Skessuhorn - 01.07.2015, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 20158
Lífslíkur með
þeim mestu í
Evrópu
LANDIÐ: Árið 2014 var
meðalævilengd karla á Ís-
landi 80,6 ár og meðalævi-
lengd kvenna 83,6 ár. Meðal-
ævilengd sýnir hve mörg ævi-
ár einstaklingur á að meðal-
tali ólifuð við fæðingu, ef mið-
að er við aldursbundna dán-
artíðni mannfjöldans. Ald-
ursbundin dánartíðni hefur
lækkað á undanförnum ára-
tugum og má því vænta þess
að fólk lifi að jafnaði leng-
ur en reiknuð meðalævilengd
segir til um. Frá árinu 1985
hafa karlar bætt við sig rúm-
lega sex árum og konur rúm-
lega fjórum árum í meðalævi-
lengd. Sé horft á tíu ára tíma-
bil, 2004-2013, var meðalævi
karla á Íslandi og í Sviss 79,1
ár og skipuðu þeir fyrsta sæt-
ið meðal Evrópulanda. Fast
á hæla þeim komu karlar frá
Svíþjóð og Liechtenstein (78,5
ár). Stysta meðalævilengd evr-
ópskra karla er í Eistlandi
(68,8), Lettlandi (66,4) og
Litháen (66,1). Á sama tíu ára
tímabili, 2004-2013, var með-
alævi kvenna í Frakklandi og á
Spáni 84,1 ár og skipuðu þær
fyrsta sætið í Evrópu. Á eft-
ir þeim koma konur frá Sviss
(83,8), Ítalíu og Liechten-
stein (83,6) og Íslandi (82,7
ár). Meðalævilengd kvenna er
styst í Búlgaríu (76,8), Make-
dóníu (76,3) og Serbíu (76,1
ár). –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
20. júní - 26. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 13 bátar.
Heildarlöndun: 21.402 kg.
Mestur afli: Rán AK: 2.424
kg í þremur löndunum.
Arnarstapi 4 bátar.
Heildarlöndun: 7.735 kg.
Mestur afli: Ríkey MB: 2.923
kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 68.907 kg.
Mestur afli: Grundfirðingur
SH: 53.712 kg í einni lönd-
un.
Ólafsvík 15 bátar.
Heildarlöndun: 129.073 kg.
Mestur afli: Egill SH: 31.144
kg í þremur löndunum.
Rif 13 bátar.
Heildarlöndun: 143.331 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
63.540 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 24 bátar.
Heildarlöndun: 84.018 kg.
Mestur afli: Íris SH: 8.979
kg í fimm löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Rifsnes SH – RIF:
63.540 kg. 22. júní
2. Grundfirðingur SH –
GRU: 53.712 kg. 20. júní
3. Egill SH – ÓLV:
15.448 kg. 23. júní
4. Magnús SH – RIF:
9.816 kg. 24. júní
5. Guðmundur Jensson SH
– ÓLV: 9.391 kg. 22. júní
mþh
Saga Jarðvangur
í evrópsku
samstarfi
BORGARFJ: Tvö evrópsk
samstarfsverkefni í Borgar-
byggð hafa hlotið styrk úr
NPA; Norðurslóðaáætlun
Evrópusambandsins. Um er
að ræða tvö aðskilin verkefni.
Saga jarðvangur er í samstarfi
við jarðvanga á Írlandi, Norð-
ur-Írlandi, Noregi, Skotlandi,
Rússlandi, Kanada og hina
jarðvanga Íslands, Reykja-
nes geopark-Iceland og Katla
geopark-Iceland, að vinna að
verkefni sem nefnist Drifting
Apart. Markmið verkefnisins
er efling og uppbygging jarð-
vanga í tengslum við sjálf-
bæra ferðaþjónustu og efl-
ingu rannsókna og fræðslu
um jarðfræði jarðvanga. Þess
má geta að fyrsta fundi verk-
efnisins lauk nú nýverið á
Norður-Írlandi. Hitt verk-
efnið er í fóstri hjá Símennt-
un Háskólans á Bifröst og
Borgarbyggð og eru hluti af
samstarfsverkefni háskóla,
sveitarfélaga, samtaka sveit-
arfélaga og svæðisskrifstofa í
þátttökulöndum, Írlandi, Sví-
þjóð, Finnlandi og Noregi.
