Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Sú breyting varð nýverið á aðstöðu
Framsóknarfélags Akraness að
félagsheimilið við Sunnubraut var
leigt til búsetu. Búið er að fjarlægja
skilti og merkingar af húsinu. Eng-
in merki að sjá lengur um tengsl
Framsóknarflokksins við húsið.
Bæjarmálafundir félagsins á Akra-
nesi, sem um áratuga skeið fóru
fram í þessu húsi, hafa nú um tíma
verið haldnir heima hjá Ingibjörgu
Pálmadóttur bæjarfulltrúa flokksins
og verða það áfram. Valdmar Þor-
valdsson formaður Framsóknar-
félags Akraness segir að samt standi
ekki til að selja húsið. Það sé ein-
ungis í leigu.
Þrátt fyrir að ekki hvíli skuld-
ir á félagsheimilinu hafi það verið
þungt í rekstri. Ekki hafi til dæm-
is hentað að leigja það fyrir minni
samkomur því húsið er inni í íbúða-
hverfi og meira að segja íbúð á efri
hæð hússins. Valdimar segir að
starfsemi í stjórnmálafélögum hafi
breyst ansi mikið síðustu árin og
áratugina. Ekki sé lengur til stað-
ar blaðaútgáfa og annað sjálfboða-
liðastarf sem aflaði tekna og stóð
undir rekstri hjá félögunum. Litlar
tekjur séu því að koma inn á milli
kosninga. Því hafi sú ákvörðun ver-
ið tekin að leigja húsið út.
þá
Margir vegfarendur gáfu því
gaum í síðustu viku að skurð-
grafa á flotpramma var að störf-
um úti á Borgarfirði sunnan við
Borgarnes á móts við Seleyri. Í
ljósi frétta í Skessuhorni af góð-
um aflabrögðum á þorski við
vestanvert landið nú eftir áramót
höfðu gárungarnir það á orði að
nú hlyti þorskaflinn að vera orð-
inn slíkur að menn þyrftu gröfu
til að moka þeim gula upp. Svo
var þó ekki.
„Við höfum verið að grafa
prufuholur fyrir Orkuveituna.
Við fórum um og grófum ofan í
botninn meðal annars til að kanna
hvað væri langt gegnum sandlag-
ið á honum og niður á fast. Þetta
er gert til hægt sé að finna bestu
leið til að leggja útrásarlögn sem
á að vera frá dælustöð Orkuveit-
unnar í Brákarey. Þetta er und-
irbúningur fyrir það að koma
þessari stöð í gagnið. Það er ekki
djúpt niður á fast hérna fyrir
utan,“ fékk blaðamaður Skessu-
horn upplýst hjá galvöskum hópi
verktaka og tæknifræðinga sem
voru að ljúka störfum sínum á
bryggjunni í Borgarnesi síðdeg-
is á fimmtudag.
mþh
Hús Framsóknarfélagsins við Sunnu-
braut á Akranesi.
Framsóknarhúsið á Akranesi fær nýtt hlutverk
Þau sem unnu að verkinu f. v.
Kjartan Hauksson (Djúptækni), Sól-
veig Kristín Sigurðardóttir (Verkís),
Halldór Sigurðsson (HSS Verktak),
Halldór Sverrisson (Djúptækni) og
Guðjón Jónasson (Verkís).
Skurðgrafa á Borgarfirði
Grafan á flotprammanum við störf úti á Borgarfirði framan við Hótel Hafnarskóg
í síðustu viku. Ljósm. Þorleifur Geirsson.
Slys og tólf bílar
skemmdir
HOLTAV.H: Fjöldi ökutækja
lenti í samstuði með tilheyrandi
öngþveiti og tveir karlmenn
slösuðust þegar öskubylur gekk
yfir Holtavörðuheiði síðdegis á
sunnudaginn. Einn maður lenti
undir flutningabíl og var fluttur
undir læknishendur til Reykja-
víkur. Hann var í fyrstu talinn
alvarlega slasaður en reyndist
svo ekki vera það. Þá lenti lög-
reglumaður sem kom á vettvang
einnig fyrir bíl og kastaðist um
tíu metra við höggið út fyrir
veg. Slasaðist hann heldur ekki
en var fluttur til aðhlynningar á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Hvammstanga. Alls lentu tólf
ökutæki í árekstrum við Mikla-
gil á heiðinni og greinilegt að of
geyst var ekið miðað við aðstæð-
ur. Björgunarsveitir, lögreglu-
menn og sjúkfraflutningamenn
komu af vettvang auk kranabíla,
en sex bílanna voru óökufærir
eftir árekstrana. Björgunaraðil-
ar komu úr Borgarnesi, Borgar-
firði, Dölum og úr Húnavatns-
sýslum.
