Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Page 22

Skessuhorn - 26.08.2015, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201522 VARMADÆLUR RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR YFIR 10 ÁRA REYNSLA VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OG HUNDRUÐ ÁNÆGÐRA NOTENDA SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF. FJÖLBREYTTIR HITUNARMÖGULEIKAR: Loft í loft Loft í vatn Vatn í vatn FUJITSU LTCN LOFT Í LOFT VARMADÆLAN: Best í prófun hjá SP í Svíþjóð WWW.GASTEC. IS „Þetta er ósköp mikið krafs,“ seg- ir Pétur Bogason hafnarvörður í Ólafsvík í gærmorgun um ganginn í makrílveiðum krókabáta við Snæ- fellsnes. „Aflinn er mjög rokkandi,“ segir Pétur og bætir við að sumir bátanna séu að fá 400 kg upp í átta tonn yfir daginn. „Þetta er svo sem enginn mokveiði en einn báturinn landaði 200 kílóum hér á sunnu- dagskvöld og síðan ætlaði sami bát- ur að sigla í Rif og þá sá skipstjórinn smá lóðningu á leiðinni og landaði svo fimm tonnum á mánudagsmorg- un.“ Pétur segir að veiðisvæðið sé frá Arnarstapa og að Bulluskerjum sem eru rétt út af Ólafsvík. af Krafs á makrílveiðum krókabátanna Særif SH og Borgar Sig að veiðum alveg við snúrustaurana á Hellissandi í gærmorgun. Á síðasta ári var grjótvörnin með- fram Gilsbakka í Ólafsvík endur- byggð, hækkuð og færð utar. En undanfarið hefur svo verið unnið að því að lagfæra sjálfa götuna ásamt því að skipta um lagnir. Í verkið fara um 350 tonn af steypu og er áætl- að að framkvæmdum ljúki 20. sept- ember en þá verður búið að steypa gangtéttir og tilheyrandi kantstein. Um verkið sér ÞG Þorkelsson ehf og fékk hann til liðs við sig Stafnafell sem sá um jarðvegsvinnu, VK lagn- ir um pípulögn og Þorgeir ehf. um steypuna. Það er Hafnarsjóður Snæ- fellsbæjar sem stendur straum að framkvæmdunum. þa Steypa við Gilsbakkann í Ólafsvík Freisting vikunnar Þrátt fyrir að sólin hafi skinið á Vesturlandi hér um bil í allt sumar fer lítið fyrir berjasprettu í lands- hlutanum. Líklega má kenna um köldu vori. Bláber eru seinna á ferðinni en undanfarin ár og afar lítið er um krækiber. En þrátt fyrir það, þá grípa hörðustu berjatínslu- menn ekki alveg í tómt. En þó að berjaspretta sé ekki góð þetta árið, þá er þetta akkúrat tíminn sem berjaunnendur láta sig dreyma um ljúffeng og safarík ber. Við birtum því uppskrift af bláberjamúffum. Þeir sem ekki komast í berjamó þurfa ekki að örvænta, það kemur ekki að sök þótt bláberin sem not- uð eru í þessar kökur séu frosin. Súkkulaði- & bláberja cupcake með ananaskremi Í kökuna fer eftirfarandi: - 1/4 bolli kakó - 1/4 bolli soðið vatn - 1 bolli hveiti - 1/2 tsk matarsódi - 1/2 tsk lyftiduft - 113 gr smjör - 1 bolli sykur - 2 egg - vanilludropar - 1/2 bolli mjólk - 1 bolli bláber (fersk eða frosin) Aðferð: - Soðið vatn og kakó sett saman í skál og hrært þar til það eru engir kekkir. - Sykur og smjör hrært saman þar til það er létt og ljóst. - Hveiti, lyftiduft og matarsódi hrært saman í sér skál. - Þegar smjör og sykurblandan er orðin ljós og létt er eggjum bætt við einu í einu, þá kakóblöndunni og vanilludropum. - Þá er hveitiblöndunni og mjólk- inni hrært saman við. - Veltið svo bláberjunum upp úr hveiti og hrærið þeim svo saman við herlegheitin. Bakist við 175°C í 20 mínútur, fer þó aðeins eftir ofnum. Kremið: - 100 gr. smjör - um 200 gr. af flórsykri en það fer eftir þykktinni á kreminu. - 50 ml af hreinum ananas safa (þetta fer líka eftir þykkt og smekk) Allt hrært saman í nokkrar mínút- ur, þar til kremið verður mjög létt og ljóst. Haustlegar múffur með sumarlegu kremi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.