Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Side 31

Skessuhorn - 11.03.2015, Side 31
31MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Snæfellskonur styrktu stöðu sína á toppi Domonosdeildarinnar í körfubolta á fimmtu- dagskvöldið þegar þær sigruðu KR 72:56 í Vesturbæn- um. Snæfell heldur þar með fjög- urra stiga forskoti á Keflavík sem er í öðru sætinu og á að auki leik til góða. Snæfellskonur voru sterkara liðið allan fyrri hálfleikinn, höfðu fimm stiga forskot eftir fyrsta leik- hluta og voru 17 stigum yfir í hálf- leik í stöðunni 46:29. KR stúlkur komu grimmar til seinni hálfleik og náðu að bæta stöðuna aðeins þannig að tólf stigum munaði á lið- unum fyrir lokakaflann. Það dugði ekki því nær komust KR-stúlkur ekki og töpuðu eins og áður sagði með sextán stiga mun, 72:56. Hjá Snæfell voru Kristen McCarthy og Gunnhildur Gunn- arsdóttir atkvæðamestar með 17 stig hver, Hildur Sigurðardótt- ir kom næst með 12 stig, þá Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 8, Alda Leif Jónsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3 og María Björnsdótt- ir og Rósa Indriðadóttir með 2 stig hvor. Í næstu umferð fá Snæfellskonur Val í heimsókn í Hólminn í kvöld, miðvikudaginn 11. mars. þá Ungmennafélag Grundarfjarð- ar tók á móti Stjörnunni í fyrstu deild kvenna í Íslandsmótinu í blaki þriðjudaginn 3. mars síðastlið- inn. Grundfirsku stelpurnar byrj- uðu betur og unnu fyrstu hrinuna 25-21. Gestirnir í Stjörnunni svör- uðu að bragði og unnu 25-23 og jöfnuðu metin í 1-1. Í þriðju hrin- unni léku heimamenn við hvern sinn fingur og unnu þá hrinu með yfirburðum 25-9 og tóku aftur for- ystu 2-1. Í þeirri fjórðu var svo jafn- ræði með liðunum og mikil spenna og stemning í húsinu. Það fór svo að lokum að heimamenn kláruðu hrin- una 25-22 og þar með leikinn 3-1. UMFG situr sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig eða jafn mörg stig og Ýmir sem á þó tvo leiki til góða. Lið UMFG á einungis eftir að spila tvo leiki í deildinni en stúlk- urnar taka á móti Bresa frá Akranesi fimmtudaginn 12. mars. tfk Íslandsmeistaramót í keilu þar sem einstaklingar með forgjöf taka þátt, lauk í Reykjavík síðastliðið þriðju- dagskvöld. Akurnesingar áttu Ís- landsmeistarann í karlaflokki í fyrra, hinn kornunga en efnilega Matthías Leó Sigurðsson (7 ára). Matthías keppti núna en vegna breyttra forgjafarreglna náði hann ekki á verðlaunapall að þessu sinni. Íslandsbikarinn fór hins vegar ekki langt, einungis milli húsa á Akra- nesi. Aron Fannar Benteinsson, 18 ára frá Keilufélagi Akraness, kom sá og sigraði í karlaflokki. Skammt er stórra högga á milli hjá Aroni, en helgina áður varð hann tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í keilu í fyrsta flokki og opnum flokki. Sig- urvegari á Íslandsmeistaramótinu með forgjöf í kvennaflokki varð Þórunn Stefanía Jónsdóttir, Keilu- félagi Reykjavíkur. Ásamt Aroni lék Gunnar Ingi Guðjónsson KFÍ til undanúrslita á mótinu. Um páskana fara nokkrir af fremstu keiluspilurunum af Akra- nesi á Evrópumeistaramót ung- linga undir 18 ára, en mótið verð- ur haldið í Leipzig