Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Side 30

Skessuhorn - 11.03.2015, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Ertu með eða á móti því að áfengi verði selt í matvöruverslunum? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Anna Sólrún Kolbeinsdóttir: Ég er alveg klárlega á móti því. Sigurjón Svavarsson: Ég er fylgjandi því. Kristrún Þorsteinsdóttir: Ég er á móti. Hreggviður Hreggviðsson: Ég er á móti þessu. Hannes Heiðarsson: Alfarið á móti. Tíma þingsins er illa varið í svona. Pistill ÍR-ingarnir Aníta Hinriksdóttir hlaupari og Guðmundur Sverrisson spjótkastari tóku nýverið við viður- kenningum sem frjálsíþróttakona og -karl ársins á uppskeruhátíð FRÍ. Aníta var einnig útnefnd sem frjáls- íþróttamaður ársins. Guðmundur er eins og margir vita Vestlending- ur að uppruna, sonur Huldu Guð- mundsdóttur á Fitjum í Skorradal og Sverris heitins Einarssonar. Af öðrum tilnefningum á hátíðinni má nefna að Kári Steinn Karlsson ÍR og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni voru útnefnd götuhlauparar ársins 2014. Ofurhlauparar ársins í fyrra voru þau Þorbergur Ingi Jónsson UFA og Elísabet Margeirsdóttir Ármanni. Þá var Sigurði Haralds- syni frá Fáskrúðsfirði afhent við- urkenning sem öldungur ársins í karlaflokki og Martha Ernstsdóttir fékk hana í kvennaflokki. þá Eitt er það sem vakið hefur athygli mína síðastliðið misserið er herrak- lipping sem fer langt með að vera jafnvinsæl og hnakkastrípurnar frá Selfossi sem réðu lögum og ríkjum á tíunda áratuginum og langt inn í þann fyrsta þessarar aldar. Klipp- ingin lýsir sér þannig að rakvél er beitt af áfergju á hliðar og hnakka, aðeins snyrt torfan ofan á og svo er skundað út í lífið. Þykir þessi út- færsla afskaplega herraleg og sýn- ir viðkomandi af sér mikinn þokka þegar hann skartar þessum for- láta hanakambi. Nú er svo komið að þessi útfærsla er sífellt að fær- ast í aukana, minna hár er skilið eftir. Hef ég séð á mínum ferðum ansi skrautlegar útfærslur, eitthvað sem ekki er hægt að útskýra nema að vísa í náttúrufyrirbrigði. Tvær útfærslur hafa vakið athygli mína. Eina kýs ég að kalla þúfukollu og hina kalla ég kollastrýtu en hún er að öllu leytinu eins og þúfukolla nema að teygja er sett utan um hár- gróðurinn sem stendur svo þráð- beint upp í loftið. Kannski mætti tala um hárvætti þegar rætt er um umrædda klippingu. Til útskýringar er ég með lýs- ingu á þessum náttúruvættum. Þúfukolla eða geldingahnappur öðru nafni er blóm sem finnst helst á melum (jafnvel þeim skjólgóðu). Ber þessi mosahnappur blóm sem mynda hvelfda þúfukollu, svona líkt og klippingin sem ég vísa til. Einhversstaðar er ritað: „Geldinga- hnappurinn glóði þar einn og grá var hin tröllslega skriða.“ Textinn á vel við í dag í grámyglulegum vetr- inum þar sem flestir eru jú hættir að stunda ljósabekkina útaf sortu- æxlinu og eru gráhvítir eftir því því D-vítamínið vantar en skarta ægi- fagurri þúfu á topplokinu. Kolla- strýta er í útliti líkt og hverastrýt- ur sem frístundakafarar hafa fundið í Eyjafirði og eru sannkallaðir nátt- úruvættir, líkt og klippingin hefur þróast út í. Undirritaður gerðist sekur um hafa skartað annarri útfærslunni í þónokkurn tíma, hvers vegna ekki? Blindaður af bólu hártískunnar bað ég blygðunarlaust um slíka hármeð- ferð sannfærður um ágæti hennar. Mögulega mun það gerast að þegar ég skoða myndir frá þessu tímabili í lífi mínu að ég muni kannski fyll- ast aulahrolli, kannski þá kominn með klassíska og íhaldssama heim- ilisföðursklippingu, og hugsa hvað ég var eiginlega að spá. En það er aukaatriði, tískan finnur sér alltaf