Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 15
GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI
SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501
Grundarfjarðarbær
Starf skipulags- og byggingarfulltrúa
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Grundararðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingarfulltrúa laust til umsóknar.
Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Leitað er eftir öugum og
metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starð á traustum grunni. Byggingarfulltrúi
ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayrlýsinga, gjaldtöku,
skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.
Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 3. september nk.
Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi:
Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og bygginganefndar.
Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
Yrumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu.
Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæleikar.
Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið thorsteinn@grundarordur.is, eigi síðar en
3. september nk. Einnig er óskað er eftir að umsækjendur tilgreini a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn
sinni.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri Grundarrði, í síma 430-8500 eða tölvupósti:
thorsteinn@grundarordur.is.
Grundararðarbær
tillaga að starfsleyfi
FYRIR NORÐURÁL Á GRUNDARTANGA, HVALFJARÐARSVEIT
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir
Norðurál Grundartanga ehf. Tillagan er til komin vegna
áforma um aukna framleiðslu. Starfsleyfistillagan gerir ráð
fyrir allt að 350.000 tonna ársframleiðslu.
Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á
skrifstofu Hvalarðarsveitar á tímabilinu 25. ágúst til 20.
október 2015.
Tillöguna má einnig nálgast á umhverfis stofnun.is ásamt
fylgigögnum.
Frestur til að gera athugasemdir við
tillöguna er til 20. október 2015.
OPINN KYNNINGARFUNDUR verður í Fannahlíð,
Hvalarðarsveit, mánudaginn 31. ágúst næstkomandi.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og verður allað um starfsleyfis-
veitingar Umhverfisstofnunar og tillagan kynnt. Einnig
verður opnað fyrir umræður.
Hjólum í skólann – framhaldsskóla-
keppni fer fram í þriðja sinn dagana
9.-22. september í tengslum við evr-
ópsku samgönguvikuna. Markmiðið
er að vekja athygli á virkum ferða-
máta sem heilsusamlegum, umhverf-
isvænum og hagkvæmum samgöngu-
máta.
Þá fer verkefnið Göngum í skólann
fram í níunda sinn dagana 9. septem-
ber til 7. október. Markmið verkefn-
isins eru að hvetja börn til að tileinka
sér virkan ferðamáta í og úr skóla
og auka færni þeirra til að ferðast á
öruggan hátt í umferðinni. Ein ein-
faldasta leiðin til að auka hreyf-
ingu í daglegu lífi er að velja virkan
ferðamáta, svo sem göngu, hjólreið-
ar, hlaup, línuskauta og hjólabretti.
Ávinningurinn er ekki aðeins bund-
inn við andlega og líkamlega vellíð-
an heldur er þetta einnig umhverfis-
væn og hagkvæm leið til að komast á
milli staða.
Á síðasta ári tóku milljónir barna
frá yfir 40 löndum víðs vegar um
heiminn þátt í Göngum í skólann
með einum eða öðrum hætti. Hef-
ur þátttakan hér á landi vaxið jafnt og
þétt í gegnum árin. mm/ Ljósm. fh.
Hvatt til að hjóla
eða ganga til skóla
Íbúar í Flatey hafa óskað eftir því
að stjórnsýsla eyjunnar, sem heyr-
ir undir Reykhólahrepp, verði færð
yfir á Snæfellsnes og að eyjan verði
framvegis hluti af Stykkishólmsbæ.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2
mánudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Í
viðtali sagði Magnús Jónsson, bóndi
í Flatey, að Flateyingar ættu ekki
hljómgrunn með Reykhólahreppi
lengur, þeir ættu mun frekar samleið
með Stykkishólmsbæ, þangað sem
þeir sæktu alla sína þjónustu. Enn
fremur færu allar samgöngur til og
frá eyjunni í gegnum Stykkishólm,
en Breiðafjarðarferjan Baldur sigl-
ir reglulega milli Stykkishólms og
Brjánslækjar með viðkomu í Flatey.
Haft er eftir Ingibjörgu Birnu
Erlingsdóttur að Reykhólahrepp-
ur vilji halda Flatey, meðal annars
vegna sögulegra tengsla. Hreppur-
inn hafi ekki fengið formlegt erindi
frá íbúum Flateyjar, það hafi verið
sent Stykkishólmsbæ og Reykhóla-
hreppur sjái ekki ástæðu til að svara
því.
Sjö íbúar eru með lögheimili sitt
í Flatey en yfir sumartímann dvelja
þar að jafnaði um og yfir eitt hundr-
að manns. kgk/ Ljósm. fh.
Flateyingar vilja sameinast Stykkishólmsbæ
Veiðin er betri í Haukadalsá og
Laxá í Dölum en á sama tíma í fyrra
og enn er talsvert eftir af veiðitím-
anum. Fiskur er ennþá að ganga í
þessar laxveiðiár. „Þetta er miklu
betri veiði en í fyrra í Hauka-
dalsánni og það er mikið af fiski í
henni,“ sagði Ari Hermóður Jafets-
son er við spurðum um Haukadals-
ána, sem Stangaveiðifélagið hefur
gert samning til ársins 2020 með
ána. „Fiskurinn er dreifður um alla
Miklu betri veiði í Haukadalsá en í fyrra
á og ennþá eru fiskar að ganga á
hverju flóði,“ sagði Ari Hermóður
enn fremur.
Laxá í Dölum er komin í 633 laxa
og er það mun betri veiði en á sama
tíma í fyrra. „Veiðin gengur vel í
Laxá og fiskur um alla á,“ sagði Jón
Þór Júlíusson sem var á veiðislóð-
um í Dölunum fyrir skömmu og
veiddi vel.
gb
Ragnheiður Thorsteinsson með fallegan lax úr Haukadalsá um helgina.