Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 17
Hausta tekur og við förum að huga
að því að geyma mat til vetrarins
Skyrmysa er tilvalin til að sýra
slátrið og ýmsan annan mat.
Fáanleg í 2,5, 5 og 10 ltr brúsum
Hægt að panta í Ljómalind í síma 437 1400 eða
á Erpsstöðum í síma 868 0357
Einnig er hægt að panta á netfanginu erpur@simnet.is
www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Sýningin Saga líknandi handa hefur
verið opin í Safnaskálanum í Görð-
um á Akranesi í sumar. Fjöldi gesta
hefur litið við og skoðað sýninguna
og vel hefur verið af henni látið.
Síðastliðinn fimmtudag var hópur
á ferð frá Hjúkrunarfræðideild Há-
skóla Íslands. Var hópurinn á ferð
á Akranesi til rifja upp þær miklu
breytingar sem orðið hafa í hjúkrun
og fæðingarhjálp. Myndin er tekin
í Apótekinu hennar Fríðu Proppé.
Bæjarhjúkrunarkonan virðulega,
lengst til hægri er í búningi Sígríð-
ar Eiríksdóttur móður Vigdísar for-
seta, en Sigríður var í áratugi for-
ystukona fyrir Hjúkrunarfélag Ís-
lands. mm/ip
Fjölmenni hefur skoðað
sýninguna Saga líknandi handa
Uppsveifla í ferðaþjónustu und-
anfarin misseri felur í sér nýjar
áskoranir fyrir sveitarfélögin, m.a.
vegna breyttrar nýtingar á fast-
eignum. Samband íslenskra sveit-
arfélaga brýnir sveitarfélög í land-
inu til að herða eftirlit með hvern-
ig nýting íbúðarhúsnæðis er. Ef
það er leigt út til ferðaþjónustu ber
eigendum þess skylda til að greiða
hærri fasteignagjöld. „Framboð á
heimagistingu hefur aukist mikið,
auk þess sem algengt er að íbúðar-
húsnæði sé leigt út á bókunarvefj-
um,“ segir í tilkynningu frá SÍS.
Þá segir að töluverður misbrest-
ur hafi verið á því að aflað væri til-
skilinna leyfa til slíks rekstrar og
hluti þessara auknu umsvifa tengj-
ast svonefndri svartri atvinnustarf-
semi. Töluverðir hagsmunir fel-
ast í því að sveitarfélög lagi stjórn-
sýslu sína að þessum breytingum
og þau gæti þess m.a. að álagning
fasteignaskatts taki mið af nýtingu
húsnæðis.“
Í leiðbeiningum sem sambandið
hefur birt á heimasíðu sinni er að
finna ábendingar um ýmis álita-
efni sem nýst geta sveitarfélögum
við ákvörðun um álagningu fast-
eignaskatts á mannvirki sem tengj-
ast ferðaþjónustu. Leiðbeining-
arnar hafa vakið töluverð viðbrögð
og er ljóst að víða er áhugi á því að
vanda betur til verka við álagningu
fasteignaskatts á þessar fasteignir.
mm
Sveitarfélög skerpa á inn-
heimtu fasteignaskatts
Gengið hefur verið frá ráðingu Sól-
rúnar Guðjónsdóttur í stöðu að-
stoðarskólameistara Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Alls sóttu þrír um stöðuna. Sólrún
mun aðstoða Hrafnhildi Hallvarðs-
dóttur sem ráðin var skólameistari
nýverið. mm/ Ljósm. tfk.
Sólrún í starf aðstoðar-
skólameistara
Spinning:
Guðrún Daníelsdóttir og Anna Halldórsdóttir
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30
Hefst 7. september
Kvennapúl:
Leiðbeinandi: Guðrún Daníelsdóttir
Þriðjudaga kl 18.00
Hefst í byrjun september
Hádegispúl:
Íris Grönfeld íþróttafræðingur
Þriðjudaga og föstudaga kl 12.10
Vatnsleikfimi:
Kennari: Íris Grönfeld íþróttafræðingur
Konur:
Þriðjud. kl. 17.00
Fimmtud. kl. 17.00
Föstud. kl. 14.00
Karlar:
Þriðjud. kl. 18.00
Fimmtud. kl. 18.00
Þjálfari í þreksal:
Íris Grönfeld íþróttafræðingur
Mánud. kl. 14.30 – 17.30
Þriðjud. kl. 13.00 – 16.30
Fimmtud. kl. 15.00 – 16.30
Föstud. kl. 13.00 – 14.00
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
Vetrarstarfið 2015 – 2016
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Ungbarnasund:
Byrjar í september
Nánar auglýst síðar
Leikfimi og púl hjá Þórdísi:
Mánud. og miðvikud. kl. 6:30 - 7:15
Mánud. og fimmtud. kl. 12:00 - 13:00
Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:15 - 19:15