Skessuhorn - 01.07.2015, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 20152
Fjölmörg
smærri mál
VESTURLAND: Helst er það
að frétta úr dagbók Lögregl-
unnar á Vesturlandi eftir vikuna
sem leið að þrír voru kærðir fyr-
ir ölvun við akstur og einn fyrir
að aka undir áhrifum fíkniefna.
Þá voru 48 stöðvaðir vegna
hraðaksturs. Fjögur umferðaró-
höpp urðu í umdæmi LVL í vik-
unni, þar af tvö þar sem minni-
háttar meiðsl urðu á fólki. Sex
önnur minniháttar slys urðu,
þar með talið vinnuslys og
óhapp þar sem börn urðu und-
ir grjóti í Borgarnesi. Frá því er
greint á öðrum stað í blaðinu í
dag. -mm
Makríls orðið
vart í Faxaflóa
VESTURLAND: Makríllinn
virðist ætla að gefa sig í ár þó
hann sé seinna á ferð á grunn-
slóð við Vesturland en undan-
farin ár. Stóru veiðiskipin eru
í ágætri veiði í Skerjadýpi suð-
vestur af landinu en voru áður
suður af Vestmannaeyjum. Um
helgina fréttist síðan af góðri
markílveiði við bryggjuna í
Garðinum á Reykjanesi. Eng-
um sögum fer hins vegar enn af
makríl við Snæfellsnes. -mþh
Hvalveiðar hafnar
VESTURLAND: Skip Hvals
hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu
á miðin frá Hvalfirði síðdeg-
is á sunnudaginn. Bæði skip-
in veiddu sitthvora langreyð-
ina svo að kvöldi mánudagsins
djúpt vestur af Reykjanesi. Búist
var við að þau kæmu til Hval-
fjarðar í gærkvöldi, þriðjudag.
Það er því ljóst að hvalskurð-
ur kemst á fullt í Hvalstöðinni í
þessari viku. Heimilt er að veiða
150 langreyðar á þessari ver-
tíð auk óveiddra dýra af kvóta
síðustu vertíðar. Veiðarnar og
vinnslan skapa mikla vinnu
yfir sumartímann auk þess sem
fjöldi manna hefur starfað við
endurbætur í hvalstöðinni og
við hvalbátana í vetur. -mþh
Þrír um stöðu
skólameistara
FSN
GRUNDARFJ: Umsóknar-
frestur um stöðu skólameistara
við Fjölbrautaskóla Snæfellinga
í Grundarfirði rann út föstu-
daginn 5. júní sl. Mennta- og
menningarmálaráðuneyti bár-
ust þrjár umsóknir um stöðuna.
Umsækjendur eru: Hrafnhild-
ur Hallvarðsdóttir, Sigurlína
H. Styrmisdóttir og Vala Ósk
Bergsveinsdóttir. Miðað er við
að menntamálaráðherra skipi í
stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst
næstkomandi, að fenginni um-
sögn skólanefndar. –mm
Göngustígur
lagfærður upp
að Glymi
HVALFJ: Undanfarnar vik-
ur hafa sjálfboðaliðar á veg-
um Umhverfisstofnunar unnið
að umbótum við göngustíg inn
að fossinum Glymi í Hvalfirði.
Verkefnið er styrkt af Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða.
Mikill fjöldi ferðamanna geng-
ur upp að Glym á ári hverju.
–mþh
Nokkrar bæjarhátíðir verða á landinu
um næstu helgi. Þar á meðal verða tvær
á Vesturlandi, Írskir dagar á Akranesi og
Ólafsvíkurvaka í Snæfellsbæ. Hátíðirn-
ar hefjast næstkomandi fimmtudag og
standa yfir alla helgina. Þar ættu flestir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi, enda
verður fjölbreytt dagskrá á báðum stöð-
um. Dagskrá Írskra daga má finna í mið-
opnu blaðsins.
