Skessuhorn - 22.07.2015, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201524
verða flutt á þeim tónleikum, ásamt
öðru efni,“ segir Sigurgeir. Einnig
verður flutt verk eftir Sibelius, en
árið í ár hefði markað 150 ára fæð-
ingarafmæli finnska tónskáldsins.
„Þetta verður svona bland í poka.
Svo endum við á píanókvartett eft-
ir Schumann. Það er pínu svona
súkkulaðimoli, mjög fallegt verk og
ætti að renna ljúflega niður,“ bæt-
ir hann við.
Sigurgeir hvetur sem flesta til
að mæta á hátíðina og bendir á að
miðasala fari fram á miði.is en einn-
ig verði hægt að kaupa miða við
innganginn. „Gestir Reykholtshá-
tíðar mega búast við áhugaverðum
tónleikum og alveg topp flutningi,“
segir hann að lokum.
kgk
Nafn: Guðrún S. Hilmisdóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Gift
Gunnari Sigurjónssyni, á tvö
uppkomin börn, flutti á Sæunn-
argötu í Borgarnesi í maí síð-
astliðinn. Gunnar er ennþá í
Reykjavík nema um helgar en
flytur í Borgarnes í byrjun ágúst
næstkomandi.
Starfsheiti/fyrirtæki: Sviðs-
stjóri umhverfis- og skipulags-
sviðs Borgarbyggðar.
Áhugamál: Skógrækt, ferðalög,
tónlist og myndlist.
Mánudagur 20. júlí 2015.
Verkefni dagsins voru margvís-
leg, ég hafði hugsað mér að fara
yfir sorphirðumálin og skipulag
á gámamálum í sveitarfélaginu
ásamt fleiri málum. Á opnunar-
tíma skrifstofunnar sem er frá kl.
9:30 til 12:00 og 12:30 til 15:00
fer töluverður tími í að svara er-
indum fólks sem annað hvort
hringir eða kemur á skrifstof-
una.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði klukkan hálf
sjö og fékk mér lýsi, omega 3
og hellti upp á gott kaffi handa
mér.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Ristaða brauðsneið með
osti og linsoðið egg.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég geng í vinnuna og
var mætt klukkan átta.
Fyrstu verk í vinnunni: Kveikja
á tölvunni og fara yfir og svara
skilaboðum og skoða dagskrá
dagsins.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Þá var ég að fara yfir refa-
og minkaveiðimál í Borgarbyggð
með veiðimanni.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég
borðaði hádegismat hér í ráðhús-
inu sem hún Dídí matreiðir fyrir
okkur, hún er snilldarkokkur.
Hvað varstu að gera klukk-
an 14? Þá var ég að skoða sorp-
málin og svara stúlku sem var að
spyrjast fyrir um Skallagríms-
garð.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni?
Hætti rétt fyrir klukkan sex eft-
ir fund.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór
heim og setti í eina þvottavél.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Það var salat sem ég setti
saman, ég er einbúi á virkum
dögum.
Hvernig var kvöldið? Eft-
ir kvöldfréttir þá hélt ég áfram
að tæma bókakassa og ákvarða
hvaða bækur ég ætla að eiga
áfram og hvaða ekki.
Hvenær fórstu að sofa? Upp úr
klukkan tíu.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Kíkti í bókina Spor eft-
ir göngumann í slóð Hjartar á
Tjörn, sem kom upp úr einum
bókakassanum.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Það var samtalið við refa-
og minkaveiðimanninn.
Eitthvað að lokum? Ég var að
spá í göngutúr á Bjössaróló eft-
ir kvöldfréttir en sleppti því þeg-
ar áframhaldi á lagfæringum sem
íbúar hafa staðið fyrir þar var
frestað fram á miðvikudag.
Dag ur í lífi...
Sviðsstjóra umhverfis- og
skipulagssviðs Borgarbyggðar
Svanhvít Valgeirsdóttir myndlist-
arkona og förðunarmeistari opn-
ar myndlistarsýningu í einn dag í
Hvítahúsinu í Krossvík fyrir utan
Hellissand. Sýningin verður opin á
milli kl. 17 og 21 miðvikudaginn 29.
júlí. Svanhvít ólst upp á Gufuskál-
um til sjö ára aldurs og það má segja
að þar hafi hún byrjað í myndlist-
inni. Pabbi hennar var tómstunda-
málari og byrjaði Svanhvít ung að
mála með honum. Hún hefur búið
um víða um heiminn og nú síðustu
þrjú ár í Brussel þar sem maðurinn
hennar er þýskur sendiráðsstarfs-
maður. Svanhvít hefur því mál-
að um allan heim en sækir þó oft-
ast innblásturinn heim að Gufuskál-
um.
Svanhvít er einnig hæfileikaríkur
förðunarfræðingur og hefur starfað
í leikhúsum og óperunni í Reykja-
vík. „Ég hef mikið unnið við förð-
unina og var til að mynda skólastjóri
Förðunarskóla Snyrtiakademíunn-
ar í tvö ár og hlaut Eddu tilnefn-
ingu fyrir förðun í Ávaxtakörfunni
árið 2014. Ég hef þó verið virkari í
myndlistinni síðustu ár eða frá því
ég flutti til Brussel og tek bara ein-
staka förðunarverkefni,“ segir Svan-
hvít.
