Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 01.07.2015, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201516 Í bakgarði við Vesturgötu 80 á Akranesi býr Huginn, fallegur og gæfur hrafn. Eigandi Hugins er Sigmundur Heiðar Árnason en fuglinn fann hann ósjálfbjarga fyr- ir nokkrum vikum. „Við félagarnir vorum að labba við Sementsverk- smiðjuna fyrir rúmum þremur vik- um og fundum þar tvo hrafnsunga á jörðinni. Annar þeirra var tals- vert laskaður á væng þannig að við tókum fuglana í fangið og gengum með þá heim. Við vissum ekki hvað þeir voru gamlir en þeir voru lík- lega nýdottnir úr hreiðrinu. Þeir voru enn með dún og ekki komnir með flugfjaðrir,“ segir Sigmundur í samtali við Skessuhorn. Hrafnarn- ir Huginn og Muninn hafa stækk- að og dafnað á þessum vikum og Muninn hefur jafnað sig í vængn- um. Þeir búa í nágrenni við hvorn annan á neðri Skaga og hafa það gott. Sigmundur segir Huginn vera mjög gæfan og kelinn. „Hann vill vera innan um fólk og er mjög for- vitinn. Ef ég er inni að smíða þá heyrir hann hávaðann og kemur inn og kíkir á mig.“ Hrafninn og hundurinn bestu vinir Á heimilinu býr einnig hundurinn Herkúles, sem virðist ánægður með nýja fjölskyldumeðliminn. „Herkú- les er af terrier tegund og ætti því ekki að vingast við fugla. En þeir eru bestu vinir, þó að hrafninn stríði honum stundum,“ segir Sigmund- ur. Mikil læti voru í Hugin á meðan blaðamaður spjallaði við Sigmund. Hann gargaði hátt og vildi fá at- hygli. „Hann er svangur,“ segir Sig- mundur og gefur fuglinum fæði úr sprautu og einn bita af hundamat. Við það róast hrafninn og sest á öxl eigandans. Huginn er enginn gikkur og tekur við flestu. „Við gefum hon- um meðal annars egg, bláber, banana og fleira. Hann étur allt,“ segir Sig- mundur. Huginn er mestmegnis á vappi í kringum húsið á daginn en á nóttunni sefur hann inni í hálfgerðu hreiðri sem eigandinn hefur útbúið. „Hann fær að valsa um og við lok- um hann ekki inni í neinu búri. Hann glápir á hænurnar í næsta garði, skoð- ar allt, rífur plastpoka og slítur upp öll blóm,“ segir Sigmundur og hlær. Hann bætir því við að þegar Huginn verði fleygur geti hann farið að vild og komið heim til að borða, ef hann kýs það. „Planið er að smíða pall fyr- ir hann hérna úti, þar sem hann getur haldið til og étið. En hann tekur svo ákvörðun sjálfur um hvað hann vill gera þegar hann verður fleygur.“ Sig- mundur segir hrafnana ekki grimma og verst sé hversu gæfir þeir verða. „Hann er aðeins farinn að flögra um, aðallega yfir í næstu garða. Hann lét sig hverfa í hálfan sólarhring um daginn en skilaði sér svo sjálfur heim. Hann getur alveg séð um sig sjálf- ur. En hér á hann heima og það væri gott ef það kæmist til skila til fólks að fóðra hann ekki, heldur skila honum frekar heim að Vesturgötu 80 ef hann finnst á vappi einhvers staðar.“ grþ Hrafnarnir Huginn og Muninn búa á Akranesi Huginn og Sigmundur Heiðar nutu veðurblíðunnar í síðustu viku. Hrafninn Huginn og hundurinn Herkúles eru mestu mátar. Huginn varð þreyttur eftir viðtalið en stillti sér upp fyrir myndatöku áður en hann lagði sig. Sigurbjörg Ein- isdóttir lista- maður opnar fimmtudaginn 2. júlí klukkan 17 myndlistar- sýningu á jarð- hæð stóra vit- ans á Akranesi. Sýninguna nefn- ir hún „Úr ýms- um áttum“ og er hún sambland af ol- íuverkum og grafíkmyndum. Við opn- un sýningarinnar verða léttar veiting- ar í boði og allir velkomnir. Sigurbjörg Einisdóttir (Sibba) fæddist árið 1954. Ung fluttist hún til Bandaríkjanna. Þar gerðist hún eig- andi hágreiðslustofunnar Christop- her´s Salon í Los Angeles og rak hana í áratug. Þá hóf hún nám í kvikmynda- gerð við American Film Institute og er með meistarapróf (MA) í kvikmynda- framleiðslu þaðan. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð bæði í Kaliforníu og hér á Íslandi. Um aldamótin vatt Sibba kvæði sínu í kross og ákvað að gerast myndlistarmaður. Hún er með vinnustofu í Auðbrekku 6, 200 Kópa- vogi. „Í verkum hennar ægir saman kyrrð og ólgu íslenskrar náttúru. Að- ferðir Sibbu eru nýstárlegar þar sem hún notar meðal annars hárþurrku, olíugrunn, ösku og kaffikorg við list- sköpun sína. Þetta verður sjöunda einkasýning hennar, auk fjölda sam- sýninga. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Sibba sýnir utan höfuðborg- arsvæðisins.“ mm Opnar myndlistarsýningu í vitanum Fyrirtækið Ritari.is er ungt fyrirtæki sem staðsett er við Stillholt á Akra- nesi. Fyrirtækið býður upp á heildar- lausnir í skrifstofumálum og sérhæf- ir sig á sviði ritaraþjónustu, símsvör- unar, úthringinga, bókhaldsþjónustu og stofnunar og reksturs fyrirtækja. Eigendur Ritara.is fengu nýverið styrk að upphæð 2,5 milljónir króna frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Styrkurinn er til þróunar á nýjum sérsmíðuðum hugbúnaði. Að sögn Ingibjargar Valdimarsdóttur fram- kvæmdastjóra Ritara.is mun hug- búnaðurinn nýtast í símsvörun fyr- ir viðskiptavini fyrirtækisins. „Hann mun aðstoða við að halda betur utan um gögn, setja meiri nákvæmni í áframsendingu símtala, senda skila- boð og mun gera allt sjálfvirkara og nákvæmara án þess þó að sleppa persónulegu snertingunni. Kjarna- starfsemi fyrirtækisins er að svara símanum fyrir önnur fyrirtæki. Við sinnum símsvörun fyrir rúmega 90 fyrirtæki í dag úr öllum greinum at- vinnulífsins, víðsvegar af landinu og það er ansi mikið magn af upplýs- ingum sem fylgja þessu umfangi.“ Ingibjörg segir að hugbúnaðurinn muni auðvelda starfið verulega þar sem honum sé gert að halda utan um allar þær upplýsingar sem starfs- menn Ritara þurfa að hafa til að geta svarað fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér símsvörunarþjónustu fyrirtækis- ins. Ingibjörg segir styrkinn ákveðna viðurkenningu á gæðum verkefn- isins og virkni hugbúnaðarins sem mun bæta gæði og virkni símsvör- unar til muna þegar hann verður fullgerður. Vilja opna útibú erlendis Fyrirtækið Ritari.is var stofnað 2008. Ingibjörg segir fyrirtækið hafa vaxið hægt en sé skuldlaust og hafi því eingöngu vaxið af rekstrarfé. „Við erum stöðugt að leita að hug- myndum til að fyrirtækið geti hald- ið áfram að vaxa. Við vildum komast upp á næsta þrep og þetta var ein af þeim hugmyndum sem komu upp,“ segir hún. Ingibjörg segir að þró- un og smíði kerfisins sé komin vel af stað. Hugbúnaðurinn sé hann- aður með það fyrir augum að hann uppfylli þarfir hvers fyrirtækis fyrir sig. „Hann er í raun sérsniðinn að þörfum okkar viðskiptavina og gef- ur okkur í framhaldinu möguleika á að opna svona þjónustuver hvar sem er. Hugbúnaðurinn er nánast tilbú- inn. Það á aðeins eftir að slípa það til en við vonumst til að ná að innleiða þetta nýja kerfi í sumar og að allt verði tilbúið í haust. Þá er hægt að snúa sér að næsta skrefi og gera við- skiptaáætlun fyrir næsta markað.“ Ingibjörg segir að til standi að sækja aftur um styrk þegar búið er að innleiða kerfið og sníða alla van- kanta af því. „Okkur langar að opna lítið útibú annað hvort í Skandi- navíu eða Bretlandi, sem Ritari hér heima geti bakkað upp. Það þarf ekki mikla yfirbyggingu til viðbót- ar í svona útibú erlendis og því ætti að vera auðvelt að halda áfram að stækka fyrirtækið hérna heima með því að manna útibú erlendis að hluta til með starfsfólki búsettu á Íslandi og þá sér í lagi á Akranesi. grþ Þróa sérsmíðaðan hugbúnað í símsvörun Ingibjörg Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Ritara.is.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.