Skessuhorn - 15.04.2015, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Aðalfundur Sambands borgfirskra
kvenna var haldinn í félagsheim-
ilinu Lyngbrekku fimmtudags-
kvöldið 9. apríl síðastliðinn. Á
fundinn mættu 26 konur af starfs-
svæðinu sem nær yfir Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu. Aðildarfélög-
in eru ellefu og í þeim eru alls 233
konur. En félögin eru misjafnlega
fjölmenn, allt frá því að vera með
sjö og upp í 40 konur í félagi. Kven-
félögin vinna fjölbreytt og óeigin-
gjarnt starf í þágu samfélagsins. Má
þar nefna margskonar samkomur
sem kvenfélögin standa fyrir, svo
sem félagsvist, jólatrésskemmtanir,
heimsóknir í Brákarhlíð og fleira.
Oft liggur mikil vinna að baki þess-
um verkefnum.
Staðið er að margskonar fjáröfl-
un og afraksturinn rennur þá til
ýmissa góðgerðarmála. Kvenfélög-
in eru vinsæl þegar kemur að kaffi-
veitingum. Oft er leitað til þeirra
vegna erfidrykkja, með fundarkaffi,
réttarkaffi og fleiri samkomur. Á
síðasta ári gáfu félögin hátt í tvær
milljónir króna í ýmis verkefni.
Styrkir hafa til að mynda runnið
til dvalarheimila, leikskóla, grunn-
skóla, björgunarsveita, íþróttafé-
laga, krabbameinsfélaga, Fjöliðj-
unnar, MND félagsins, auk ann-
arra félaga og stofnana. Kvenfélög-
in láta gjarnan lítið yfir sér, þrátt
fyrir að þau gefi veglegar peninga-
upphæðir til góðra málefna. SBK
gaf til dæmis Hollvinasamtökum
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
500.000 kr. Þá var samþykkt á ný-
afstöðnum aðalfundi að SBK gæfi
200.000 kr. til hvors dvalarheimil-
is á starfssvæðinu, þ.e. til Höfða á
Akranesi og Brákarhlíðar í Borgar-
nesi. Þeir peningar eru ætlaðir til
tækjakaupa.
Þrátt fyrir að kvenfélögin leggi
mikla áherslu á að afla fjár og
skemmta sveitungum sínum, er líka
tími fyrir skemmtanir og upplyft-
ingu fyrir félagskonur. Kvenfélög
eru því góður vettvangur fyrir kon-
ur til að kynnist betur.
Fjölskylduskemmtun í
Reykholti 22. apríl
Næsta verkefni SBK er að halda
upp á 100 ára kosningaafmæli
kvenna. Blásið verður til fjöl-
skylduskemmtunar í Reykholts-
kirkju síðasta vetrardag 22. apríl
klukkan 20.30. Dagskráin verður
fjölbreytt. Þarna kemur m.a. fram
ungt tónlistarfólk og sagnakona.
Svo fáum við að heyra um það sem
málið snýst um; upphaf kosninga-
réttar kvenna - fyrsta konan sem
kosin var á þing á Vesturlandi seg-
ir okkur frá þeirri upplifun sinni.
En sjón er sögurríkari - vonandi
koma sem flestir til að fagna þess-
um áfanga og gaman væri að flest-
ir sem gætu klæddu sig uppá og
mættu á íslenska búningnum. Og
auðvitað verður kaffi og meðlæti á
boðstólnum.
-fréttatilkynning
Anna Nilsson, sem ættuð er frá
Svíþjóð, hefur dvalið í tvær vikur
í Frystiklefanum í Rifi við æfingar
á nýjum dansi sem hún svo frum-
flutti svo á föstudagskvöldið síð-
asta. „Þetta er í fyrsta skiptið sem
ég sýni ein dans,“ sagði Anna í sam-
tali við fréttaritara eftir sýninguna.
„Í þessum dansi var ég að finna línu
milli dansa og spannaði ferðalag á
milli stöðupunkta og prufaði nýjar
hreyfingar eins og í einu atriðinu
sem ég kallaði fatlaða kjúklinginn,“
sagði Anna. Hún hefur búið í Brus-
sel í 15 ár og rekur þar fyrirtæki í
listsköpun. Hún kveðst hafa reynt
ýmislegt í listinni. „Þegar ég bjó í
Svíþjóð stundaði ég loftfimleika í
sirkus en hætti því vegna þess að
það var einfaldlega of hættulegt.“
Kári Viðarsson eigandi Frysti-
klefans segir að margt verði um að
vera í sumar í Frystiklefanum. Til
að mynda verða tónleikar á sumar-
daginn fyrsta, 23. apríl, með hljóm-
sveitinni Mammút og þar mun Alda
Dís hita upp. Er miðasala í fullum
gangi á miði.is. „Það verður örugg-
lega uppselt enda hafa bæjarbú-
ar sýnt þessum tónleikum mikinn
áhuga,“ sagði Kári. af
Nafn: Sigríður Hrund Hálf-
danardóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Í
sambúð með Hafþóri Jóni Jak-
obssyni húsasmíðameistara. Við
eigum þrjú börn saman. Þau eru
Ísak Jakob 22 ára, Áki Freyr 18
ára og Eva Huld 15 ára. Síðan
eigum við tvo hunda, Ronju og
Pjakk. Ég bý í Borgarnesi.
Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er
þroskaþjálfi og starfa í Grunn-
skólanum í Borgarnesi.
Áhugamál: Ég hef gaman að
útiveru, fer oft í göngutúra með
hundana mína. Einnig finnst
mér mjög gaman að hjóla, sér-
staklega langa hjólatúra. Ég
stunda líkamsrækt og jóga. Þeg-
ar ég hef tíma heima þá finnst
mér mjög notalegt að lesa góða
bók og að prjóna.
Dagurinn: Miðvikudagur 8.
apríl 2015.
Þetta er hefðbundinn dagur
að mestu, ég var að kenna til
klukkan 13:30 og síðan tók við
undirbúingur fyrir næsta dag.
Ég fór í ræktina eftir vinnu, síð-
an tóku heimilisstörfin við þeg-
ar heim kom.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði kl. 06:30 og
það fyrsta sem ég gerði var að
bursta tennurnar og klæða mig.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Ég fékk mér AB mjólk
með múslí og tók lýsi.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég fór í vinnuna rétt
fyrir kl. 8:00 og ég fór keyr-
andi.
Fyrstu verk í vinnunni? Fara
upp á kennarastofu og ná mér
í vatn til að hafa yfir daginn
og gera mig tilbúna fyrir fyrsta
nemanda dagsins.
Hvað varstu að gera klukk-
an 10? Þá var ég með nemanda
í kennslu/þjálfun inni á Kletti
sem er námsver fyrir börn á
einhverfurófi. Ég var með hann
í lestrarþjálfun og í fínhreyfi-
vinnu.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Borðaði hádegismat uppi á
kennarastofu, ég leyfi mér þann
munað að fá mér heitan mat í
hádeginu á miðvikudögum.
Hvað varstu að gera klukk-
an 14: Þá var ég að undirbúa
kennslu fyrir næsta dag.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni?
Hætti vinnu kl 15:30. Það síð-
asta sem ég gerði var að ræða
við umsjónarkennara eins barns
sem ég kenni á yngsta stigi. Það
skiptir miklu máli í mínu starfi
að ég sé í góðu samstarfi við
umsjónarkennara þeirra barna
sem ég kenni.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Ég fór beint niður í íþróttahús
þar sem ég hitti einkaþjálfar-
ann minn uppi í tækjasal. Sonur
minn hann Áki Freyr er á þriðja
ári í MB á náttúrufræðibraut á
íþróttasviði. Þetta er liður í hans
námi að taka einhvern í einka-
þjálfun og ég var svo heppin að
hann vildi taka mömmu sína í
það verkefni.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Það var soðinn fiskur
með kartöflum og rófum. Það
var Hafþór sem eldaði.
Hvernig var kvöldið? Ég fór á
fund í Ljómalind, sem er sveita-
markaður við Sólbakka í Borg-
arnesi sem ég rek ásamt níu
öðrum konum héðan úr Borg-
arfirðinum. Við erum að undir-
búa flutning á búðinni, því við
ætlum að færa okkur meira inn
í bæinn. Við vorum svo heppnar
að fá leigt húsnæði við hliðina
á Framköllunarþjónustunni og
nú þurfum við að fara að ákveða
hvernig við ætlum að hafa búð-
ina því við opnum á nýja staðn-
um þann 1. maí.
Hvenær fórstu að sofa? Ég fór
ekki að sofa fyrr en kl. 23:30.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Ég las nokkra kafla í bók
sem heitir Ástandsbarnið eftir
Camillu Läckberg.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Góður dagur í vinnunni
eins og alltaf því ég er svo hepp-
in að mér finnst eiginlega alltaf
gaman með nemendunum mín-
um og samstarfsfólki.
Eitthvað að lokum? Þakklát
fyrir fjölskylduna mína og hvað
ég hef verið lánssöm í lífinu.
Dag ur í lífi...
þroskaþjálfa í Borgarnesi
Fréttir frá Sambandi borgfirskra kvenna
Svipmynd frá aðalfundi SBK í Lyngbrekku.
Hér er Anna að hita upp fyrir sýninguna í Frystiklefanum.
Sýndi dans í Frystiklefanum