Hún hefur verið stödd á Íslandi
allan júlímánuð að undirbúa sýn-
inguna í Hvítahúsinu og verður
sýningin helguð kríunni og tveimur
hvítum skúrum sem standa við Hrís-
hól. Ég sýndi nokkrar slíkar myndir
á sýningu í Brussel og þar voru all-
ir mjög hrifnir af þessum skúrum. Á
sýninguna mæta Kári Viðarsson og
Anna Margrét Káradóttir þar sem
þau munu syngja nokkur lög klukk-
an hálf níu. arg
Myndlistarsýning í Hvítahúsinu
Svanhvít hjá kofunum tveimur sem hún hefur mikið verið að mála.
Svanhvít fyrir framan kríumálverk. Sýningin verður m.a. helguð kríunni.
„Hátíðin í ár verður með svipuðu
formi og verið hefur undanfarin ár,“
sagði Sigurgeir Agnarsson, selló-
leikari og listrænn stjórnandi Reyk-
holtshátíðar, í samtali við Skessu-
horn fyrr í vikunni og bætti því við
að mikið yrði lagt upp úr gæðum
tónlistarflutnings á hátíðinni, að
vanda. Reykholtshátíð hefur verið
haldin óslitið frá árinu 1997 og allt-
af í kringum síðasta sunnudag júlí-
mánaðar, á vígsluafmæli Reykholts-
kirkju, þar sem allir tónleikarnir
fara fram. „Reykholtskirkja er alveg
frábær, með betri hljómandi hús-
um landsins, ekki spurning,“ seg-
ir Sigurgeir aðspurður um hvern-
ig kirkjan henti til tónlistarflutn-
ings af þessu tagi. Hátíðin er hald-
in í samstarfi við Snorrastofu og
Reykholtskirkju. Dagskráin saman-
stendur því ekki eingöngu af tón-
leikum heldur verður fyrirlestur á
vegum Snorrastofu eftir hádegi á
laugardag, þar sem Páll Bergþórs-
son fjallar um Vínlandsgátuna, sem
og hátíðarguðsþjónusta á sunnu-
deginum.
Tónlistin er hins vegar í aðal-
hlutverki. Hátíðina opnar Karla-
kórinn Heimir með tónleikum á
föstudagskvöldi þar sem Þóra Ein-
arsdóttir sópransöngkona verður
sérstakur gestur. „Þóra leikur dálít-
ið stórt hlutverk á hátíðinni því hún
kemur einnig fram á söngtónleik-
um á laugardeginum ásamt Stein-
unni Birnu Ragnarsdóttur píanó-
leikara,“ segir Sigurgeir. Þeir tón-
leikar hafa fengið nafnið „Báran -
svipmynd frá upphafi tónleikahefð-
ar á Íslandi“ og að sögn Sigurgeirs
samanstendur lagalisti þeirra tón-
leika af sönglögum sem voru áber-
andi við upphaf tónleikahalds í
Reykjavík. „Báran var aðal tónleika-
salurinn í Reykjavík á þeim tíma. Á
tónleikunum verða flutt skandínav-
ísk lög og lög eftir íslenska höf-
unda, eins og til dæmis Sigvalda
Kaldalóns og fleiri, sem voru að
taka sín fyrstu skref í að semja ein-
söngslög. Hefðirðu litið við á tón-
leika í Reykjavík í kringum 1900 þá
eru það þessi lög sem hefðu verið
á dagskránni. Kannski ekki alveg í
þessu samhengi en á svipuðum nót-
um,“ segir Sigurgeir.
Síðari tónleikar laugardags-
ins eru kammertónleikar tileink-
aðir lágfiðlunni, eða víólunni. Þar
verður sérstakur gestur hátíðar-
innar, finnski lágfiðluleikarinn Atte
Kilpeläinen, í aðalhlutverki. Hann
ku vera einn fremsti lágfiðluleikari
Finnlands og hefur komið víða fram
undanfarin ár, bæði sem einleik-
ari og kammerleikari. „Atte verður
áberandi á laugardagskvöldið, sér-
staklega fyrir hlé þar sem Ástheiður
Alda Sigurðardóttir mun leika með
honum. Eftir hlé munu ég, Atte og
Ari Þór Vilhjálmsson spila verk eft-
ir Mozart fyrir strengjatríó. Það er
kannski ekki spilað svo oft en er
mjög flott verk engu að síður,“ seg-
ir Sigurgeir.
Reykholtshátíð lýkur svo með
tónleikum á sunnudagseftirmið-
degi. „Þá koma allir fram sem spil-
að hafa á hátíðinni, fyrir utan karla-
kórinn auðvitað. Þórður Magnús-
son tónskáld hefur útsett þekkt ís-
lensk dægurlög fyrir píanótríó sem
Áhugaverðir tónleikar og topp flutningur á Reykholtshátíð
Strengjakvartett leikur fyrir gesti Reykholtshátíðar síðastliðið sumar.
Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari og
listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar.
Heimir syngur á opnunartónleikum Reykholtshátíðar. Ljósm. úr safni.