Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201518
LEIKSKÓLAR
Akrasel á Akranesi
Leikskólinn Akrasel á Akranesi var opnaður fyrst 8. ágúst 2008
og er sex deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm
ára. Leikskólinn opnaði eftir sumarfrí 4. ágúst og eru 143 börn
þar í upphafi þessa skólaárs. „Það hættu 27 börn hér í vor og 36
ný börn voru að koma inn núna og aðlögun er að ljúka núna á
þessum dögum,“ segir Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akra-
sels. „Á Akraseli er þátttökuaðlögun og því tekur aðlögunin
ekki langan tíma hér, við miðum við þrjá daga. Við tökum oft-
ast börn í aðlögun inn í hópum, allt að 15 börn í einu og for-
eldrarnir eru allan tímann með barninu í leikskólanum. Á fyrsta
degi kemur barn með foreldrum í heimsókn og á öðrum og
þriðja degi eru börnin allan vistunartímann sinn og foreldrarn-
ir með allan tímann. Foreldrarnir sjá um börnin þessa daga og
það hjálpar börnunum að finna til öryggis í leikskólanum. Á
fjórða degi mætir barnið svo í leikskólann og kveður foreldra
sína fljótlega og það hefur oftast gengið mjög vel,“ segir An-
ney. Fyrir þetta skólaár eru 39 starfsmenn í 32 stöðugildum og
um 60% þeirra eru fagmenntaðir. „Við erum að bæta við starfs-
mönnum því börnum hefur fjölgað á milli ára, vorum með 130
börn í fyrra. Það hefur gengið mjög vel að manna í stöður og
alltaf vel sótt um störf hér hjá okkur,“ segir Anney.
Akrasel er Grænfánaleikskóli sem var að taka við þriðja fán-
anum nú í ágúst. Einnig er unnið mikið með íþróttir og jóga í
leikskólanum. Í fyrra var einn jógakennari en nú eru þeir þrír
en það eru allt leikskólakennarar sem hafa bætt við sig menntun
og eru nú einnig jógakennarar. Það starfar einnig íþróttakenn-
ari í leikskólanum og fara börnin í hreyfistundir undir hand-
leiðslu hans.
Garðasel á Akranesi
Leikskólinn Garðasel á Akranesi er þriggja deilda leikskóli sem
var stofnaður í september árið 1991. Skólinn var opnaður eftir
sumarfrí 4. ágúst og þetta skólaár eru 78 börn þar á aldrinum
1-5 ára og er 24 starfsmenn í 21 stöðugildi. 17 ný börn komu
inn núna í ágúst og er aðlögun þeirra lokið, en á Garðaseli
er þátttökuaðlögun þar sem foreldrar koma með börnunum í
leikskólanum í þrjá daga og skilja þau svo eftir á degi fjögur.
„Oftast tekst þátttökuaðlögunin mjög vel og börnin þurfa ekki
lengri tíma en þessa þrjá daga. Ef börnin eru þó ekki tilbúin
eftir þennan tíma þá er tekið tillit til þess,“ segir Ingunn Rík-
harðsdóttir leikskólastjóri á Garðaseli.
Leikskólinn er heilsuleikskóli þar sem áhersla er lögð á
hreyfingu og hollt mataræði. „Hér er lögð áhersla á hreyf-
ingu í fjölþættu formi og öll börnin fá skipulagða hreyfistund í
hverri viku. Einnig fara börnin í jóga og dans og svo erum við
mikið með útinám. Það er eiginlega ekkert hér sem heitir til-
búin matur, það er næstum allt gert frá grunni og við leggj-
um áherslu á að minnka salt og óholla fitu. Þessu tengt vorum
við að byrja á þróunarverkefninu „Lífið er leikur - að leika og
læra“ og fengum við styrk frá Akraneskaupstað fyrir það verk-
efni. Verkefnið er unnið með fyrirtæki sem heitir Leikur að
læra og snýst það um að kenna börnum bókleg fög, t.d. stærð-
fræði og bókstafi, í gegnum leik. Einnig tengist foreldrafræðsla
þessu verkefni og þar erum við að fá foreldra til að vera virk-
ari,“ segir Ingunn leikskólastjóri.
Teigasel á Akranesi
Leikskólinn Teigasel á Akranesi var opnaður eftir sumarlokun
4. ágúst síðastliðinn. Teigasel er þriggja deilda leikskóli sem
fyrst var opnaður í september 1998. Þetta skólaár eru 72 börn
á aldrinum 2-6 ára skráð í leikskólann og þar af eru þrjú ný
börn á elstu deildinni og 18 börn á yngstu deildinni. Leikskól-
inn er fullmannaður fyrir veturinn og eru 20 starfsmenn, þar
af 11 faglærðir að stjórnendum meðtöldum. „Það hefur geng-
ið mjög vel að manna en það eru fjórir nýir starfsmenn hjá
okkur núna,“ segir Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri á
Teigaseli.
