Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Page 27

Skessuhorn - 22.07.2015, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 27 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Verið innilega velkomin á Reykholtshátíð Hátíðarguðsþjónusta á kirkjudegi, sunnudaginn 26. júlí kl. 14.00 Tónlistarfólk Reykholtshátíðar, Reykholtskórinn og Viðar Guðmundsson organisti annast flutning tónlistar Reykholtshátíð SK ES SU H O R N 2 01 5 - L jó sm . G Ó Mikið var um að vera í Stykkishólmi um síðustu helgi. Fjöldi gesta sótti bæinn heim og Stykkishólmur iðaði af mannlífi. Leirkera- og eldsmið- ir komu saman hjá Leir 7 við Aðal- götu eins og greint er frá hér á öðr- um stað í Skessuhorni. Annar við- burður setti einnig svip sinn á bæ- inn. Það er Skotthúfan, þjóðbún- ingadagur Norska hússins, sem var haldinn með ýmsum áhugaverð- um dagskrárliðum. Þetta er í ell- efta sinn sem Skotthúfan fer fram. Tvær af þeim þremur konum sem báru hitann og þungann af skipu- lagningu hátíðarinnar í ár eru sam- mála um að hún hafi sjaldan eða aldrei heppnast betur. Fjölbreytt dagskrá Meðal dagskrárliða var hin svokall- aða Skotthúfukeppni. Í hana getur fólk lagt sínar eigin hönnuðu skott- húfur. Gestir og gangandi í Norska húsinu kusu síðan hvaða húfa þeim þótti skemmtilegust. Í ár bárust átta húfur í keppnina. Skotthúfa Huldu Hreindal Sigurðardóttur varð hlut- skörpust. „Þetta gekk mjög vel. Það voru tónleikar á föstudagskvöldinu í gömlu kirkjunni hér í Stykkishólmi þar sem flutt var gömul íslensk sálmatónlist. Svo byrjaði hátíðin klukkan eitt á laugardeginum. Það var fluttur fyrirlestur í gömlu kirkj- unni og veitt hefðbundið kaffi með pönnukökum hér í Norska húsinu. Síðan voru fyrirlestrar í Eldfjalla- safninu á laugardeginum. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur talaði þar um Móðuharðindin. Síðan hélt Sigrún Helgadóttir náttúrufræð- ingur og rithöfundur erindi um það hvernig íslenskir kvenbúningar breyttust eftir harðindin. Að lokum var haldin kvöldvaka á laugardags- kvöld í Tang & Riis. Þar voru sung- in gömul íslensk þjóðlög og Pétur Húni Björnsson kvað rímur eftir Sigurð Breiðfjörð. Hann gerði það reyndar einnig í Norska húsinu fyrr um daginn einnig. “ segir Hjör- dís Pálsdóttir safnstjóri Byggða- safns Snæfellinga og Hnappdæla. Auk þess að skipuleggja hátíðina þá tók hún sjálf virkan þátt í Skotthúf- unni. Hátíðin hefur fest sig í sessi Anna Melsteð er einnig í hópi þeirra sem skipulögðu Skotthúf- una í ár. „Þetta lukkaðist mjög vel. Skotthúfan verður endurtekin í Stykkishólmi að ári. Hún hefur fest sig í sessi og verður vísast árlegur viðburður hér eftir,“ segir Anna. Að hennar sögn hefur Skotthúfan þró- ast og eflst með hverju ári. „Skott- húfan er breytileg frá ári til árs. Í fyrra var lögð áhersla á gamla lang- spilið og tónlist þess. Þar að auki kom þjóðdansahópurinn Sporið úr Borgarfirði en þau gátu því mið- ur ekki komið núna. Í ár horfðum við á Móðuharðindin og skoðuðum hvernig faldbúningurinn breytt- ist eftir þær hörmungar. Síðan var fyrirlestur um það hvernig klæðn- aður kvenna breyttist eftir að þær fengu kosningarétt fyrir einni öld. Ljósmyndasýning var sett upp um klæðnað kvenna í Stykkishólmi, nærsveitum og eyjum Breiðafjarð- ar í gömlu kirkjunni hér í Stykkis- hólmi. Það er athygli vert að rifja upp það voru konur í Hólmin- um og Breiðafjarðareyjunum sem beittu sér fyrst fyrir því að kirkja yrði reist í Stykkishólmi. Helga Ósk Einarsdóttir sýndi einnig víravirki og skartgripi í gömlu krambúðinni í Norska húsinu. Þar var gaman að skoða hvernig hún hefur nýtt flók- ið skartgripahandverk og hönnun fyrri alda til að skapa nýja hluti.“ Skotthúfan er að sögn Önnu í stöðugri þróun. „Hátíðin var haldin fyrst í kjölfar námskeiðs í þjóðbún- ingagerð sem efnt hafði verið til hér í Stykkishólmi. Til að byrja með var það mest fólk héðan úr bænum sem tók þátt. Síðan hefur fólk komið úr fleiri áttum. Í dag sjáum við mikið úrval þjóðbúninga á Skotthúfunni. Í fyrra náði dagskrá Skotthúfunnar svo í fyrsta sinn yfir þrjá daga. Það var öðrum þræði gert því þá átti hún tíu ára afmæli. Við sjáum að það er greinilegur áhugi fyrir svona viðburði,“ segir Anna Melsteð. Skoða má skemmtilegt safn ljós- mynda frá Skotthúfunni 2015 á Fa- cebook-síðu hátíðarinnar. mþh Skotthúfan komin til að vera í Stykkishólmi Þær báru hitann og þungann af Skotthúfunni: Hjördís Pálsdóttir, Ingibjörg H. Ágústsdóttir og Anna Melsteð. Ljósm. Eyþór Ben. Kaffisamsæti í Norska húsinu. F.v. Kolbrún Jónsdóttir, Ebba Lárusdóttir, Rakel Olsen, Hallgerður Gunnarsdóttir og Auður Böðvarsdóttir. Ljósm. Eyþór Ben. Pétur Húni Björnsson kvað rímur í kaffisamsætinu í Norska húsinu. Ljósm. Eyþór Ben. Efnt var til keppni um fallegustu og frumlegustu skotthúfuna. Hér eru húfurnar sem tóku þátt. Ljósm. Anna Melsteð. Hulda Hreindal Sigurðardóttir varð hlutskörpust í keppninni um skotthúfu ársins. Ljósm. Anna Melsteð.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.