í Þýskalandi. Ásamt Aroni Fannari keppa þær Natalía Guðrún Jónsdóttir og Jó- hanna Ósk Guðjónsdóttir. Þjálf- ari þeirra er Guðmundur Sigurðs- son, formaður KFA, en fararstjóri á Evrópumótinu verður Jónína Björg Magnúsdóttir. mm/ Ljósm. gs. ÍA er enn með fullt hús stiga í sínum riðli í a- deild Lengjubikarsins, deildarbikarkeppni KSÍ. Skagamenn unnu Grind- víkinga 3:2 í Akraneshöllinni síðast- liðinn laugardag og eru með 12 stig á toppi riðilsins. Arnar Már Guð- jónsson kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir glæsisendingu frá Alberti Hafsteinssyni en Grindvík- ingar náðu að jafna seint í fyrri hálf- leiknum. Garðar Gunnlaugsson kom ÍA aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks, en þá var framherjinn skæði nýkom- inn inn á. Grindvíkingar jöfnuðu um miðjan hálfleikinn. Ekki leið á löngu þar til bakvörðurinn Dannen Lough skoraði beint úr horspyrnu sigurmark ÍA. Engin afgangur var af því að sig- ur Skagamanna væri verðskuldaður í leiknum, enda voru Grindvíking- ar duglegir og harðir í horn að taka. Næst mæta Skagamenn í Lengjubik- ar Valsmönnum og fer leikurinn fram í Egilshöll næstkomandi fimmtudag 12. mars. Ekki hefur gengið eins vel hjá Vík- ingi Ólafsvík í a-deild Lengjubikars- ins. Um helgina töpuðu þeir 0:1 fyr- ir HK og helgina á undan 0:4 fyrir FH. Í fyrstu umferðinni gerði Vík- ingur 1:1 jafntefli við Þrótt Reykja- vík. Næst mætir Víkingur Breiða- bliki í Kórnum fimmtudagskvöldið 19. mars. þá Fyrir leikinn við ÍR í Breiðholt- inu síðastliðið mánudagskvöld eygðu Skallagrímsmenn tölfræði- lega möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í körfubolta. Til þess þurftu þeir að sigra í leikn- um með sjö stiga mun að minnsta kosti. Strax í byrjun leiks var ljóst að verkefnið yrði erfitt, þegar ÍR- ingar komust fljótlega í góða stöðu, 20:4 eftir stuttan leikkafla. Eftir það komust Skallagrímsmenn aldrei inn í leikinn og töpuðu 73:99. Þar með féllu Borgnesingar úr deild þeirra bestu sem og Fjölnir. Það verður því hlutskipti þessara liða að leika í fyrstu deild á næsta tímabili. Þeg- ar ein umferð er eftir í deildinni er Skallagrímur neðstur með átta stig, Fjölnir er í næstneðsta sæti með tíu stig og ÍR í tíunda sætinu með 12 stig og sloppnir við fall. ÍR-ingar voru átján stigum yfir í hálfleik gegn Skallagrími, 51:33, og svipaður munur hélst út þriðja leikhluta. Um nánast uppgjöf var síðan að ræða í lokafjórðungn- um þar sem ÍR-ingar juku forskot- ið og sigruðu eins og áður seg- ir með 26 stiga mun 99:73. Stiga- hæstir Skallagrímsmanna í leikn- um voru Tracy Smith með 18, Daði Berg Grétarsson 17, Magnús Þór Gunnarsson 15 og Sigtryggur Arn- ar Björnsson 9. Þetta var slæm vika hjá Skallagrímsmönnum sem síð- astliðið fimmtudagskvöld töpuðu 80:69 fyrir Njarðvíkingum í Borg- arnesi. Í síðustu umferðinni næstkom- andi fimmtudagskvöld fá Skalla- grímsmenn Tindastólsmenn í heimsókn. þá Í fyrsta skipti í áraraðir kemst kar- lalið Snæfells í körfubolta ekki í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. Þetta var ljóst eftir að Snæfell tap- aði fyrir Keflavík 95:83 suður með