endalaust söguefni í þessu tíma-
bili Íslandssögunnar. Það er mjög
margt þarna sem minnir á okkar
tíma. Þarna ríkti mikil velmegun
og ríkidæmi á landinu með óvenju
mikilli menningarstarfsemi. Stríð-
ið er kennt við Sturlungana en þeir
voru líka aðal höfundarnir í bóka-
framleiðslunni á þessum tíma. Ég
reikna þó með því að vera búinn
með þetta tímabil. Að ég leiti nú
annað eftir efnivið,“ segir Einar
Kárason.
mþh
Feðginin Einar Kárason og Júlía Margrét vinna úr sagnaarfinum með sýningu
sinni í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Söguloft Landnámssetursins var algerlega fullsetið á frumsýningunni á
föstudagskvöld.