Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Segir ekki flókið að velja hollan og
næringarríkan mat
Ólöf Helga Jónsdóttir næringarfræðingur segir
fæðubótarefni yfirleitt óþörf
Umræða um hollt mataræði og
næringu á sér stað reglulega en
hefur kannski verið óvenju sterk að
undanförnu. Ólöf Helga Jónsdótt-
ir næringarfræðingur sem starf-
ar hjá Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands með aðsetur á Akranesi, seg-
ir að það sé svo sem ekki flókið að
borða fjölbreyttan og hollan mat.
Reglulega séu gefnar út leiðbein-
ingar um það frá embætti land-
læknis og þar sé stuðst við sam-
norrænt samstarf. Gallinn sé hins
vegar sá að stór hluti þjóðarinnar
fari ekki eftir þessum leiðbeining-
um og sé frekar að leita eftir töfra-
lausnum. „Fólk virðist mjög ginn-
keypt fyrir skammtímalausnum,
kúrum sem yfirleitt virka ekki sem
skyldi og oft tengist þetta mark-
aðinum þar sem aðilar hafa fjár-
hagslegra hagsmuna að gæta. Það
er stundum eins og að berjast við
vindmyllur að benda fólki á að
beina sýnum neysluvenjum í holl-
an mat, takmarka óhollustuna og
ekki síður er mikilvægt að borða
reglulega,“ segir Ólöf Helga.
Mælt með lýsinu
Umræðan að undanförnu hefur
ekki síst beinst að neyslu á fæðu-
bótarefnum. Ólöf Helga segir að
eina bætiefnið sem næringarfræð-
ingar mæli með sé lýsi eða ann-
ar D-vítamíngjafi, svo framarlega
sem fólk sé heilbrigt og borði holl-
an og fjölbreyttan mat. Hún segir
að fæðubótarefni eins og prótein-
duft sé í flestum tilvikum óþarfi
fyrir almenning, fólk fái nægt pró-
tein úr matnum sem það borð-
ar. „Einstaklingur sem hreyfir sig
reglulega getur auðveldlega feng-
ið nægt prótein úr matnum. Fyr-
ir fólk, sem er kannski að skreppa
í ræktina tvisvar til þrisvar í viku,
er próteinduft óþarfi. Það er alltaf
best að fá prótein úr matnum en í
duftformi, því í fæðunni eru einnig
ýmis önnur næringarefni og trefj-
ar sem við viljum fá með. Ef fólk
er að æfa mikið og orkuþörfin er
meiri þá er best að borða aðeins
meiri mat og fá þannig einnig auk-
ið prótein, meðal annars úr kjöti,
fiski, kjúklingi, mjólkurvörum og
eggjum.“
Líkaminn nýtir ekki
aukapróteinin
Ólöf Helga segir að viðbótarmagn
af próteini, auk þess sem fólk fær
úr fæðunni, nýtist ekki líkamanum
sem skyldi. Líkaminn breyti þessu
aukapróteini sem hann þarf ekki að
nota til geymslu í form fitu. „Eins
getur ofneysla á próteini valdið
álagi á nýru og lifur. Þó eru vissu-
lega hópar sem hafa gagn af neyslu
t.d. próteinfæðubótarefna, en þá
erum við að tala um fólk sem er
afreksíþróttafólk og þarf e.t.v. að
neyta 4000-8000 hitaeininga á dag
til að uppfylla orkuþörf. Það hef-
ur ekki tíma til að borða svo mikið
magn af mat og þá getur verið gott
að grípa í fæðubótarefnin sam-
hliða hollum og fjölbreyttum mat.
