Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Page 36

Skessuhorn - 01.07.2015, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201536 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Við viljum byrja á að óska Akurnes- ingum til hamingju með þá fjölmörgu íþróttaviðburði sem eru haldnir í bænum okkar allan ársins hring. Dug- ar þar að nefna glæsilega fimleikasýn- ingu í íþróttahúsinu við Vesturgötu, Akranesleika í sundlauginni að Jaðar- sbökkum og velheppnað Norðuráls- mót sem dró hingað þúsundir gesta. Framundan er Íslandsmót í golfi sem mun án vafa kalla á mikla athygli fjöl- miðla og annarra aðila. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna sem sýna svo ekki verður um villst að starf íþrótta- hreyfingarinnar á Akranesi er öflugt. Almenningsíþróttir og aukin heilsu- efling fær sífellt aukið vægi í starfinu. ÍA á gott og vaxandi samstarf við önn- ur félög og stofnanir á þessu sviði. Í þessu sambandi má nefna HVER, heilsugæsluna, FEBAN og fleiri. Auk góðra íþróttamannvirkja eru náttúru- legar aðstæður óvíða betri en hér til að stunda almenna heilsueflingu. Garða- lundur, Langisandur, Akrafjall, Kal- mansvík og fleiri staðir eru hreinar náttúruperlur sem við þurfum að læra að njóta betur. Við Akurnesingar eigum afreksfólk í flestum greinum íþrótta. Við höf- um átt landsliðsmenn í sundi, knatt- spyrnu, golfi, fimleikum, keilu o.s.fv. Okkar fulltrúar hafa unnið til fjöl- margra verðlauna og nánast í hverri viku er íþróttamaður frá Akranesi á verðlaunapalli í einhverri íþrótt. Allir þessi fulltrúar æfa og keppa með stolti fyrir hönd ÍA og Akraness. Við eigum þó ekki bara afreksfólk í íþróttum heldur einnig forystumenn og þjálfara. Úr okkar bæjarfélagi kem- ur fólk sem fer fyrir sérsamböndum íþróttagreina, þjálfara sem stýra lands- liðum og fólk sem hefur verið kallað til ábyrgðarstarfa fyrir íþróttahreyf- inguna á Íslandi. Innan vébanda ÍA eru í dag um tvö- hundruð manns sem sinna stjórnunar- og nefndastörfum. Allt þetta fólk gef- ur vinnu sína og leggur með gleði fram starfskrafta og sérþekkingu fyrir bæj- arfélagið okkar. Við eigum öll að virða og lofa starf sjálfboðaliðans. Íþrótta- hreyfingin stendur og fellur með sjálf- boðaliðum sem leggja árlega fram þúsundir vinnustunda til þess eins að efla íþrótta- og félagsstarf á Akranesi. Þetta fólk hefur metnað og framtíð- arsýn fyrir heilsueflandi samfélag, vill skapa börnum sínum og annarra heil- brigt og mannbætandi umhverfi. Þessi afstaða er virðingarverð. Í huga almennings á Íslandi er Akranes þekkt fyrir öflugt íþróttastarf. Lengi vel var knattspyrnan þekktust en nú síðari ár hafa fleiri aðildarfélög og íþróttagreinar lagt sitt á vogarskál- arnar til að kynna bæjarfélagið okkar. Íþróttabandalag Akraness er banda- lag átján íþróttafélaga sem í samein- ingu mynda sterka heild. Í fáum bæj- arfélögum eru stundaðar fjölbreyttari íþróttagreinar en einmitt hér. Sum- ir vilja meina að samkeppni milli íþróttagreina sé hindrandi og hags- munir ólíkir. Við sem störfum inn- an hreyfingarinnar leggjum þó meira upp úr að vera samtaka og sameinuð undir einu merki ÍA fyrir samfélagið á Akranesi. Akraneskaupstaður hefur um lang- an tíma fjárfest mikið í íþróttastarfi og er það vel. Þessar fjárfestingar eru hagkvæmar og hafa skilað sér ríkulega í öflugu samfélagi. Fjölmargir hafa einmitt valið sér búsetu í bæjarfélag- inu þar sem hér er gott íþrótta- og skólastarf. Framundan eru enn frekari fjárfestingar því bæjarbúum fjölgar og núverandi íþróttamannvirki anna eng- an veginn þeirri notkun sem fer fram í mannvirkjunum. Til að skilja betur umsvif íþrótta- starfsins má nefna að: • Tæplega 37% bæjarbúa eru iðkend- ur hjá ÍA. • Alls eru um 8.800 skipulagðir íþróttatímar á ári eða rúmir 24 hvern einasta dag. • Samkvæmt skráningu koma um 365 þúsund manns, gestir og iðkendur, í íþróttamannvirkin á hverju ári. