Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Listakonan Michelle Bird sem bú-
sett er í Borgarnesi hefur ekki leg-
ið á liði sínu í vetur. Fyrstu sýningu
hennar hér á landi, sem haldin var í
Safnahúsinu í Borgarnesi, er nýlok-
ið. Hún fékk góða aðsókn og nær öll
verkin seldust. Nú er Michelle ein
fjögurra sem standa að sýningu sem
nú er opin í Listasal Mosfellsbæjar.
Michelle vinnur að því að þróa frek-
ar hugmynd um að koma upp hug-
mynda- og listaverkasmiðju á heimili
sínu og í Frumkvöðlasetrinu í Borg-
arnesi. Jafnframt því heldur hún eig-
in listsköpun áfram af kappi í húsi
sínu í bænum. Til viðbótar við þetta
vinnur hún ötullega ásamt Samuele
Rosso að því að safna fé til kaupa á
nýjum skólabíl fyrir börn sem búa
í Kalvarayan-hæðum í Suður-Ind-
landi.
Safna fyrir skólabíl fyrir
börn í Indlandi
„Samhliða sýningunni var ég var
með vikulega vinnustofu fyrir börn
og fullorðna í Safnahúsinu á hverj-
um föstudegi milli klukkan 14 og 16.
Þar kom fólk og teiknaði. Aðsókn-
in á sýninguna var góð og öll port-
rettverkin máluð af fólki í Borgar-
nesi seldust. Þau sem enn voru óseld
eftir sýninguna, eru meðal annarra
landslagsmyndir af Hafnarfjalli og
Skarðsheiði. Þau málverk voru svo
seld á uppboði í frumkvöðlasetrinu
Hugheimum í Borgarnesi sem lauk
um síðustu helgi. Tekjurnar af því
runnu til kaupa á skólabíl sem við
erum að safna til kaupa á fyrir börn í
Indlandi,“ segir Michelle.
„Samuele Rosso er frá Ítalíu.
Hann hefur farið átta sinnum til
Indlands og dvalið þar í um mánað-
ar skeið í hvert sinn til að hjálpa til
við uppbyggingu á barnaskóla þar
og við fleiri verkefni. Hann er hand-
verksmaður og afar fjölhæfur. Sjálf
bjó ég í Indlandi í eitt ár en þó ekki
þar sem skólinn er. Við ákváðum að
hleypa af stokkunum verkefni þar
sem við söfnum fyrir nýjum skóla-
bíl fyrir börnin þarna. Þessi söfnun
fer fram á netinu. Þetta er framandi
og skemmtilegt. Ég hef ekki farið í
svona söfnun áður. Við höfum opn-
að síðu á Facebook (A New Scho-
olbus for Kids) og söfnunin gengur
ágætlega.“
Nýsköpun í Hug-
heimum
Michelle hefur fengið pláss í frum-
kvöðlasetrinu Hugheimum í Borg-
arnesi fyrir ákveðið verkefni sem
hún hyggst vinna að og þróa frek-
ar. „Þetta snýst um að vinna hluti
úr efni sem búið er að kasta. Þetta
er nýsköpun á grundvelli nýtingar
og endurvinnslu,“ segir hún. Þetta
á sér ákveðna forsögu sem á ræt-
ur að rekja til þess þegar hún flutti
til Borgarness á síðasta ári, keypti
sér þar hús og kom sér fyrir. „Það
þurfti að gera ýmislegt við húsið
mitt. Ég hafði enga möguleika til
að gera það upp á eigin spýtur og
þurfti hjálp. Ég talaði við nokkra
iðnaðarmenn en allir höfðu svo
mikið að gera og voru bókaðir langt
fram í tímann. Þá leitaði ég til al-
þjóðlegs verkefnis þar sem hægt er
að fá sjálfboðaliða til að vinna fyr-
ir sig gegn því að fólkið sem kemur
fái gistingu í staðinn. Það kom í ljós
að fjórir sjálfboðaliðar vildu koma
hingað og búa hjá mér í fyrrasum-
ar og hjálpa mér við húsið. Tveir
komu frá Póllandi, einn frá Banda-
ríkjunum og einn frá Ítalíu,“ segir
Michelle.
Nýjar hugmyndir
byggðar á endurvinnslu
Úr þessu varð ákveðin deigla þar
sem hugmyndaauðgi og sköpunar-
kraftur fékk að njóta sín. „Ég var
með takmarkaða fjármuni til verk-
anna. Við fórum því að líta til þess
að endurnýta ýmislegt til endurbóta
á húsinu svo sem timbur og þess
háttar. Allir eru þeir mjög flinkir og
kunnu ýmislegt fyrir sér í handverki
enda með bakgrunn frá iðngrein-
um og listum. Það fæddust ýmsar
hugmyndir og við settum á fót hóp
eða hugmyndasmiðju sem við köll-
um Flúxus Revival Tribe og hefur
öðrum þræði aðsetur hér á heim-
ili mínu í Borgarnesi. Hugmyndin
er að hér komi saman síbreytileg-
ur hópur af listafólki, hönnuðum
og handverksfólki sem vinni að list
sinni og sköpun úr endurnýtanleg-
um efnum í Borgarnesi. Við hönn-
uðum og bjuggum til ýmsa fal-
lega nytjahluti svo sem ljós og hús-
gögn.“ Afraksturinn er meðal ann-
ars sýndur á sýningu sem var opn-
uð í Listasal Mosfellsbæjar í bóka-
safninu í Kjarnanum í Þverholti 14.
febrúar síðastliðinn. Hún var opin
til 7. mars. Verkin sem voru til sýnis
þarna voru gerð úr endurnýtanlegu
efni eða með ókeypis efnum og voru
búin til af Kuba Urbaniak, Marcin
Stachewicz, Samuele Rosso, Jack
North og Michelle Bird.