Markaðssetning á fæðubótarefn-
um hefur þó náð til mun fleiri en
afreksíþróttafólks, þar sem marg-
ir sem hreyfa sig frekar lítið eru
samt að taka próteinfæðubótar-
efni. Eins eru allskyns fæðubótar-
efni auðvitað mjög mikilvæg fyrir
sjúklinga og vannærða. En ég segi
hiklaust að fæðubótarefni og orku-
drykkir séu alls ekki fyrir börn og
unglinga.“
Aukin áhersla á
sjávarfang
Að sögn Ólafar Helgu er í nýj-
ustu leiðbeiningunum um mat-
aræði frá embætti landlæknis sem
út kom núna í janúar, skilaboðin á
sömu nótum og áður. Að fólk tak-
marki neysluna á hvítum sykri og
hvítu hveiti, sem mest er að finna í
þessari augljósu óhollustu, svo sem
í sætabrauði, sælgæti og sykruðum
drykkjarvörum. Fólk neyti í aukn-
um mæli sjávarfangs og borði mik-
ið af grænmeti og ávöxtum. Áhersl-
an sé sífellt að aukast á grænmetið.
Neytendum er bent á að velja heil-
korna vörur, svo sem gróft brauð og
drekka að mestu vatn. Síðan er ráð-
lögð neysla fituminni mjólkurvara
og rautt kjöt í hófi. Takmarka eigi
neyslu unninnar kjötvöru svo sem
skinku, beikons, pylsu og bjúgna. „Í
þessum nýju ráðleggingum er lögð
áhersla á mataræðið í heild sinni,
þ.e. að borða fjölbreyttan og hollan
mat og hafa óhollustuna í hófi. Það
er þessi gullni meðalvegur.“
Ólöf Helga leggur mikla áherslu
á að það sé ekki flókið að velja sér
hollan, góðan og næringarríkan
mat. Það sé þó því miður ýmislegt
sem hafi truflandi áhrif á val fólks,
svo sem þegar fjölmiðlar birta frétt
sem byggir kannski á einni rann-
sókn með litlu þýði á bakvið sem
vissulega rugli neytendur og geri
fæðuvalið erfiðara. „Mikilvægt er
að fólk hugsi um hvaðan upplýs-
ingarnar komi og verði alltaf gagn-
rýnið á það sem verið er að selja.
Ég mæli með því að fólk fari frekar
eftir niðurstöðum úr vísindalegum
rannsóknum eins og til dæmis þeim
leiðbeiningum sem embætti land-
læknis gefur út.“ þá
Ólöf Helga Jónsdóttir næringarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Aukin áhersla er lögð á fiskmeti, grænmeti og ávexti í nýjustu leiðbeiningum um hollustu og neysluvenjur frá embætti land-
læknis.
Brekkubæjarskóli sigraði í
Vesturlandsriðli Skólahreysti
Það var líf og fjör í íþróttahúsinu
Mýrinni í Garðabæ síðastliðinn
fimmtudag þegar keppt var í fjór-
um riðlum í Skólahreysti. Íþrótta-
húsið var fullt af litríkum stuðn-
ingsmönnum sem létu ekki sitt eftir
liggja og studdu sína skóla af lífi og
sál. Skólahreysti er nú haldin í ell-
efta sinn með þátttöku 110 grunn-
skóla af öllu landinu. Skólar af Vest-
urlandi öttu kappi í sérstökum riðli.
Til leiks mættu Brekkubæjarskóli
og Grundaskóli á Akranesi, Heið-
arskóli, Grunnskóli Borgarfjarð-
ar, Grunnskólinn í Grundarfirði,
Grunnskóli Borgarness, Auðarskóli
í Dölum, Grunnskóli Snæfellsbæjar
og Grunnskólinn í Stykkishólmi auk
Grunnskólans í Húnaþingi vestra.
Það var lið Brekkubæjarskóla á
Akranesi sem fór með öruggan sigur
af hólmi, alls 52 stig. Í öðru sæti varð
Grunnskóli Grundarfjarðar með
40,5 stig og í þriðja sæti Grunnskól-
inn í Borgarnesi með 35 stig. Kepp-
endur í liði Brekkubæjarskóla eru:
Svavar Örn Sigurðsson, Birta Mar-
grét Björgvinsdóttir, Írena Rut Elm-
arsdóttir og Anton Elí Ingason. Til
vara Aron Ingimundarson og Berg-
dís Fanney Einarsdóttir.