Á fimmtudag spáir norðaustlægri átt,
5-10 m/s og víða rigningu, einkum aust-
anlands. Hiti 5 til 12 stig. Hægari vindur
verður suðvestan- og vestanlands og úr-
komulítið. Hiti 10 til 16 stig. Á föstudag
verður fremur hæg austlæg átt og skýjað
að mestu, en skúrir á stöku stað. Hiti 10 til
18 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag
verða áframhaldandi austlægar áttir, 5-10
m/s og þurrt og bjart að mestu. 8-13 m/s
syðst og dálitlar skúrir. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast norðan- og vestanlands. Útlit er
fyrir austan- og norðaustan átt á sunnu-
dag og mánudag. Dálítil væta sunnan-
og austantil en annars skýjað með köfl-
um. Hiti 8 til 19 stig og áfram verður hlýj-
ast á Vesturlandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hefur þú gróðurofnæmi?“ Fæstir sem
svöruðu sögðust hafa mikið ofnæmi, eða
7,72%. „Já, dálítið“ sögðu 22,22%. „Held
ekki“ svöruðu 14,51% þeirra sem tóku
þátt. Langflestir telja sig örugglega ekki
hafa gróðurofnæmi, eða 55,56%. 825
tóku þátt í könnuninni.
Í þessari viku er spurt:
Myndir þú nýta Sundabraut gegn
gjaldi?
Við tilnefnum duglegu krakkana í ung-
lingavinnunni á Vesturlandi sem Vest-
lendinga vikunnar. Þeir eiga það skilið og
flokksstjórarnir þeirra líka.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Sett hafa verið upp ný hlið við
þjóðveginn beggja vegna við mörk
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að
sunnanverðu og norðanverðu. Þau
marka hvar vegfarendur koma inn
í þjóðgarðinn og svo út úr hon-
um aftur handan Jökuls. Gestir eru
boðnir velkomnir við komuna og
síðan kvaddir með virktum þegar
þeir yfirgefa þjóðgarðinn. Hliðin
eru hönnuð af Ingu Rut Gylfadótt-
ur. Stálhluti þeirra er smíðaður af
Teknís ehf. Undir þeim eru hleðslur
úr hraungrýti. Þær voru hlaðnar af
Sigurbirni Ingvarssyni. Kostnaður
við gerð hliðanna er á bilinu fjórar
til fimm milljónir króna.
Stóraukin umferð
Mikil umferð hefur verið um þjóð-
garðinn það sem af er sumri og
miklu meiri en á sama tíma í fyrra.
Einsýnt er að ferðafólki hefur fjölg-
að mjög á Snæfellsnesi á þessu ári
samanborið við í fyrra. Fjöldi gesta
sem koma í gestastofu þjóðgarðsins
á Hellnum er ágæt viðmiðun þeg-
ar mat er lagt á aukninguna. Alls
heimsóttu 40% fleiri gestastofuna
í maí í ár miðað við sama mánuð á
síðasta ári. Þá voru að meðaltali 52
gestir á dag en í ár var þetta meðal-
tal 72 gestir á dag í þessum mánuði.
Sömu tölur fyrir júnímánuð eru
110 gestir í fyrra en 149 að meðal-
tali daglega í ár. Það er 35% aukn-
ing. „Liðin vika dregur tölurnar að-
eins niður í júnímánuði hjá okkur
því þegar veður er gott þá sjáum
við að það dregur úr heimsóknum
í gestastofuna og á sýninguna þar.
Fólk kýs skiljanlega frekar að vera
útivið,“ segir Guðbjörg Gunnars-
dóttir þjóðgarðsvörður í samtali við
Skessuhorn.
Fjölbreytt dagskrá
Guðbjörg segir að í nægu hafi ver-
ið að snúast í þjóðgarðinum það
sem af er sumri. „Já, það er búið
að vera fullt að gera hjá okkur. Við
höfum haft ýmsa viðburði á dag-
skrá nú í júní og fleiri verða nú í
júlí og ágúst. Það er bryddað upp
á ýmsu. Þann 15. ágúst ætlum við
til dæmis að bjóða upp á ferð með
pólskri leiðsögn. Það búa fjölmarg-
ir Pólverjar hér á Snæfellsnesi og
Vesturlandi og okkur langar að til
að kynna þeim hvað landið hefur
upp á að bjóða. Í þeirri ferð verð-
ur gengið frá Djúpalónssandi yfir í
Dritvík og farið í Tröllakirkju en út
í hana er aðeins hægt að komast í
miklu útfiri.“
Fornleifarannsóknir sem und-
anfarin ár hafa staðið yfir í gömlu
verstöðinni að Gufuskálum verða
teknar upp að nýju í júlímánuði.
