Skessuhorn - 01.07.2015, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201534
ekki verjandi að gera slíkan samn-
ing vegna bágrar fjárhagsstöðu bæj-
arsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn fékk
hreinan meirihluta á Akranesi í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum. Ekki
var skipað í ritnefnd um Sögu Akra-
ness að loknum þeim kosningum. Í
ljósi þess og bókunar Einars á sínum
tíma þarf því ekki að koma á óvart
þó núverandi meirihluti bæjarráðs
hafi lítinn áhuga á að halda ritun
Sögu Akraness áfram og aflýsi því
ritunarsamningi fyrri meirihluta.
Afhendir frumgögn
Gunnlaugur Haraldsson segir að
þegar liggi fyrir ófrágengið hand-
rit að Sögu Akraness sem spanni
19. öldina. „Þetta er handrit sem
ég lauk árið 2004 en hefur að miklu
leyti legið óhreyft síðan, eða í ein 12
ár. Það eru í því gloppur og þarf að
samræma það við hin tvö bindin.
Ég hófst handa eftir að bindin tvö
komu út 2012 og var búinn að end-
urskoða og umskrifa part af þessu.
Eftir er tæplega árs vinna í því að
búa þetta til prentunar. Planið var
að drífa þetta af og koma þessu efni
út þannig að Saga Akraness lægi
fyrir til ársins 1900. Reyndar er
þetta handrit það mikið að vöxtum
að sennilega hefði 19. öldin orðið
tvö bindi.“
Nú er hins vegar ljóst að litlar
líkur eru á að það verði af útgáfu
þessa rits. Gunnlaugur Haraldsson
segir að verki hans við ritun Sögu
Akraness sé nú lokið, hvað sem síð-
ar verði. „Ég er að flokka, skrá og
pakka niður heimildum sem ég hef
notað við það sem átti að verða
þriðja bindið. Ég hef því í samráði
við núverandi bæjaryfirvöld ákveð-
ið að skila öllu því efni á héraðs-
skjalasafnið á Akranesi. Þetta eru
að stofninum til ljósrit frumgagna
og telja eitthvað á annað hundr-
að bréfabindi eða möppur,“ seg-
ir hann.
Heldur sjálfur
handritinu
Að sögn Gunnlaugs mun þetta hand-
rit að 19. aldar sögu byggðar á Akra-
nesi nú bíða síns tíma, óaðgengi-
legt öðrum til afnota þannig séð.
Hann muni eðlilega ekki láta það af
hendi ófrágengið af sinni hálfu öðr-
um til afnota, enda tilheyri það hon-
um samkvæmt lögum um höfunda-
rétt. „Ég kæri mig ekki um að fólk sé
að vinna með ófrágengið handrit og
vitna síðan í það. Þetta er mín höf-
undarsmíði þó hún hafi verið kostuð
af bænum. Vissulega eru þetta leið
endalok. Allir vilja sjá sitt barn fæð-
ast. Vonandi er þetta þó bara tíma-
bundið og að menn taki upp þráð-
inn aftur þegar hagur þeirra vænk-
ast. Það hafa svo sem komið hlé í
vinnslu þessa verks áður. En ég ótt-
ast samt að þetta fari forgörðum þó
ég ætli ekkert að spá í það hvernig
menn ætla að taka á þessu í framtíð-
inni.“
Sjálfur hefur Gunnlaugur ver-
ið önnum kafinn undanfarin miss-
eri við að skrifa sögu kirkna í Hafn-
arfirði. Hún kom út á dögunum í
þremur stórum bindum. „Nú er ég
að kasta mæðinni eftir sögu Hafnar-
fjarðarkirkju. Ég ætla að leyfa sumr-
inu að líða áður en ég tek stefnuna
á ný verkefni. En það virðist nokk-
uð ljóst að Akranessaga er ekki þar á
kortinu.“ mþh
Þótt vetrarstarfi Kvenfélags Borgar-
ness sé lokið hefur verið nóg að gera
hjá kvenfélagskonum í júnímánuði.
Þá fer fram aðal fjáröflun félagsins
og er fénu varið til ýmissa líknarmála.
„Að venju fóru 17. júní hátíðarhöldin
fram í Skallagrímsgarði. Þar sáum við
um kaffisölu, líkt og verið hefur síð-
ustu áratugi. Einnig sér kvenfélgið
um að velja fjallkonuna, æfa upplest-
urinn á ljóðinu sem hún flytur og að
skrýða hana. En félagið á skautbún-
inginn sem hún skrýðist. Þetta árið
var Hera Hlín Svansdóttir fjallkona.
