Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 29
„Ég byrjað á þessu líklega 1980.
Fyrir þann tíma var þetta bara
sandur og rusl og grjót,“ segir
Símon Sigurmonsson í Ytri-Görð-
um, en undanfarinn þrjá og hálf-
an áratug hefur hann unnið ötul-
lega að landgræðslu á Garðafjöru á
sunnanverðu Snæfellsnesi. Strand-
lengjan sem Símon hefur grætt
upp er tveggja kílómetra löng og
milli 80 og 100 metra breið.
„Ég sá að þarna voru tvö strá svo
ég bar á þau og í kring með hálfu
tonni af tilbúnum áburði. Svo
næsta ár var þetta orðið að einni
þúfu og ég bar á hana. Svo koma
nokkrar þúfur og þetta gréri smám
saman. Melgresið leggur til fræ
og ég bar í það litla sem var. Þeg-
ar toppurinn er orðinn stór þá ná
ræturnar langt niður í jörðina. Þar
eru, undir sandinum, gamlir þarab-
unkar sem eru bara hreinn áburð-
ur,“ bætir hann við. Hann kveðst
ekki hafa hugmynd um hve mikinn
áburð hann hefur borið á fjöruna í
gegnum tíðina. „Landgræðslan lét
mig hafa hálft tonn á ári í þrjú ár.
Ég bætti svolítið við þá tölu sjálf-
ur,“ segir hann.
Þrátt fyrir að hafa sáð og grætt
upp mikið landsvæði á Garðafjöru
dregur Símon heldur úr þegar
blaðamaður spyr hvort þetta hafi
ekki verið mikil vinna. „Nei, þetta
er svona tómstundavinna. Maður
lætur þetta sjá um sig sjálft. Frið-
ur fyrir rollum er líka mikið at-
riði, ég er búinn að reka þær all-
ar í burtu.“
Vinnuna segir hann enn fremur
ekki eingöngu tilkomna vegna sér-
staks áhuga á landgræðslu. „Þetta
er fyrst og fremst gert til að fá frið
fyrir sandfokinu. Hér áður var
þetta algjör plága. Sandurinn fauk
í hús og skemmdi þök, galvaníser-
ingar á klæðningum og glerið í
gluggunum. Flóð og fjara gera það
að verkum að sandurinn er allt-
af laus og vestanáttin tók hann og
feykti hingað upp að húsunum,“
segir hann. „En núna hleðst hann
bara upp í melgresinu efst í fjör-
unni,“ bætir hann við og brosir.
Með myndavél í
miðju kríuvarpi
Þegar hér er komið sögu var næsta
mál á dagskrá að halda niður í
fjöru til að taka myndir af gróð-
ur vaxinni strandlengjunni, af-
rakstri landgræðslustarfs Símonar.
Blaðamaður bauð Símoni að fara á
Skessuhornsbílnum. „Ég rata nú
betur á mínum,“ svaraði hann létt-
ur í bragði. Blaðamaður settist því
upp í hjá honum og ekið var eftir
vegarslóða áleiðis niður í fjöru.
Það fyrsta sem grípur augað og
berst til eyrna þeirra sem halda
þar niður eftir er mikið fuglager,
en í Garðafjöru er mikið kríuvarp.
Bíllinn nemur staðar og samferða-
mennirnir stíga út. Símon bendir
á staðinn þar sem hann hefur ár-
lega smellt af ljósmynd síðan hann
hóf að græða upp strandlengjuna
um 1980. „Ertu með húfu,“ spyr
hann og fær jákvætt svar. „Þá ertu
í góðum málum. Það er meira en
nóg að vera með húfu,“ segir hann
og sendir blaðmann um hundr-
að metra leið gegnum kríuvarp-
ið. Fuglarnir garga hátt og steypa
sér niður hver af öðrum, í von um
að hrekja þennan óboðna gest á
brott.
Þegar smellt hafði verið af var
gangan í gegnum kríuvarpið end-
urtekin. Enn görguðu kríurnar og
steyptu sér niður og ef eitthvað
var af meiri ákefð en áður. Símon
beið við bíl sinn þar til blaðamað-
ur sneri aftur. „Krían er meinlaus
fugl,“ sagði Símon Sigurmonsson
áður en ekið var til baka heim að
bænum á Ytri-Görðum. kgk
Grasi gróin Garðafjara eftir
landgræðslu síðustu áratuga
Upp úr 1980 þegar Símon var rétt að hefjast handa við að græða upp Garðafjörur. Smátt og smátt sáir melgresið sér og topparnir stækka.