einhver fórnarlömb og ber að sætta sig við það. Ég efa það að hálffer- tugur karlmaður í dag sem líklega skartaði hinni víðfrægu Drago- klippingunni sem Dolph Lundgren sportaði í Rocky 4 sjái nokkuð eft- ir því, ég myndi allavega ekki gera það. Með kveðju, Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði Á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata sem fór fram í Smár- anum í Kópavogi um næstsíðustu helgi vann karatestúlka úr Karate- félagi Akraness til Íslandsmeistara- titils. Það var Kristrún Bára Guð- jónsdóttir 11 ára stúlka sem varð Íslandsmeistari í aldursflokki 12 ára stúlkna. Mótið var haldið í umsjón karatedeildar Breiðabliks. Mjög góð þátttaka var í mótinu en rúm- lega 110 einstaklingar mættu með 25 liðum frá ellefu félögum sem er talsverð aukning frá fyrri árum. þá Að þessu sinni tóku 145 starfsmenn Norðuráls þátt í Lífshlaupinu, en því lauk formlega fyrr í mánuðinum. Stóðu þeir sig manna best og unnu vinnustaðakeppni stórra fyrirtæja eftir harða baráttu við Actavis, Adv- ania og fleiri. Þátttaka starfsmanna Norðuráls var góð, hvort sem lit- ið er til fjölda þeirra sem skráði sig til leiks eða þeirrar hreyfingar sem fólk iðkaði. „Þessi dugnaður skap- aði þó nokkur vandræði þar sem þrjú lið af átján stóðu uppi sem sig- urvegarar í innanhússkeppni Norð- uráls. Þetta voru lið Kerstjórnar Ís- lands sem vann keppnina árið 2013 og 2014, Safety5 og StrongMix,“ segir í tilkynningu frá Norðuráli. mm/ Ljósm. Norðurál. Fyrir leik Skagamanna og Grind- víkinga í Lengjubikarkeppninni í Akraneshöllinni síðastliðinn laugar- dag heiðruðu forsvarsmenn knatt- spyrnumála í Grindavík Skaga- manninn Svavar Sigurðsson sem um tíma starfaði mikið að knatt- spyrnumálum í Grindavík meðan hann bjó þar og starfaði. Það var Jónas Þórhallsson sem lengi hefur haldið um taumana í knattspyrnu- málum Grindvíkinga sem veitti Svavari viðurkenninguna í bæki- stöðvum ÍA á Jaðarsbökkum. „Þú átt stóran þátt í okkar velgengni. Langþráður draumur Grindvík- inga rættist í þinni formannstíð. Puðið að tyrfa æfingavöllinn, rífa niður hús, allar Reykjavíkurferð- irnar og ljúfar minningar árið sem við tryggðum okkur sæti í úrvals- deild og bikarúrslit eru ógleyman- legar. Duflin 1994, æfingarferð- ir, KSÍ-þing og síðasti leikurinn í þinni formannstíð, sem var á Ólafs- firði, gleymist aldrei. Þetta er besta tímabil sem við höfum átt í fótbolt- anum í Grindavík. Þú skildir eftir gildi sem við notum enn í dag, að þjóna ofar eigin hag,“ sagði Jónas meðal annars af þessu tilefni. Svavar Sigurðsson kom inn í stjórn knattspyrnudeildar Umf. Grindavíkur 1991 sem varaformað- ur og var síðan formaður 1994 til 1996. Svavar þakkaði viðurkenn- inguna og sagðist mjög ánægður með hana en um leið efast um að verkskulda. Blómin sem fylgdu við- urkenningunni voru blá og gul í lit- um Grindavíkinga og Skagamanna en einnig voru með vínrauðleit blóm, enda er Svavar stuðnings- maður Crystal Palace í enska bolt- anum. þá Hárvættir Kristrún Bára Guðjónsdóttir, Karatefélagi Akraness, tekur við gullverðlaunum. Skagastúlka Íslandsmeistari í kata Starfsmenn Norðuráls báru sigur úr býtum í Lífshlaupinu Svavar Sigurðsson tekur við viðurkenningunni frá Jónasi Þórhalls- syni Grindvíkingi. Svavar heiðraður af Grindvíkingum Á myndinni frá vinstri eru Guðmundur Sverrisson, Sigurður Haraldsson, Stefán Skafti Steinólfsson stjórnarmaður FRÍ, Kári Steinn Karlsson, Martha Ernstsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Einar Vilhjálmsson formaður FRÍ. Guðmundur og Aníta frjálsíþróttafólk landsins

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.