–mm
Nýr innheimtu-
fulltrúi
BORGARBYGGÐ: Borgar-
byggð hefur ráðið Helgu Mar-
gréti Friðriksdóttur í stöðu inn-
heimtufulltrúa. Helga hefur
lokið BA námi frá Háskólanum
á Bifröst og hefur góða reynslu
af innheimtu- og þjónustustörf-
um. Þá hefur hún einnig unnið
við ýmis verslunar- og þjónustu-
störf og tekið fjölbreytt nám-
skeið sem snúa að samskiptum
og þjónustu við viðskiptavini,
segir á heimasíðu Borgarbyggð-
ar.
–mþh
Styrkir úr Upp-
byggingarsjóði
VESTURLAND: Frestur til
umsókna í Uppbyggingasjóð
Vesturlands rennur út 22. apríl
næstkomandi. Veittir verða
styrkir til atvinnuþróunar og
nýsköpunar, verkefnastyrkir á
sviði menningar og stofn- og
rekstrarstyrkir menningarmála.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi, www.ssv.is
undir flipanum „Uppbygginga-
sjóður.“ -eha
Tilnefningar til
bæjarlistamanns
AKRANES: Árlega útnefnir
Akraneskaupstaður bæjarlista-
mann til eins árs í senn. Menn-
ingar- og safnanefnd Akranes-
kaupstaðar ákvað á fundi sín-
um 31. mars sl. að opna fyrir
tilnefningar og er þar almenn-
ingi gefinn kostur á að taka þátt
í að tilnefna næsta bæjarlista-
mann Akraness. Menningar-
og safnanefnd mun fara yfir all-
ar tilnefningar og verða niður-
stöður kynntar á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní við hátíðlega at-
höfn. Um leið og opnað er fyrir
tilnefningar er fólk hvatt til að
kynna sér vel þær reglur sem í
gildi eru um bæjarlistamann.
Reglurnar má sjá á heimasíðu
Akraneskaupstaðar. Tilnefning-
arfrestur er til og með 15. maí
nk. Núverandi bæjarlistamaður
Akraness er Erna Hafnes list-
málari. –þá
Fasteignamarkað-
urinn að styrkjast
VESTURLAND: Fjöldi þing-
lýstra kaupsamninga um fast-
eignir á Vesturlandi var 60 í
marsmánuði, eða um tvær á
dag. Samkvæmt því er mark-
aðurinn að vaxa talsvert frá því
sem verið hefur undanfarin
misseri. Flesta mánuði á síðasta
ári var þannig algengt að seldar
væru 30 fasteignir á mánuði. Í
mars á þessu ári voru 30 samn-
ingar gerðir um eignir í fjölbýli,
12 samningar um eignir í sér-
býli og 18 samningar um ann-
ars konar eignir. Heildarvelt-
an var 1.306 milljónir króna í
þessum viðskiptum og meðal-
upphæð á samning 21,8 millj-
ón króna. Af þessum 60 kaup-
samningum voru 35 um eignir
á Akranesi. Þar af var 21 samn-
ingur um eign í fjölbýli, níu
samningar um eignir í sérbýli
og fimm samningar um annars
konar eignir. Heildarveltan var
741 milljón króna og meðal-
upphæð á samning 21,2 milljón
króna. –mm
Margir of hratt
VESTURLAND: Alls hafa
6.666 brot verið mynduð á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs með staf-
rænum hraðamyndavélum í
landinu en þær eru í umsjón
Lögreglustjórans á Vesturlandi.
Sex ökumenn voru teknir fyrir
akstur undir áhrifum fíkniefna í
umdæmi LVL í liðinni viku. Á
sama tíma, eða á einni viku, var
enginn tekinn fyrir ölvun við
akstur en það hefur ekki gerst
áður að sögn lögreglu. –þá
Hættir sem
forstöðumaður
STYKKISH: Hildigunnur Jó-
hannesdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og forstöðumaður Dval-
arheimilis Stykkishólms hef-
ur sagt upp störfum frá 1. apríl.
Hún hefur þriggja mánaða upp-
sagnarfrest þannig að reikna má
að ráðið verði aftur í stöðuna á
sumri komanda. -mþh