Þeir skólar sem sigra í sínum riðl-
um öðlast þátttökurétt í úrslita-
keppni Skólahreysti sem fram fer
22. apríl í Laugardalshöll í beinni
útsendingu á RÚV. Skólarnir sem
enda í öðru sæti sinna riðla eiga auk
þess möguleika að komast í úrslit
sem annað af tveimur stigahæstu lið-
um í öðru sæti. Landsbankinn veitti
liðum í þremur efstu sætum undan-
riðla vegleg verðlaun. Þá stóð bank-
inn einnig fyrir Instagram-mynda-
keppni á hverjum viðburði en áhorf-
endur geta sent inn myndir merkt-
ar #skolahreysti og bestu myndirnar
eru verðlaunaðar á hverjum stað.
mm
Sigurlið Brekkubæjarskóla: Aron Ingimundarson, Svavar Örn Sigurðsson, Anton
Elí Ingason, Birta Margrét Björgvinsdóttir, Írena Rut Elmarsdóttir og Bergdís
Fanney Einarsdóttir.
Undirbjuggu sig fyrir Skólahreysti
Síðasta Skólahreystiæfing vetrar-
ins í Grunnskóla Borgarfjarðar var
haldin í Borgarnesi mánudaginn 2.
mars. Ungmenni frá Kleppjárns-
reykjum og Varmalandi hafa mætt
vel á sameiginlegar æfingar í vet-
ur auk þess að æfa vel heima og á
sínum skólastöðvum. „Við héldum
upp á það í dag, æfðum létt, fór-
um í slökun og enduðum í pizzu
á N1. Við mætum hress og kát í
Garðabæinn á fimmtudaginn,“ var
skrifað á vef skólans í síðustu viku.
Keppnislið GBF 2015 skipuðu þau
Hekla Björnsdóttir, armbeygjur/
fitnessgreip, Stefán Jóhann Brynj-
ólfsson, upphýfingar/dýfur, Ingi-
björg Brynjólfsdóttir, hraðaþraut
og Grímur Bjarndal Einarsson,
hraðaþraut. Til vara var Arna Rún
Þórðardóttir og Árni Hrafn Haf-
steinsson. Eins og kom fram í frétt-
inni hér að ofan náði skólinn ekki á
verðlaunapall að þessu sinni, en það
gengur bara betur næst.
Ljósm. gbf
Annað mótið í KB mótaröðinni
Annað mót þessa árs í KB mótaröð-
inni í hestaíþróttum verður haldið í
Faxaborg í Borgarnesi laugardaginn
14. mars nk. og hefst klukkan 10. Það
er mótanefnd Faxa og Skugga sem
stendur fyrir mótinu en keppt verð-
ur bæði í tölti og skeiði. Í tölti verð-
ur keppt í opnum flokki, 1. flokki,
unmennaflokki og unglingaflokki.
Þá verður einnig keppt í T7 í barna-
flokki. Í skeiði verður lagt í gegnum
höllina. Skráningar fara fram í gegn-
um skráningarkerfi Sportfengs og er
hestamannafélagið Skuggi móts-
haldari. Mælst er til þess að skráð
verði fyrir miðnætti miðvikudaginn
11. mars. „Til upplýsingar er rétt að
ítreka að keppendur verða að vera
skráðir í íslenskt hestamannafélag
svo skráning takist,“ segir í tilkynn-
ingu frá mótanefnd.
mm
Jakob Svavar Sigurðsson og Ægir frá
Efri Hrepp voru sigurvegarar í opnum
flokki í fimmgangi á mótinu í fyrra.
Mynd úr safni: iss.