Frá því verkefni var greint í
síðasta Skessuhorni. –arg
Aflaverðmæti
jókst verulega í
mars
LANDIÐ: Verðmæti afla
upp úr sjó nam rúmum 19,1
milljarði króna í mars, 51,5%
meira en í mars 2014. Veg-
ur þar þyngst aflaverðmæti
loðnu sem nam rúmum 4,9
milljörðum samanborið við
1,1 milljarð í mars 2014. Afla-
verðmæti botnfisks nam rúm-
um 13,1 milljarði í mars sem
er 22,7% aukning frá fyrra ári.
Þorskurinn er sem fyrr verð-
mætastur botnfisktegunda en
aflaverðmæti hans var rúmir
8,7 milljarðar í mars og jókst
um tæp 30% samanborið við
mars 2014. Aflaverðmæti ís-
lenskra skipa á tólf mán-
aða tímabili frá apríl 2014 til
mars 2015 nam tæpum 150
milljörðum og jókst um 6,6%
miðað við sama tímabil ári
áður. Verðmæti uppsjávarafla
jókst um 27,1% milli tímabil-
anna, og munar þar mest um
loðnu og kolmunna. Einn-
ig jókst verðmæti þorsks um
15,5%. –mm
Veiðin í Þverá og Kjarará í Borg-
arfirði hefur verið ágæt það sem af
er og laxar virðast vera að ganga í
ána á hverjum degi. Lax númer tvö
hundruð kom á land um helgina,
en þeir félagarnir Stefán Krist-
jánsson og Tryggvi Hafstein voru
við Kirkjustreng í Þverá á laugar-
dagsmorguninn og veiddi Tryggvi
Hafstein flottan lax, eins og sést á
meðfylgjandi mynd. Kjarará hefur
einnig verið að gefa vel.
Þá er fyrsti laxinn kominn á land
úr Reykjadalsá í Borgarfirði. Byrj-
unin í Grímsá hefur verið fremur
róleg. Á laugardaginn voru sex lax-
ar komnir á land.
gb
Þverá komin yfir 200 laxa
Hítaráin fer frekar rólega af stað í ár.
Eftir þrjú holl, voru níu laxar komn-
ir á land. Veiðimenn hafa þó sett í
eina 15 – 20 laxa að auki, sem hafa
náð að rífa sig lausa, en áin er gríð-
arlega vatnsmikil og köld. Laxinn er
að taka laust og jafnvel glefsa bara í
endahárin á túpum veiðimanna.
Bjarni Júlíusson var að koma úr
sinni árlegu fjölskylduveiðiferð í
Hítará. Þau náðu fjórum löxum og
misstu þrjá fiska til viðbótar. Ein-
ungis einn smálax var í aflanum.
Bjarni sagði að hann væri greini-
lega ekki mættur og það væri dálítið
áhyggjuefni. Reyndar var þessi eini
smálax sem fékkst, mjög vel hald-
inn, feitur og pattaralegur. Hann var
52cm langur.
,,Það er búið að vera óvenju hlýtt
undanfarið og mikil snjóbráð í gangi.
Áin er köld og vatnsmikil,“ sagði
Bjarni Júlíusson í samtali við Skessu-
horn. „Það var svo mikið vatnið að
Breiðin var alveg óveiðandi. Kverk-
in hélt hins vegar fiski ágætlega. Á
fyrstu vaktinni gekk þetta mjög vel.