„Við gefum okkur út fyrir að vinna með stærðfræði og er
mikil áhersla lögð á hana í okkar starfi. Unnið er með stærð-
fræði á öllum deildum. Við vinnum markvisst með lífsleikni
og styðjumst við námsefnið Stig af stigi. Einnig vinnum við
markvisst með snemmtæka íhlutun og byrjuðum á því síðasta
vetur. Snemmtæk íhlutun í málörvun felst í því að byrja nógu
snemma að greina málþroskafrávik; skilgreina í hverju vand-
inn er fólginn með því að fá góðar bakgrunnsupplýsingar um
barnið og skoða vel hvaða málþætti þarf að vinna með, ásamt
því að veita ráðgjöf og markvissa þjálfun til að ná árangri,“ seg-
ir Margrét Þóra.
Vallarsel á Akranesi
Leikskólinn Vallarsel á Akranesi var stofnaður í maí 1979 og
þá sem tveggja deilda leikskóli. Í dag eru sex deildir á leik-
skólanum og fyrir þetta skólaár eru börnin 140 talsins, þar af
35 sem hófu nám í haust. Aðlögun hefur verið í fullum gangi
þennan mánuðinn en henni mun svo ljúka í þessari viku. Á
leikskólanum er notast við hópaðlögun en þá eru teknir inn
fimm til átta barna hópar í einu og foreldrar eru með börn-
unum allan tímann fyrstu þrjá dagana. Eftir þrjá daga minnkar
viðvera foreldra í tvo til þrjá daga í viðbót. „Þetta hefur reynst
mjög vel og börnin eru oftast fljót að aðlagast,“ segir Brynhild-
ur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri á Vallarseli.
„Vallarsel er tónlistarleikskóli þar sem mikil áhersla er lögð
á alla tónlist, tónlistarkennslu og tónlistarflutning. Við erum
með foreldratónleika í desember og maí og elstu börnin halda
einnig tónleika á Vökudögum. Við leggjum líka mikla áherslu
á hreyfingu, málörvun, hópastarf og slíkt. Hér eru einnig mörg
tvítyngd börn og því höfum við mikið lagt áherslu á að búa
til öflugt starf og kennslu fyrir þau börn. Við fengum nýver-
ið úthlutað styrk frá þróunarsjóði Akraneskaupstaðar upp á 3,1
milljón króna og er sá styrkur ætlaður til að efla starf og þá
kennslu sem þarf fyrir tvítyngd börn. Hér á Vallarseli er mjög
stór hluti barnahópsins tvítyngdur og koma flest þeirra barna
frá Póllandi. Við ætlum að reyna að efla börnin og þá t.d. í
eigin móðurmáli og íslensku en einnig ætlum við að reyna að
efla starfsfólkið. Styrkurinn verður notaður til að fá fyrirles-
ara hingað og til að senda starfsfólk á námskeið og í heim-
sóknir þar sem mikið hefur verið gert fyrir tvítyngd börn, til
að afla sér þekkingar. Styrkurinn mun einnig fara í að uppfæra
kennslugögn, deildarnámskrá og skólanámskrá með tilliti til
máltöku tvítyngdra barna,“ segir Brynhildur Björg.
Á leikskólanum eru 35 starfsmenn og þar af eru 19 faglærð-
ir. „Vel hefur gengið að manna allar stöður hér og lítið hefur
verið um mannabreytingar. Hér er mjög hress, glaður, sam-
heldinn og flottur starfsmannahópur og frábærir foreldrar sem
standa á bak við okkur svo við erum bara full tilhlökkunar fyrir
komandi vetri,“ segir Brynhildur Björg að lokum.
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri
Leikskólinn Andabær er þriggja deilda leikskóli og þar dvelja
í dag 36 börn, þar af eru fimm að hefja nám. Átta börn til
viðbótar hafa fengið úthlutað leikskólaplássi fram að áramót-
um svo áætlaður fjöldi barna um áramót er 44. Frá og með
11. júní síðastliðnum eru börn tekin inn við 18 mánaða aldur.
„Leikskólinn er fullmannaður fyrir veturinn með 13 starfs-
menn og ekki hefur verið mikið um mannabreytingar undan-
farið,“ segir Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri á
Andabæ.
„Einkunnarorð leikskólans eru Leikur – Gleði – Vinátta
og er leikskólinn Grænfánaleikskóli, heilsuleikskóli og starf-
ar eftir hugmyndafræði þeirrar stefna. Leikskólinn er einnig
þátttakandi í verkefninu Leiðtoginn í mér sem skólar reknir
af Borgarbyggð og Grunnskóli Borgarfjarðar vinna að,“ seg-
ir Áslaug að lokum.
Hnoðraból í Reykholtsdal
Hnoðraból er lítill leikskóli sem rekinn er á Grímsstöðum í
Reykholtsdal. Á leikskólanum eru 22 börn á þessu skólaári.
Samantekt um starf leikskólanna á Vesturlandi
Nú hafa allir leikskólar á Vesturlandi verið opnaðir að nýju eftir sumarlokanir
og hefðbundið skólastarf að fara í gang í flestum þeirra. Skessuhorn heyrði í
stjórnendum allra leikskólanna og fékk helstu upplýsingar frá hverjum og einum.
7 ára afmæli Akrasels og afhending Grænfánans.
Börnin á Garðaseli með verðlaunapeninga sem þau fengu fyrir
þátttöku í heilsuskokki í maí.
Stelpur á Teigaseli að moka í sandkassanum.
Stelpur í útiveru á Vallarseli.
Verið að setja niður kartöflur í Andabæ.
Börnin á Hnoðrabóli að drullumalla.