Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Síða 21

Skessuhorn - 22.07.2015, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 21 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Lesari vik- unnar heitir Íris Petra og er níu ára. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa Virgil litla. Og hvernig var hún? Hún var mjög skemmtileg og fyndin. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegast að lesa? Bækur sem eru spennandi og svona æv- intýrabækur. Hvar er best að vera þeg- ar maður er að lesa? Í rúminu mínu. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Já, til dæmis Sigrúnu Eldjárn og bæk- urnar hennar þrjár um söfnin. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búin að ákveða mig, kannski íþrótta- kennari. Húsfyllir var um helgina í gamla íbúðarhúsinu að Fossá í Kjós í Hval- firði. Þar var haldin ljósmyndasýn- ing til að minnast Björgvins Guð- brandssonar bónda á Fossá. Sýnd- ar voru myndir frá heimilislífinu á bænum sem teknar voru á síð- ustu öld. Þessi sýning var haldin í tengslum við sveitahátíðina Kátt í Kjós sem fór fram á laugardag og var vel sótt. „Við höfum safnað saman ljósmyndum úr einkasöfn- um, bæði svarthvítum og litmynd- um, og setjum þær upp hér í gamla íbúðarhúsinu á Fossá. Svo er boðið upp á kaffi og með því í eldhúsinu í kjallara hússins þar sem svo marg- ir áttu leið um á árum áður,“ sagði Finnbogi Björnsson ljósmyndari frá Ingunnarstöðum en hann er einn þeirra sem skipulögðu sýn- inguna. Með fjárgleggri mönnum Björgvin á Fossá var fæddur í Hæk- ingsdal í Kjós 11. ágúst 1906 þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann þótti með eindæmum fjárglögg- ur maður, áhugamaður um hús- dýrahald og með næmt auga fyrir ástandi skepnanna, ekki síst sauð- fjár. Björgvin starfaði 1937-1939 á vegum sauðfjársjúkdómanefndar og fór um landið til að kanna út- breiðslu mæðiveiki. Vorið 1939 tók hann jörðina að Fossá í Hval- firði á leigu ásamt Helga bróður sínum. Seinna keyptu þeir jörðina. Bræðurnir kvæntust aldrei en héldu ráðskonur. Björgvin einbeitti sér að bústörfum á Fossá en Helgi starfaði mörg sumur í hvalstöð Hvals hf. Fossá var í alfaraleið þar sem veg- urinn um Hvalfjörð lá nánast um hlaðið þar til hann var færður nið- ur að sjó. Margir komu þar við og gestrisni þótti við brugðið. Heim- ilisfólkið á Fossá átti þannig fjölda vina og var þekkt víða um land. Gestabækur voru haldnar á bænum frá 1959 þar til yfir lauk og eru þær í dag mjög merkar heimildir um gestaganginn og umferðina land- veginn til og frá Vesturlandi. Margir muna Björgvin Sjálfur er Björgvin talinn einn eftirminnilegasti Kjósverjinn og Hvalfirðingurinn á 20. öld. Hann var sterkur persónuleiki sem vakti athygli, ekki síst þegar réttað var í Kjósarrétt, sem ávallt heyrði til stór- viðburða hvers árs. Enn í dag muna margir eftir Björgvini við fjárrag og hávær orðaskipti við sveitunga sína og ýmsa bændur víða að þar sem stutt var í glaðværðina. Helgi bróðir Björgvins lést 1967. Björgvin bjó áfram á jörðinni. Árið 1974 seldi hann jörðina Skógrækt- arfélagi Kjósarsýslu og Kópavogs en mátti búa á henni áfram á með- an hann kaus að gera slíkt. Sjálfur vildi hann sjá að Fossárjörðin yrði helguð skógrækt og í dag er þar myndarlegur skógur og fagurt úti- vistarsvæði. Björgvin lést á Reykja- lundi 9. janúar 1988. Sýningin um Björgvin á Fossá var opin bæði á laugardag og á sunnudag. Greini- legt var að margir nutu þess að koma að Fossá, hitta gamla vini og kunningja, rifja upp gamlar minn- ingar og fræðast um liðna tíma á þessum bóndabæ í íslenskri sveit. mþh Fjölsótt ljósmyndasýning um Björgvin bónda á Fossá í Hvalfirði Listakonan Metta Íris Kristjáns- dóttir opnaði myndlistar- og sölu- sýningu á verkum sínum í Fer- stikluskála í Hvalfirði um helgina. Metta Íris er fædd og uppalin í Ólafsvík en búsett syðra. Hún hef- ur áður sýnt á Vesturlandi, með- al annars í Átthagastofu Snæfells- bæjar fyrr í sumar. Nítján verk eru sýnd í Ferstikluskála og eru mörg með mótív frá Vesturlandi. mþh Eitt verkanna á sýningunni. Opnaði sýningu í Ferstikluskála Metta Íris við verk sín í Ferstikluskála. Björgvin Guðbrandsson bóndi á Fossá. Einn sýningargesta skoðar myndirnar í gamla húsinu á Fossá. Íbúðarhúsið stendur enn á Fossá en útihús eru horfin. Þar er nú skógrækt og fagurt útivistarsvæði. Fjöldi fólks kom og skoðaði sýninguna. Sveitahátíðin Kátt í Kjós var á laugardag og mikill mannfjöldi víða um sveitina svo sem við félagsheimilið Félagsgarð. Sýndar voru gamlar ljósmyndir af lífinu á Fossá, bæði svart- hvítar og í lit. Gestabækurnar á Fossá eru merkar heimildir um umferðina um Hvalfjörð. KERFISSTJÓRI ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar VS Tölvuþjónusta Starfssvið: • Rekstur tölvukerfa – uppsetningar, viðhald, þróun og rekstur. • Uppsetningar og viðhald á vinnustöðvum, öðrum vélbúnaði og hugbúnaði hjá viðskiptavinum. • Almenn þjónusta við viðskiptavini í afritun og hýsingu. Hæfniskröfur: • • Góð reynsla við rekstur tölvukerfa. • Þarf að vera sjálfstæð/ur og geta unnið undir álagi. • Nákvæm og öguð vinnubrögð. • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum. • Microsoft gráður og Linux-kunnátta eru kostir. VS Tölvuþjónusta er ungt og framsækið fyrirtæki í upplýsingatæknigeiranum og býður upp á spennandi Vinsamlegast sendið á Öllum umsóknum verður svarað SK ES SU H O R N 2 01 5 Esjubraut 49 | 300 Akranes | Sími: 575-9200

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.