Við fengum fallegan þriggja punda
sjóbirting. Þá komu tvær glæsilegar
hrygnur. Júlíus Bjarni landaði fiski
sem var um 80cm. Sá tók 1/2“ svarta
frances keilu í Kverkinni. Þetta var
vel haldin hrygna. Frú Þórdís bætti
um betur og landaði 83cm hrygnu
sem líka tók í Kverkinni. Þessi tók
Sunray með keilu. Ofboðslega fal-
legur fiskur, sennilega um 12 – 14
pund.“
Sem fyrr segir voru aðstæður erf-
iðar, áin mjög vatnsmikil og köld.
„Hún sjatnaði ekkert á þessum
tveimur dögum, það var svo mik-
il sólbráð í gangi. Við mældum ekki
vatnshita, en mér er til efs að hita-
stigið hafi náð 8°C. Ég held að það
sé ekki mikið af fiski gengið upp
Brúarfoss. Við reyndum þessa helstu
staði fyrir ofan, en urðum ekkert vör
við fisk þar,“ sagði Bjarni.
gb
Hítará fer rólega af stað
Júlíus Bjarni með strákana á árbakkanum. Hjálparsveinarnir þeir Hafþór Bjarni og
Sigurjón Bjarni bræður hans og svo sá gamli sem fékk að vera með.
„Ég er ekki búin að veiða neitt, er
bara að reyna,“ sagði Tinna Brynj-
arsdóttir, ung Skagadama, sem var
við veiðar í Elliðavatni ásamt afa,
ömmu og bræðrum sínum á veiði-
degi fjölskyldunnar á sunnudag-
inn. Margir veiðimenn mættu við
vötnin á sunnudaginn en frítt var
að veiða í á fjórða tug vatna um
allt land á árlegum veiðidegi fjöl-
skyldunnar.
gb
Margir reyndu fyrir sér á veiðidegi fjölskyldunnar
„Fyrsta hollið, þrjár stangir, veiðir
í einn og hálfan dag og er þeg-
ar komið með sjö laxa og einn
silung,“ sagði Magnús Fjelds-
ted, veiðivörður og formaður
Veiðifélags Gljúfurár, í samtali
við Skessuhorn, en áin var opn-
uð klukkan sjö í bítið síðastlið-
inn fimmtudag. „Í fyrra tók fimm
daga að ná þessum fjölda þannig
að þetta er nokkuð flott byrjun á
laxveiðisumrinu. Þegar eru komn-
ir yfir 30 laxar í gegnum teljarann
þannig að það er fiskur um alla á.
Þetta fer því allt saman mjög vel af
stað,“ bætir hann við.
Teljarinn í Gljúfurá mælir einn-
ig lengd laxanna sem ganga í ánna.
Í fyrra var stærsti laxinn 109cm og
þrátt fyrir mikla leit veiddist hann
ekki. Nú þegar er stærri lax en það
genginn í Gljúfurá. „Það er kom-
inn í gegnum teljarann sá stærsti
sem við munum eftir, hann er
116cm. Það er risalax í ánni,“ seg-
ir Magnús. „Menn fóru um alla á
í gær og í morgun að leita að hon-
um en hann er ekki fundinn enn.“
Í fyrra veiddust 167 laxar á
hundrað veiðidögum í Gljúfurá.
Að sögn Magnúsar er því góðs
viti að fyrsta holl hafi sett í átta
fiska. Frekar mikið vatn er í ánni
og er veiðivörðurinn bjartsýnn
um framhaldið. „Við eigum von
á góðu laxveiðisumri. Nánast allir
dagar fram í september eru seldir
og menn eru fullir bjartsýni,“ seg-
ir Magnús að lokum.
kgk
„Það er risalax í ánni!“
Við Svuntuna í Gljúfurá. Sigurður Skúli Bárðarsson árnefndarmaður í Gljúfurá
segir opnunina hafa verið góða, átta laxar komið á land þegar upp var staðið og
tveir sjóbirtingar að auki. „Sumarið lítur því vel út í Gljúfurá,“ sagði Sigurður Skúli
í samtali við Skessuhorn.