Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Side 16

Skessuhorn - 22.07.2015, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201516 Sigríður Erla Guðmundsdóttir leirkerasmiður og eigandi Leir 7 í Stykkishólmi: „Enginn hafði spurt íslenska leirinn hvað hann vildi vera“ Við Aðalgötu 20 í miðjum Stykkis- hólmsbæ stendur hvítt hús á tveim- ur hæðum. Stórar dyr á hlið þess benda til þess að þarna sé einhvers konar atvinnuhúsnæði. Skilti á veggnum segir hins vegar að þarna sé til húsa starfsemi sem kallast Leir 7. Þegar litið er inn fyrir kemur í ljós að hér eru fjölbreytt umsvif. Húsnæðið geymir vinnustofu og gallerí Sigríðar Erlu Guðmunds- dóttur. Hún er leirkerasmiður og vinnur nánast eingöngu úr íslensk- um leir. Þarna má líka sjá hvernig leirinn verður að keramiki. Einn- ig stendur nú yfir áhugaverð og skemmtileg myndlistasýning sem nefnist Núningur-Snúningur. Við tókum hús á Sigríði Erlu í Leir 7. Margt að skoða Við skoðum bæði húsakynnin og sýninguna hjá Leir 7. Þarna er margt góðra gripa. Sýningin vek- ur athygli. Hún byggir á því að átta myndlistamenn hafa hver um sig valið einn keramikhlut til að vinna út frá í tvívíða mynd á vegg. Ker- amikið sem er hvati myndanna er á sýningunni. Áhugavert er að sjá og upplifa hve ólíkt myndlistar- mennirnir nálgast hinn þrívíða hlut sem stendur hjá. Sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson en hann valdi saman hópinn sem sýnir hér. „Síðast liðin þrjú sumur hefur Leir 7 staðið fyrir sýningum. Allir sýn- endur hafa átt það sameiginlegt að vinna verkin með eigin höndum í það efni sem þeir best þekkja. Að- aláhersla hefur þó verið á keramik. Þetta eru ekki sýningar á ákveðinni hönnun heldur verk einstaklinga,“ segir Sigríður Erla. Það er hásumarsíðdegi í Stykkis- hólmi, bærinn er fullur af ferðafólki, bæði innlendu og erlendu. Augljóst er að Leir 7 er vinsæll viðkomu- staður. Fólk kemur stöðugt, skoð- ar sig um, verslar, kveður og fer. En hver er Sigríður Erla? „Ég ólst upp í Kópavogi og bjó lengst af í Hafn- arfirði. Nám mitt í leirlist stundaði ég við keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans í Reykjavík. Þetta nám var lagt niður árið 2000 þegar Listaháskóli Íslands var stofnaður. Myndlistaskólinn í Reykjavík hóf kennslu í keramiki nokkrum árum síðar. Ég kenndi þar um tíma. Það er ánægjulegt að sú starfsemi skól- ans skuli blómstra í dag og seg- ir kannski nokkuð um endurnýjað- an áhuga á þessu listformi og hand- verki,“ segir Sigríður Erla. Draumur um æðarvarp Árið 2008 urðu kaflaskil í lífi Sig- ríðar Erlu og eiginmannsins Gunn- ars Einarssonar. Þau ákváðu að flytja frá Hafnarfirði vestur í Stykk- ishólm. „Þetta átti sér ákveðinn aðdraganda,“ rifjar Sigríður upp. „Ég hafði alltaf átt mér draum um að vinna að æðarvarpi. Foreldr- ar mínir eru báðir uppaldir norð- ur á Ströndum. Þar var æðarvarp og ég ólst upp við sögur af því. Ég hafði kynnst þeim mikla lífs- kúnstner Steinólfi Lárussyni í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd. Hann átti leir á sinni jörð og ég hafði áhuga á íslenska leirnum sem hráefni eins og hann reyndar líka. Í framhaldi af því fregnuðum