Þær eru innan þjóðgarðsins. „Þar
verður svokallaður opinn dagur
22. júlí þar sem fólk getur kom-
ið og kynnt sér hvaða verk er verið
að vinna þar. Dagskrá þjóðgarðsins
má annars finna á heimasíðu okkar
snaefellsjokull.is. Ég hvet fólk til að
kynna sér hana og íhuga heimsókn
í þjóðgarðinn því hér er margt að
sjá,“ segir Guðbjörg Gunnarsdótt-
ir þjóðgarðsvörður.
mþh
Svokölluð skýjaljós eru tískubylgja
sem virðist færast í vöxt að fólk
noti hér á landi þrátt fyrir að ekki
sé mælt með því sökum eldhættu.
Skýjaluktir eru kínversk ljósker sem
gerð eru úr pappír og innihalda
vaxkubb eða annað eldfimt efni sem
kveikt er í. Við það fyllist luktin af
heitu lofti, sem veldur því að luktin
hefst á loft og getur verið býsna fal-
leg. Skýjaluktin helst aðeins á lofti
eins lengi og loginn logar. Vanda-
málið við luktina er hins vegar það
að ekki er hægt að hafa stjórn á
hvert hún fer eða hvar hún lendir.
Það kemur fyrir að luktir hafa enn
verið logandi þegar þær hafa fallið
til jarðar og valdið íkveikju á húsum
og í gróðri.
„Þessar luktir geta auðveldlega
kveikt gróður- og jarðvegselda sem
illmögulegt er að ráða við,“ seg-
ir Bjarni Kristinn Þorsteinsson
slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.
Hann fékk nýverið mynd í hend-
ur sem sýnir brúðhjón hér á landi
sleppa nokkrum svona skýjaljósum
upp í loftið yfir þurrum mosajarð-
vegi. Bjarni vill koma á framfæri
hvatningu til fólks að nota alls ekki
ljós af þessu tagi hér á landi. „Við
hjá slökkviliði Borgarbyggðar og
félagar okkar víðsvegar um land-
ið höfum þurft að glíma við mikla
gróðurelda á síðustu árum. Það eru
verkefni sem við viljum vera sem
allra mest lausir við. Þá geta gróð-
ureldar auðveldlega farið úr bönd-
unum og stefnt lífi í voða og kveikt
í mannvirkjum, til dæmis í heilu
sumarhúsahverfunum. Þess vegna
hvet ég fólk til að nota alls ekki þessi
skýjaljós. Þau eru fyllt með eldfim-
um vökva, kveikt í og sleppt upp í
loftið. Enginn veit hvar þau lenda
eða hverjar afleiðingarnar geta orð-
ið. Að nota þau er því álíka mikið
ábyrgðarleysi og að henda logandi
efni inn um bréfalúgur hjá fólki,“
segir Bjarni Kristinn. mm
Eitt af þekktari kennileitum Ham-
arsvallar í Borgarnesi undanfarin
fimmtán ár hefur verið CocaCola
dósin svokallaða sem stendur við
12. holu vallarins og blasað hef-
ur við vegfarendum. Nú hafa hins
vegar undur og stórmerki gerst.
Gamli súrheysturninn er orðinn
að appelsíndós, kennileiti fyrir
helsta samkeppnisaðila Coca Cola
á Íslandi.
mm
Egils appelsíndósin, gamli súrheysturn-
inn eins og hann lítur nú út. Ljósm. sa.
Súrheysturninn sem varð
að kókdós er nú appelsíndós
Súrheysturninn sem varð að kókdós er
nú appelsíndós.
Kókdósin eins og hún leit út síðustu
fimmtán árin.
Skýjaljós ættu að vera bönnuð hér á landi
Ekið út úr þjóðgarðinum um hliðið að sunnanverðu. Vegfarendum er óskað góðrar ferðar á íslensku og ensku.
Ný hlið sett upp við þjóðgarðinn Snæfellsjökul