Skessuhorn - 22.07.2015, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201520
„Síðustu fjögur árin hef ég átt sam-
ræður við fólk um að nýta garðinn í
eitthvað, þannig að við höfum tal-
að um þetta svolítið lengi,“ sagði
Eiríkur Jónsson, félagi í Hollvina-
samtökum Borgarness, sem boð-
uðu til grillveislu í Skallagríms-
garði síðastliðið fimmtudagskvöld.
„Svo þegar við fréttum að RÚV
yrði á ferðinni þótti okkur ómögu-
legt að það væri ekkert að gerast
í bænum,“ bætir hann við, létt-
ur í bragði, en sjónvarpsþátturinn
Sumardagar var einmitt sendur út
í beinni útsendingu frá Borgarnesi
þetta kvöld.
Stemningin í Skallagrímsgarði
var óformleg og afslöppuð. Eng-
in skipulögð dagskrá var á með-
an grillveislunni stóð heldur fengu
hlutirnir bara að gerast af sjálfu
sér. Fólk mætti með garðstóla og
grillkjöt, naut veðurblíðunnar,
sýndi sig og sá aðra.
„Þetta er bara virkilega vel
heppnað. Það væri gaman að gera
þetta oftar,“ sagði Eiríkur þegar
veislunni var í þann mund að ljúka
og fólk farið að tínast heim á leið.
kgk
Grill og gaman í Skallagrímsgarði
Borgnesingar nutu veðurblíðunnar í Skallagrímsgarði.
Þessar stúlkur létu grillkjötið eiga sig, að minnsta kosti þegar þarna var komið við
sögu og gæddu sér þess í stað á vínberjum.
Harmonikkutónlist ómaði um Skallagrímsgarð.
Geir Konráð Theódórsson mætti í fullum víkingaskrúða og sagði börnunum sögur
á meðan þau biðu eftir matnum. Börnin fylgdust mörg mjög áhugasöm með spennuþrungnum sögum víkingsins.
Grillmetið borðað og allir glaðir.
Ekki máttu þó allir vera að því að hlusta á sögur, sumir voru upp-
teknir við klifur.
Sumir spiluðu kubb meðan þeir biðu eftir grillinu.Þessar vinkonur hlustuðu aftur á móti heillaðar á víkinginn.
Þeir allra yngstu létu sér fátt um finnast og lögðu sig í hálsakotinu.