við hjónin að Tungueyjar í mynni Hvammsfjarð- ar væru til sölu. Þarna var ég 35 ára og ákvað að láta þennan draum minn um æðarvarp rætast áður en það yrði of seint. Árið 1990 keypt- um við Litlu-Tungueyjar og byrj- uðum að bjástra. Þar hófum við að hlúa að og byggja upp æðarvarp. Þetta var mikið bras. Við eignuð- umst gamlan bát sem við gerðum upp og byggðum hús. Svo feng- um við betri bát og þá fórum við að sigla í Stykkishólminn. Brátt sáum við að hér var staður sem gott var að vera á. Við ákváðum að setjast að hér í Stykkishólmi. Hvorugt okkar á hins vegar ættir að rekja hingað.“ Sigríður Erla segir að þau hlúi enn að æðarvarpinu í Tungueyjum. „Þegar við komum fyrst þá var lít- ið varp þarna. Minkurinn var bú- inn að höggva stórt skarð í lífrík- ið og hrekja kollurnar í burtu. Þeg- ar horft er um öxl í dag, þessum 25 árum síðar, má segja að varpið hafi stækkað jafnt og þétt. Í dag erum við að hafa um kíló af dún eftir sumarið. Þetta eru um 60 hreiður. En svona uppbygging verður ekki gerð á einni nóttu. Frekar á einni mannsævi,“ segir Sigríður Erla og brosir þolinmóð. Nýtti þekkingu sína á leirnum Stykkishólmur, Tungueyjar og æð- arvarpið samfara áhuga á leirmuna- gerð gerði allt það að verkum að ný hugmynd tók að fæðast. „Árið 2007 fæddist þessi hugdetta að ég skyldi nú safna saman kunnáttu minni á leirnum og gera eitthvað með hana. Þarna hafði ég kennt tilraunakúrsa með íslensk jarðefni í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Meðal þeirra var leirinn. Ég hugs- aði því enn og aftur eins og ég hafði gert með æðarvarpið á sínum tíma: „Það er nú eða aldrei, áður en ég verð of gömul. Því stofnaði ég Leir 7 gagngert til að hefja framleiðslu og sölu á munum framleiddum úr leirnum frá Ytri-Fagradal. Því fluttum við hingað vestur í grennd við það svæði þar sem leirinn er. Vesturland, eyjarnar í Breiðafirði, leirinn í Dölunum, - allt raðaðist þetta upp í eina mynd sem gerði það eðlilegt fyrir okkur hjónin að flytja í Stykkishólm. Fyrstu árin var ég með verkstæðið mitt í iðnaðar- húsnæði hér í útjaðri bæjarins. Fyr- ir einum þremur árum síðan var þessi gamla vélsmiðja hér við Aðal- götuna í Stykkishólmi, í alfaraleið nánast í miðjum bænum, auglýst til sölu,“ segir Sigríður. Hún segir húsið hreint ótrúlegt. Það sé byggt fyrir um 60 árum síð- an með mjög þykkum veggjum og burðarbitum úr steinsteypu. „Hér var hins vegar allt óupphitað, kalt og rakt. Við gerðum þetta í stand og hér hef ég verið síðan.“ Í dag eru húsakynnin mjög björt og snyrtileg í hvívetna. Nálgaðist leirinn með öðru hugarfari Kjarninn í starfi Leir 7 er íslenski leirinn og sérþekking Sigríðar Erlu Sigríður Erla Guðmundsdóttir fyrir utan Leir 7 í Stykkishólmi. Leirgerðarkonan við skúlptúr af tveimur mávum og þorskhausum sem hún gerði og færði Gunnari Einarssyni eiginmanni sínum í afmælisgjöf. Hér handleikur Sigríður Erla smjörskrínur sem hún framleiðir úr leirnum frá Ytri- Fagradal. Sumarliði Ásgeirsson var liðtækur í eldsmíðinni við Leir 7 á „heitri helgi“ sem var um síðustu helgi. Ljósm. eb. Leirmunir og eldsmiðirnir í baksýn. Ljósm. eb.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.