Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 12

Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201512 Nú standa yfir framkvæmdir við nýja vatnsaflsvirkjun í Svelgsá í Helgafellssveit. Hún á að heita Mosvallavirkjun „Við höfum verið að störfum hér síðan í byrjun júní. Þá var gerður vegslóði hingað upp með ánni. Nú erum við að leggja aðfallspípuna niður að túrbínunni. Pípan er 1.780 metra löng og 600 millimetrar í þvermál. Hún verð- ur öll í jörðu og ekki sýnileg. Fall- hæðin á vatninu verður 150 metr- ar. Skipavík í Stykkishólmi er svo að smíða 100 fermetra stöðvarhús þar sem raforkuframleiðslan mun fara fram. Þetta hús verður mjög smekklegt, húðað að utan með svörtum steinefnum þannig að það mun samsvara sér mjög vel með landinu og hrauninu sem er hér í nágrenninu. Við reynum að skipta sem allra mest við heimamenn hér í Stykkishólmi og nágrenni á með- an framkvæmdum stendur,“ segir Ásgeir Mikkaelsson framkvæmda- stjóri. Hann hefur umsjón með daglegum framkvæmdum við gerð hinnar nýju Mosvallavirkjunar. Ný aðferð á Íslandi Ásgeir segir að hönnun Mosvalla- virkjunar sé nýmæli á Íslandi. Sett- ar eru upp sérstakar inntaksstíflur fyrir pípu virkjunarinnar sem eru mjög fyrirferðarlitlar. Þetta er mik- ill munur frá því sem hefur tíðkast hingað til, þegar vatnsaflsvirkjan- ir eru annars vegar, þar sem menn hafa búið til stórar stíflur og lón sem fært hafa land og kaf og þann- ig breytt ásýnd umhverfisins. „Þessi aðferð sem við notum hér er köll- uð Coanda-aðferðin. Við notum hana hér í samvinnu við Orkusjóð og Verkís. Þessi nýja aðferð til að safna vatni er mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með hvernig hún gefst. Coanda-aðferð- in byggir á því að sett er smástífla í ána. Svo rennur yfirfallið af þessari stíflu yfir rist og í stokk sem síðan leiðir það í pípuna. Þetta er þann- ig miklu minna inngrip í náttúr- una heldur en þegar virkjað er með hefðbundnum hætti. Coanda-að- ferðin hefur meðal annars verið notuð í Noregi og í Kanada,“ út- skýrir Ásgeir. Hann bætir við að ef þessi aðferð reynist vel í Svelgsá gæti hún opnað möguleika á virkj- unum í minni ám víða um land. Kjartan Steinbeck, rafmagns- tæknifræðingur hjá fyrirtækinu Afli og orku, telur að Mosvallavirkjun sé mjög góð viðbót í flóru lítilla virkj- ana á Vesturlandi. „Þegar hún verð- ur komin í gagnið þá verða fjórar minni virkjanir á Snæfellsnesi. Það eru Rjúkandavirkjun við Ólafsvík, Múlavirkjun við Vatnaleið, Lind- arvirkjun í landi Gríshóls í Helga- fellssveit og svo Mosvallavirkjun. Rekstur þessara virkjana þýðir að ef meiriháttar bilanir verða í flutn- ingskerfi Landsnets fyrir rafmagn, eða það er óvirkt vegna viðhalds, þá geta þessar virkjanir komið inn og annað orkuþörf á stærstum hluta Snæfellsness. Í framtíðinni sjáum við svo að flutningur verði minni í kerfinu og það dregur úr orkutapi. Mér finnst mjög jákvætt að hægt sé að bæta inn svona minni virkjunum í orkukerfi landsins,“ segir Kjartan. Tilbúin í haust Mosvallavirkjun í Svelgsá á að standa tilbúin á haustmánuðum. Hún mun framleiða raforku sem fer inn á dreifikerfi RARIK. Kaup- andi orkunnar er HS Orka. Sjálf virkjunin er svo í eigu fyrirtækis sem heitir AB