Síðastliðinn laugardag, þegar Brák-
arhátíð var haldin hér í Borgarnesi,
þá sáum við kvenfélagskonur um
dögurðinn (morgunverðinn), sem var
framreiddur á íþróttasvæðinu fólki að
kostnaðarlausu. Fyrirtæki í matvæla-
iðnaði, kvenfélagið, verslanir og fleiri
fyrirtæki í Borgarbyggð og víðar gáfu
matinn sem borinn var á borð. Hátt
á fjórða hundrað manns nutu dög-
urðarins í sól og blíðu. Félagið þakk-
ar öllum þeim sem gáfu mat og lögðu
hönd á plóg til að gera þetta mögu-
legt,“ segir í tilkynningu frá Kvenfé-
laginu í Borgarnesi. mm
Ýmis verkefni
Kvenfélags
Borgarness
Fjallkonan að þessu sinni var Hera Hlín
Svansdóttir. Kvenfélagskonur skrýða
fjallkonuna hverju sinni í Borgarnesi.
Fleiri bindi koma ekki út af Sögu
Akraness að sinni. „Það var ekki gert
ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í
síðustu fjárhagsáætlun og ég á ekki
von á að það verði heldur settir fjár-
munir í það nú í haust. Ég reikna
með að bæjarráð taki formlega
ákvörðun um framhald verkefnis-
ins seinna í sumar og að þetta verði
niðurstaðan,“ segir Regína Ásvalds-
dóttir bæjarstjóri Akraness. Hún átti
á dögunum fund með Gunnlaugi
Haraldssyni sem unnið hefur að rit-
un Sögu Akraness þar sem honum
var tilkynnt staða mála.
Árið 2011 komu út fyrstu tvö bindi
Sögu Akraness sem náðu til loka 18.
aldar. Þá lá fyrir að heildarkostnaður
vegna söguritunarinnar næmi tæp-
lega 85 milljónum króna. Verkefnið
var umdeilt. Ári síðar gekk meiri-
hluti þáverandi bæjarráðs Akranes-
kaupstaðar (Samfylking, Framsókn-
arflokkur og Vinstri græn) síðan frá
nýjum samningi við Gunnlaug um
ritun þriðja bindis sögu Akraness
sem átti að fjalla um 19. öldina. Sá
samningur hljóðaði upp á 14 millj-
ónir króna og náði til þriggja ára.
Einar Brandsson bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi í
bæjarráði sem þá sat í minnihluta lét
þá bóka andmæli þar sem hann taldi
Saga Akraness er aðeins komin út til
loka 18. aldar. Auglýsingamynd frá
því þegar bindin tvö voru gefin út árið
2011.
Ritun Sögu Akraness sett á ís
Gunnlaugur Haraldsson.
Í Fossatúni í Borgafirði voru nýver-
ið tekin í notkun svokölluð timbur-
tjöld, um 11m2 upphituð smáhýsi.
Svefnpláss fyrir tvo er í hverju hýsi,
nettenging og fleira. „Við kláruð-
um að setja þetta upp núna í vor.
Eftir tíu ára rekstur ákváðum við
að staldra við, líta til framtíðar og
fannst ekki réttlætanlegt að standa
í frekari fjárfestingu í tjaldsvæðis-
rekstri í ljósi þess að samkeppn-
in er meira og minna við sveitarfé-
lög og ríki sem greiða niður rekstur
tjaldsvæða. Þetta var því spurning
um að finna annan kost eða hætta,“
sagði Steinar Berg Ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri Fossatúns, í samtali
við Skessuhorn. „Ég fór og skoðaði
á internetinu, þar sem maður finnur
öll svörin. Þar sá ég að þessi nýjung
var að ryðja sér til rúms í Evrópu,
að bjóða upp á „camping pods“ eða
timburtjöld, þar sem aðstaðan getur
verið annað hvort mjög hrá eða að-
eins nútímalegri með því að leggja
hita og rafmagn í rýmin.“ Steinar
segir að í Fossatúni hafi síðari leið-
in verið farin. Hvert timburtjald sé
svefnpokapláss fyrir tvo með tveim-
ur rúmum með góðum dýnum, hita,
rafmagni og nettengingu.
„Við smíðuðum eitt svona hús í
hlöðunni í vetur til að sjá hvernig
það kæmi út og settum svo upp fjög-
ur hús núna í maí og júní. Við aðlög-
uðum þessi hús íslenskum aðstæð-
um með því að einangra vel grunna
og gólf. Þetta er mjög skemmtileg-
ur valkostur í gistingu. Hátt er til
lofts, um 260cm og rúmt. Maður
þarf aldrei að beygja sig undir súð
eða neitt svoleiðis. Dýnurnar eru
úr hágæðaefni sem andar en hleypir
ekki bakteríum í gegnum sig og það
fer mjög vel um mann í þessu rúm-
stæði,“ segir Steinar. „Strax í upp-
hafi var ákveðið að þetta yrði hag-
stæður valkostur fyrir fólk. Verð-
ið er 7.500 krónur eða um 50 evrur
fyrir nóttina og allt innifalið sem ég
nefndi áðan auk aðgengis að pott-
um, sturtum og þeirri afþreyingu
sem er hér á svæðinu,“ bætir hann
við.
