Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Page 1

Skessuhorn - 26.08.2015, Page 1
Síðastliðin fjögur ár hefur verið unn- ið að því að koma á fót þangvinnslu á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholts- hreppi til að vinna þang og þara úr Breiðafirðinum. Til að slíkt sé mögu- legt þarf meðal annars hentugt skip og pramma til að afla hráefnisins. Félagsbúið á Miðhrauni hefur nú fest kaup á hollensku skipi sem siglt hef- ur verið til landsins og liggur nú við bryggju í Stykkishólmi. Var því gef- ið nafnið Þangbrandur I og að sögn eigenda félagsbúsins er um að ræða vel útbúið og hentugt skip til þess- ara hluta. „Skipið er með kló sem er notuð til að sækja hrossaþara og stórþara. En við stefnum að því að hefja handslátt á þangi í haust. Þá er þangið slegið í fjörunni, sett í poka og á flot. Skip- ið kemur svo og sækir þangið,“ segir hún. Engir prammar hafa verið keypt- ir enn sem komið er og verður hand- slætti því aðeins beitt fyrst um sinn. „Við stefnum að því að smíða jafnvel bara pramma sjálf, en einhvers stað- ar þurfum við að byrja,“ sagði Bryn- dís Hulda Guðmundsdóttir forstjóri í samtali við Skessuhorn. Stefnt að framleiðslu á alginati Að sögn Bryndísar styttist óðum í að hægt verði að hefja þangvinnslu á Miðhrauni. „Við keyptum frá Þýska- landi stóran færibandaþurrkara sem við erum búin að setja upp. Húsin eru alveg að verða tilbúin fyrir þang- vinnsluna. Í dag er staðan þannig að við erum að bíða eftir öllum leyfum til að geta byrjað að slá þang. Við erum í samstarfi við menn sem eiga lönd í Breiðafjarðareyjum og mun- um slá þar. Þetta eru þeir Ingvar Arn- dal, Ómar Arndal og Jón Helgi Jóns- son. Þeir hafa unnið hjá Félagsbúinu í nokkur ár, meðal annars við að und- irbúa aðstöðuna og munu stýra þang- slættinum og öfluninni,“ segir Bryn- dís. Innan tveggja ára er stefnt að því að farið verði að fullvinna þangið og framleiða alginat. Alginat er fjölsykra með mikla bindieiginleika og inni- hald þess í þangi er hátt. Það er notað í margs konar iðnaði, til dæmis mat- væla- og lyfjaiðnaði, auk þess sem það er notaði við gerð ýmissa snyrtivara. „Við erum langt komin að setja upp alginatverksmiðju, það er í ferli. Búið er að hanna verksmiðjuna og nú er komið að því að kaupa tæki og tól,“ segir Bryndís. „Við byrjum hins veg- ar á því að þurrka og hakka hráefnið á meðan við vinnum að því að koma upp alginatverksmiðjunni. Stefnan er aftur á móti fullvinnsla,“ bætir hún við að lokum. kgk FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 18. árg. 26. ágúst 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 12.00 – 21.00 Hvalfjarðar- dagar 28. - 30. ágúst Fjölbreytt dagskrá um alla sveit Leikskólar á Vesturlandi eru allir byrjaðir eftir sumarleyfi. Alls eru skólarnir 16 talsins frá Akranesi í suðri til Reykhóla í norðri. Nemendur í þeim eru 973 á aldrinum eins til fimm ára. Leikskólar mynda sér stefnu til að fara eftir og er gaman að sjá hversu ólík hún er og fjölbreytt á Vesturlandi. Frá þessu og ýmsu fleiru er greint í samantekt sem fylgir Skessuhorni í dag um upphaf skólaársins í leikskólunum. Meðfylgjandi mynd er tekin í ferð nemenda Auðarskóla í Dölum á síðasta ári þegar geitabúið á Háafelli í Hvítársíðu var sótt heim. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir. Þangbrandur I er kominn til landsins Þangbrandur I, nýtt skip Félagsbúsins Miðhrauns, þar sem það liggur við bryggju í Stykkishólmi. Skipið verður notað við öflun þangs og þara úr Breiðafirðinum. Í haust hóf skólagöngu sína í Brekku- bæjarskóla á Akranesi barn með óvenju slæmt fæðuofnæmi. Af því tilefni var bréf sent til allra foreldra barna í skól- anum, þar sem fram koma upplýsing- ar um ofnæmi barnsins, sem hefur lífs- hættulegt bráðaofnæmi fyrir fiski, hnet- um og eggjum. Barnið hefur auk þess of- næmi fyrir fleiri fæðutegundum, dýrum og ýmsu öðru sem hefur minni áhrif á líf þess. Stjórnendur Brekkubæjarskóla hafa sett reglur um hvað nemendur skólans mega ekki taka með sér í nesti vegna ofnæmis barnsins og eru foreldrar annarra barna í skólanum beðnir um að virða einnig þær reglur. Ofnæmi barns- ins hefur því áhrif á líf fjölmargra ann- arra nemenda og starfsfólks, sem nú mega ekki taka hvað sem er með sér í nesti. Að sögn Arnbjargar Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla eru regl- urnar ekki staðlaðar, heldur er hér um að ræða óvenjulega slæmt tilfelli af of- næmi og því var brugðist við því með þessum hætti. „Líf þessa barns er í hættu ef það kemur nálægt hnetum eða fiski. Það er því bannað að koma með hnetur, fæðu sem inniheldur hnetur og fiskmeti í nesti,“ útskýrir Arnbjörg. Þrátt fyrir að þessi staða hafi kom- ið upp verður öðrum nemendum skól- ans áfram boðið upp á fisk í hádeginu. „Eins og staðan er munum við halda áfram að elda fisk tvisvar í viku en þá fer nemandinn ekki í matsalinn. Svipuð staða hefur komið upp í öðrum skólum og við vitum um tilfelli þar sem foreldr- ar eru hreinlega beðnir um að sjá alfarið um fiskneyslu barna sinna sjálfir, vegna svona alvarlegs ofnæmis.“ Arnbjörg leggur áherslu á að foreldrar nemenda í Brekkubæjarskóla kynni sér efni bréfs- ins sem þeir fengu sent, enda komi þar fram upplýsingar um þær fæðutegundir sem ekki eru leyfðar inn fyrir dyr skólans. „Þar eru nefnd dæmi um mat og nasl sem inniheldur hnetur, svo sem korn- stangir, orkustykki, hunangs-Cheerios og fleira. Þá er allt fiskmeti bannað, svo sem harðfiskur, kavíar og túnfiskur. Þetta barn er bara með það mikið ofnæmi að við treystum því að aðrir foreldrar taki vel í þetta og fari eftir þessu. Maður leggur ekki líf barns í hættu bara til að geta tek- ið með sér hnetur í nesti,“ segir Arnbjörg og bendir foreldrum barna við skólann á að hafa samband við skólaheilsugæslu hafi þeir einhverjar spurningar. grþ Með lífshættu- legt ofnæmi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.