Hún hefur opnað vefsíðu um
Flúxus Rivival Tribe verkefnið
(slóðin http://fluxusdesigntribe.
wix.com/number12). „Þar má sjá
það sem við höfum gert. Aðstaðan
í frumkvöðlasetrinu verður helguð
því að þróa þetta verkefni áfram.
Það er mikill áhugi hjá fólki að
koma til Borgarness og vinna enda
umhverfið hér bæði heillandi og
fagurt,“ segir Michelle Bird. mþh
Frystiklefinn í Rifi á Eyrar-
rósarlistanum 2015
Frystiklefinn í Rifi er eitt þeirra tíu
verkefna sem eiga möguleika á að
hljóta viðurkenninguna Eyrarrós-
ina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning
sem veitt er framúrskarandi menn-
ingarverkefni á starfssvæði Byggða-
stofnunnar. Hún beinir sjónum að
og hvetur til menningarlegrar fjöl-
breytni, nýsköpunar og uppbygg-
ingar á sviði menningar og lista.
Frystiklefinn í Rifi er menningar-
miðstöð og listamannaaðsetur, þar
sem haldnir eru menningar- og
sögutengdir viðburðir allt árið um
kring. Markmið Frystiklefans er að
stuðla að auknu framboði og fjöl-
breytni í menningarlífi á Vestur-
landi, auka þátttöku bæjarbúa og
gesta í menningar- og listviðburð-
um og að varðveita, nýta og miðla
sagnaarfi Snæfellinga.
Miðvikudaginn 18. mars næst-
komandi verður tilkynnt um hvaða
þrjú verkefni hljóta tilnefningu til
verðlaunanna. Eyrarrósin verður
svo afhent með viðhöfn laugardag-
inn 4. apríl næstkomandi á Ísafirði,
þar sem eitt þeirra þriggja verk-
efna hlýtur Eyrarrósina, 1.650.000
krónur í vinning og flugferðir inn-
anlands frá Flugfélagi Íslands. Hin
tvö verkefnin hljóta peningaverð-
laun og flugferðir frá FÍ. Að venju
mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú
og verndari Eyrarrósarinnar, af-
henda verðlaunin.
Önnur verkefni á Eyrarrósarlist-
anum 2015 eru Braggast á Sólstöð-
um, vegna metnaðarfulls sýning-
arhalds í Bragganum í Öxarfirði,
verkefnið Ferskir vindar sem er al-
þjóðleg listahátíð í Garði, Listasafn
Árnesinga, Listasafnið á Akureyri,
Orgelsmiðjan á Stokkseyri, Sköp-
unarmiðstöð á Stöðvarfirði, Verk-
smiðjan á Hjalteyri, Þjóðlagasetrið
á Siglufirði og Nes Listamiðstöð á
Skagaströnd.
grþ
Kári Viðarsson frystiklefastjóri.
Gjafir þrungnar sögu til varðveislu í Landbúnaðarsafninu
Landbúnaðarsafn Íslands nýtur mik-
illar velvildar og margir treysta safn-
inu að taka til varðveislu muni sem
bjargað hefur verið frá hinni eilífu
glötun. Nýverið fóru Bjarni Guð-
mundsson forstöðumaður safns-
ins og Jóhannes Ellertsson tækni-
meistari í reisu til að nálgast prýði-
lega hestakerru sem hjónin Erlingur
Ólafsson og Helga Kristjánsdóttir í
Reykjadal í Mosfellssveit höfðu boð-
ið safninu til varðveislu og sýning-
ar. „Hestakerra þessi, hefðbundinn-
ar gerðar, er að stofni til frá Stein-
dórsstöðum í Reykholtsdal. Erling-
ur eignaðist hana um 1970 og fékk
Ólaf Jónsson bónda og smið á Kað-
alsstöðum í Stafholtstungum til þess
að lagfæra hana. Því er kerran nú
eiginlega sem ný. Til þessara verka,
eins og fleiri, kunni Ólafur betur en
aðrir menn, hafði m.a. unnið á verk-
stæði hins kunna iðnjöfurs, Kristins
vagnasmiðs.“ Þannig mælist Bjarna
vegna gjafnarinnar í frétt á síðu
safnsins.
Kerran er nú kominn á sinn stað í
sýningu safnsins, þar sem hún leysti
af hólmi aðra, sem komin var frá
Fossi í Hrunamannahreppi. Sú var
orðin lúin, en fær nú verðskuldaða
hvíld í geymslu. Hestakerrur voru
nauðsynjagripir á hverjum bæ hér-
lendis á fyrri helmingi síðustu aldar
en viku fyrir nýjum tíma er leið fram
á sjötta áratuginn. mm
Erlingur Ólafsson við kerruna sem hann hefur nú gefið Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Ljósm. landbunadarsafn.is
Michelle Bird með læðunni Freyju á heimili sínu í Borgarnesi. Í bakgrunni er mál-
verk sem hún gerði í samvinnu við breska listamanninn Mike Albrow.
Hönnuðurnir Jack North og Kuba Urbaniak dvöldu heima hjá Michelle Bird í fyrra-
sumar og áttu síðan verk á sýningunni í Mosfellsbæ.
Marcin Stachewicz smíðar ljósakrónur
úr gömlum afgöngum.
Frá sýningunni sem var opin í Listasalnum í Mosfellsbæ frá 14. febrúar til 7. mars.
Samuele Rosso í Indlandi.
Michelle Bird með mörg járn í eldinum