Fyrir tveimur vikum var sala haf-
in á gistingu í tveimur smáhýs-
anna á airbnb.com og nú er unnið
að því að koma á sölu gegnum bo-
oking.com, sem Steinar segir vera
langstærsta söluaðilann í gistingu í
Fossatúni. Auk þess hefur fólk sem
átt hefur leið um valið þennan kost.
„Við ákváðum að setja þetta ekki í
sölu fyrr en allt saman væri tilbúið
og búið að leysa alla byrjunarörð-
ugleika sem kynnu að koma upp.
Enda hafa viðtökurnar bara verið á
einn veg. Fólk er yfir sig ánægt og
sérstaklega með það hvað þetta er
hagstætt. Pantanirnar hafa verið að
hellast yfir okkur gegnum airbnb.
com,“ segir Steinar.
Tónlistartenging
alltaf til staðar
Utan þess að bjóða upp á nýja gisti-
möguleika segir Steinar að fram-
undan í ferðaþjónustunni í Fossa-
túni sé að endurnýja tengingu stað-
arins við tónlistina. „Það eru tón-
leikar hér á föstudaginn. Sigurgeir
Sigmundsson gítarleikari er að gefa
út sína fyrstu sólóplötu og ætlar að
halda hér tónleika ásamt Drauma-
bandinu. Síðan ætlar sveitahljóm-
sveitin mín, Grasasnar að spila hér
í hverri viku í sumar,“ segir Steinar
en hljómsveitin spilar vel að merkja
aðeins í Fossatúni. „Við köllum
þetta opnar æfingar. Við höfum æft
hér á veturna og ákváðum að halda
því bara áfram yfir sumartímann.
Fólki er velkomið að vera með okk-
ur í salnum á æfingu með okkur um
leið og það fær sér mat eða drykk og
má koma með ábendingar um það
sem betur má fara,“ segir Steinar
léttur í bragði. „Lifandi músík er að
festa sig í sessi á ný hér í Fossatúni,“
bætir hann við að lokum.
kgk
Timburtjöld tekin í notkun í Fossatúni
Séð inn í tvískipt rými timburtjaldsins.
Í hverju þeirra er rúmstæði fyrir tvo,
hiti og rafmagn auk nettengingar.
Eitt hinna nýju smáhýsa, eða timburtjalda, í Fossatúni í Borgarfirði. Hvert hýsi er
um 11m2 með 260cm lofthæð.
Nafn: Hulda Hrönn Sigurðar-
dóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Bý ásamt
eiginmanni mínum og þremur
unglingum í Geirshlíð í Flókadal.
Starfsheit/fyrirtæki: Fram-
kvæmdastjóri gistihúss.
Áhugamál: Námsefnisgerð,
handavinna og dýrin mín.
Vinnudagurinn: Sunnudagurinn
28. júní 2015.
Klukkan hvað vaknaðir þú og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Vaknaði kl. 6:15 og það fyrsta
sem ég gerði var að blanda aloe
vera safa í vatn og setjast við tölv-
una og fara yfir bókanir og fréttir.
Hvað borðaðir þú í morgunmat?
Weetabix með undanrennu.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég fór gangandi í vinn-
una kl. 7.
Fyrsta verk í vinnunni: Útbúa
morgunmat.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Leiðbeina gestum varðandi ferðir
og fara yfir kortin með þeim.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Var
að þrífa herbergi og ganga frá í
gistihúsi.
Hvað varstu að gera klukkan 14?
Ennþá að ganga frá í gistihúsinu.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Það
síðasta var að þvo þvott og taka
úr uppþvottavélinni. Ég er allt-
af í vinnunni svo
ég hætti í raun
aldrei.
Hvað gerðirðu
eftir vinnu? Fór
út að bera á skjól-
grindverk í kring
um veröndina.
Hvað var í kvöldmatinn og hver
eldaði? Pizzabrauð sem Beta dótt-
ir mín sá um.
Hvernig var kvöldið? Mjög gott,
tók snemma á móti síðustu gestum
og fór á hlaupabrettið. Beta bauð
okkur, foreldrum sínum, í bíltúr
í tilefni þess að hún fékk bílpróf-
ið í síðustu viku. Við fórum yfir
Grjótháls og þaðan að Svartagili
og áfram inn í Þverárhlíð, frábært
útsýni.
Hvenær fórstu að sofa? Kl.
23:30.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að sofa?
Ég enda alltaf daginn á því að lesa.
Hvað stendur upp úr eftir dag-
inn? Bíltúrinn með Betu og
skemmtilegir túristar. Það er allt-
af svo gaman að hitta túrista sem
koma alls staðar að úr heiminum. Í
dag fengum við til okkar gesti sem
hafa komið til okkar áður og það er
alltaf gaman.
Eitthvað að lokum? Vonandi
verður sumarið gott hér hjá okkur
á Vesturlandi.
Dag ur í lífi...
Framkvæmdastjóra gistihúss