fasteignir. „Við höf- um leyfi til að nota að hámarki 700 sekúndulítra af vatni úr Svelgsánni. Vatnið er leitt um pípuna þessa tæpu tvo kílómetra og síðan skilað aftur út í ána. Virkjunin ætti þannig að framleiða um 800 kílóvattstund- ir af raforku. Vatnsmagnið sem við munum nota verður svo lítið að það mun ekki sjást neinn teljandi mun- ur á ánni á þessum kafla sem vatnið er tekið úr henni um sumartímann. Það er eitthvað minna vatn í henni á veturna en þó ekki mikið. Þessi á er mjög köld enda vatnið í henni að mestu leyti snjóbráð af hálendinu hér fyrir ofan. Það er enginn fiskur í ánni hér uppfrá. Umhverfisáhrif- in af virkjuninni verða hverfandi,“ segir Ásgeir Mikkaelsson. Staðið hefur til að hefja fram- kvæmdir við að virkjun í Svelgsá allar götur síðan 2008. Virkjunin er umdeild og framkvæmdin var á sín- um tíma kærð. Haustið 2012 kvað Skipulagsstofnun upp þann úr- skurð að allt að 800 kílóvatta virkj- un í Svelgsá í Helgafellssveit væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverf- isáhrifum. Hlífa umhverfinu eftir megni Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa þrátt fyrir þetta lýst þungum áhyggjum vegna virkjunarfram- kvæmdanna. Þau óttast að þær geti skaðað vatnsból Stykkishólmsbúa sem eru í grennd við virkjunina. „Það er ekkert óeðlilegt þó fólk sé á varðbergi vegna framkvæmda rétt við vatnsverndarsvæði. Ég vil þó benda á að erum ekki beint á vatnsverndarsvæði Stykkishólms. Hingað hafa komið jarðfræðingar og fleiri sérfræðingar sem þekkja vel til, hafa lagt mat á þetta og sagt að framkvæmdir væru ekki ógn við vatnsverndarsvæðið. Það stendur í halla og við erum í honum neð- an við vatnsverndarsvæðið og sjálft vatnsbólið. Jafnvel þó við misstum niður olíu hér þá kæmist hún aldrei á vatnsverndarsvæðið því við erum neðan þess. Efni renna ekki upp í móti,“ segir Ásgeir. Hann segist sjálfur hafa reynslu af því að starfa við virkjunar- framkvæmdir á viðkæmum svæð- um. „Ég vann við að gera virkj- un í Seyðisfirði. Þar voru við all- an tímann ofan í vatnsverndar- svæði bæjarins. Það var auðvitað vandasamt og við þurftum að passa okkur afar vel. Við svona aðstæð- ur þarf auðvitað að fara að öllu með gát,“ segir Ásgeir. Hann ít- rekar að reynt verði að valda sem minnstu raski við gerð virkjunar- innar í Svelgsá. „Þegar við höfum lokið framkvæmdum hér þá verður gengið frá landinu þannig að um- merki verði sem allra minnst. Til að mynda verður vegaslóðinn sem við leggjum hér með ánni fjarlægð- ur,“ segir Ásgeir Mikkaelsson. mþh Nýstárleg virkjun reist á Vesturlandi Í síðustu viku var unnið við að koma fyrir aðfallspípu Mosvallavirkjunar. Pípunum var skipað upp úr flutningaskipi í Stykkishólmi í lok júní síðastliðnum. Ásgeir Mikkaelsson við störf á virkjunarsvæðinu.Pípan er hulin vikri og síðan verður mokað yfir hana jarðvegi sem síðar grær. Vatnsból Stykkishólmsbæjar er skammt frá þar sem stöðvarhús Mosvallavirkjunar verður. Framkvæmdir eru hafnar við að byggja stöðvarhúsið. Verktaki við það er Skipavík í Stykkishólmi. Mikil náttúrufegurð er við Svelgsá. Hún er kristaltær bergvatnsá sem sækir vatn sitt frá úrkomu og snjóbráð úr Ljósufjöllum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.