sjó á mánudagskvöldið. Við tapið er Snæfell dæmt í níunda sæti deild- arinnar með 16 stig fyrir lokaum- ferðina og fjögur stig í næstu lið bæði fyrir ofan og neðan. Keflvík- ingar náðu frumkvæðinu í leikn- um og höfðu tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 23:13. Snæfelling- ar náðu að laga stöðuna og fimm stigum munaði á liðunum í hálf- leik 50:45. Snæfell náði að minnka muninn niður í þrjú stig í byrjun seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. Keflvíkingar bættu í, komust aftur í tíu stiga mun og gáfu ekkert eftir. Lokatölur eins og áður sagði 95:83. Hjá Snæfelli var Chris Woods atkvæðamestur með 20 stig og 14 fráköst, Sigurður Á Þorvaldsson kom næstur með 19 stig og 9 frá- köst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14 stig, Austin Bracey 12 og aðr- ir minna. Snæfellingar urðu einnig að sætta sig við tap sl. fimmtudags- kvöld þegar þeir fengu Tindastóls- menn í heimsókn í Hólminn. Sá leikur var hnífjafn og gestirnir voru sterkari á leikasprettinum og sigr- uðu 80:77. Í síðustu umferð Dom- inosdeildar sem fram fer næstkom- andi fimmtudagskvöld fá Snæfell- ingar Grindvíkinga í heimsókn. þá Skagamenn áttu mis- jöfnu gengi að fagna í fyrstu deildinni í körfubolta í síðustu viku. Eftir góðan sigur á Hamri í íþróttahús- inu við Vesturgötu síð- astliðið fimmtudags- kvöld, 93:75, töpuðu þeir naumlega 70:71 fyrir Ísfirðingum á sama stað á sunnu- dag. Úrslitin í þeim leik komu á óvart þar sem Ísfirð- ingar eru næstneðsta liðið í deild- inni og í mjög erfiðri stöðu að halda sínu sæti í deildinni. Við ósigurinn féll ÍA niður í fimmta sæti og á tvo erfiða leika eftir í deildarkeppninni. Fyrst gegn FSU á Selfossi næst- komandi fimmtudagskvöld og síð- an fá Skagamenn topplið Hatt- ar í heimsókn föstudagskvöldið 20. mars. ÍA er engu að síður með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Leikur Skagamanna og Ísfirðinga var mjög sveiflukennd- ur. Ísfirðingar byrjuðu betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 27:23. Skagamenn tóku við sér í öðrum leik- hluta og höfðu fimm stiga forustu í hálf- leik 47:42. Ísfirðing- ar komu grimmir til seinni hálfleik og jafnt var fyrir lokafjórðung- inn 56:56. Háspenna var síðan á lokakaflanum og leikn- um lauk eins og áður segir með eins stigs sigri Ísfirðinga, 70:71. Mestu munaði fyrir Ísfirðinga að ná að halda Jamarco Warren í skefjum en hann skoraði óvenjulítið eða 24 stig í leiknum, Fannar Freyr Helga- son og Áskell Jónsson skoruðu 13 stig hvor, Ómar Örn Helgsson 10, Magnús Bjarki Guðmundsson 5, Birkir Guðjónsson 3 og Þorleifur Baldvinsson 2. þá/ Ljósm. jho. Sveifluvika hjá Skaga- mönnum í körfuboltanum Skallagrímsmenn fallnir í fyrstu deild Snæfell kemst ekki í úrslitakeppnina Úr leik Snæfells og Tindastóls í síðustu viku. Ljósm. sá. Öruggur sigur Snæfellskvenna á KR Skagamenn lögðu Grindvíkinga Sigruðu Stjörnuna í blaki Aron Fannar í sveiflu á mótinu. Skagamaður Íslandsmeistari í Keilu með forgjöf Aron Fannar og Þórunn Stefanía, Ís- landsmeistarar í keilu með forgjöf.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.