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sjá sem betur fer hag sinn í að styrkja íþróttastarf á Akranesi og er þeirra framlag þakkað sérstak- lega. Íþróttahreyfingin skilar einn- ig miklu til samfélagsins og lang- ar okkur að benda á í því samhengi að: • ÍA skiptir við fyrirtæki og stofananir á Akranesi fyrir tugi milljóna á hverju ári. • ÍA greiðir milljónir í fasteigna- og aðstöðugjöld. • ÍA er fyrirferðarmikið í hagkerfi bæjarins en velta bandalagsins er rúm- ar 300 milljónir á ári. • Íþróttahreyfingin er skilvís launa- greiðandi. Laun og verktakagreiðslur ÍA eru rúmar 100 milljónir á ári. • 2300 iðkendur æfa og keppa undir merkjum ÍA í um eitt hundrað æfinga- hópum. • ÍA er mikið hreyfiafl og skipulagðir íþróttaviðburðir í bæjarfélaginu skipta hundruðum á hverju ári. • ÍA er í forystu þeirra sem stuðla að auknum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl ungmenna á Akranesi. Við sem höfum verið valin til for- ystu fyrir Íþróttabandalag Akraness verðum þess rækilega vör að almenn- ingur hefur mikinn metnað fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar. Við þökkum fyrir mikla hvatningu og aðhald og lofum að leggja okkur öll fram í störf- um fyrir bandalagið. Framundan eru mörg stór verkefni, s.s. átak í heilsu- eflingu fyrir almenning, 70 ára af- mæli ÍA sem verður minnst á margvís- legan hátt, uppbygging afreksíþrótta- brautar við Fjölbrautaskóla Vestur- lands o.m.fl. Við skorum á alla bæjar- búa að leggja íþróttastarfi á Akranesi lið og við tökum fagnandi á móti nýj- um félagsmönnum. Það er mikilvægt að sameinast um stuðning við áfram- haldandi uppbyggingu íþróttamann- virkja. Slíkt er ekki „styrkur“ til ein- hvers heldur miklu frekar fjárfesting til framtíðar. Fjárfesting sem er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir bæði upp- eldisstarf og afreksstarf. Velgengni í starfi Íþróttabandalags Akraness hefur órjúfanlega tengingu við vöxt samfélagsins okkar. ÍA og Akranes eru í raun eitt og hið sama. Verum gul og glöð því ÍA er klárlega þar sem hjarta Akraness slær. Með íþróttakveðju, Sigurður Arnar Sigurðsson, formaður ÍA Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, varaformaður ÍA ÍA - Þar sem hjarta Akraness slær Pennagrein Nýlega fengu Háskólinn á Bif- röst og Sveitarfélagið Borgarbyggð styrk úr Norðurslóðaáætlun Evr- ópusambandsins (NPA) til að þróa nýja þjónustu í sveitarfélaginu. Um er að ræða samstarfsverkefni há- skóla, sveitarfélaga, samtaka sveit- arfélaga og svæðisskrifstofa í þátt- tökulöndunum. Hér er á ferðinni þriggja ára þróunarverkefni í ný- sköpun í opinberri þjónustu með notkun tækni og netlausna. Írland, Svíþjóð, Finnland og Noregur taka þátt ásamt Íslandi en áherslan er á lausnir í heilbrigðis-, skipulags- og umhverfismálum. Í Borgar- byggð verður hannaður íbúavefur, þar sem upplýsingar um umhverf- is- og skipulagsmál verða gerð að- gengileg. Auk þess geta íbúar tekið þátt með beinum hætti í þróun og skipulagi svæða í gegnum vefinn. Mikil áhersla er lögð á þátttöku notenda þjónustunnar og fræðslu við innleiðingu, segir í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst og Borg- arbyggð. mm Ljósmyndari rakst á þessa skemm- tilegu bíla í Ólafsvík á dögunum. Þetta eru 50 ára gamlir bílar á þremur hjólum af gerðinni Velo- rex. Þessir bílar voru framleiddir í þáverandi Tékkóslóvakíu frá því á sjötta áratug síðustu aldar til ársins 1971. Bílstjórarnir fjórir koma frá Tékklandi og ætla að aka bílunum hringinn í kringum Ísland. Þeir voru hinir hressustu þegar þeir voru að dytta að þessum merku fornbílum sínum fyrir næsta áfanga leiðarinn- ar. Ljósm. þe. Ný kynslóð stjórnsýslu þróuð í Borgarbyggð og á Bifröst Þátttakendur í samstarfsverkefninu koma meðal annars frá Bifröst og Borgar- byggð. Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.