Landgræðslan komin nokkuð á veg. Þegar topparnir eru orðnir stórir teygja
ræturnar sig langt niður í jörðina og ná sér í næringu í gömlum þarabunkum undir
sandinum.
Svona líta Garðafjörur út í dag, grasi grónar svo langt sem augað eygir. Á
myndinni má einnig sjá nokkrar af þeim fjölmörgu kríum sem hrelltu blaðamann
við myndatökuna.
Borgnesingurinn Stefán Broddi
Guðjónsson hefur verið ráðinn for-
stöðumaður greiningardeildar Ar-
ion banka. Stefán hefur starfað hjá
bankanum frá ársbyrjun 2012 sem
sérfræðingur í greiningardeild þar
sem hann hefur haft umsjón með
fyrirtækjagreiningu. Hann hefur
víðtæka reynslu úr fjármálageiran-
um en á árunum 2008 - 2011 starf-
aði hann hjá Straumi fjárfestingar-
banka í markaðsviðskiptum og sem
forstöðumaður eigin viðskipta á Ís-
landi. Á árunum 2006 - 2008 var
Stefán fjárfestingastjóri hjá Exista
og frá 2001 til ársins 2006 starf-
aði hann í Íslandsbanka sem sér-
fræðingur í greiningu og markaðs-
viðskiptum. Á árunum 1998 – 2001
var Stefán blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu en á námstíma sínum starf-
aði hann meðal annars hjá Samtök-
um sveitarfélaga á Vesturlandi.
Stefán Broddi er með B.A. gráðu í
stjórnmálafræði og hefur lokið prófi
í verðbréfaviðskiptum. Eiginkona
hans er Þuríður Anna Guðnadóttir,
hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur,
og saman eiga þau þrjá syni.
mm
Stefán Broddi yfir greiningar-
deild Arion banka
Norðurálsmót hestamannafélags-
ins Dreyra var haldið á Akranesi
um síðustu helgi. Fjöldi skrán-
inga fór fram úr björtustu von-
um og var þátttaka raunar svo góð
að hefja þurfti mótið degi fyrr en
áætlað hafði verið. Keppt var í tölti
(T3), slaktaumatölti (T4), fjór-
gangi, fimmgangi, gæðingaskeiði
og 100m flugskeiði. Norðurálsmót
Dreyra þótti einkar vel heppn-
að og almenn ánægja meðal bæði
gesta og keppenda með mótið.
-fréttatilkynning
Norðurálsmót Dreyra var
haldið um síðustu helgi
Frá verðlaunaafhendingu á Norðurálsmóti Dreyra sem haldið var um síðustu helgi. Ljósm. Stine Laatsch.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells í
körfuknattleik kvenna hafa samið við
bandaríska leikstjórnandann Haiden
Palmer um að leika með liðinu í vet-
ur. Haiden lék með Gonzaga háskóla
í bandaríska háskólaboltanum fyr-
ir tveimur árum þar sem hún skor-
aði 19,5 stig að meðaltali í leik, tók
5 fráköst, gaf 3,5 stoðsendingar og
stal 2,5 boltum. Á síðasta ári lék hún
í Ísrael og skoraði að meðaltali 15,1
stig, tók 7,2 fráköst, gaf 3,3 stoðsend-
ingar og stal 2,3 boltum í leik. Stefnt
er að því að Haiden verði gengin til
liðs við Snæfell fyrir miðjan septem-
ber, segir í frétt á vef félagsins.
kgk
Íslandsmeistararnir
styrkja liðið
Leikstjórnandinn Haiden Palmer í leik
með Gonzaga háskólanum.
Snæfell hefur samið við körfuknatt-
leiksmanninn Sherrod Nigel Wright
um að leika með karlaliði félagsins á
komandi keppnistímabili. Frá þessu
er greint á heimasíðu félagsins.
Sherrod lék síðast með George
Mason háskólanum í bandaríska
háskólaboltanum og skoraði 15,6 stig
að meðaltali í leik á lokaári sínu í fyr-
ra. Eftir að hann útskrifaðist freistaði
hann þess að komast í NBA og D
deildina vestanhafs en hafði ekki er-
indi sem erfiði í þeirri strembnu
baráttu.
Hann þykir fjölhæfur leikmaður,
getur leyst stöður skotbakvarðar,
smáframherja og kraftframherja og
kemur án efa til með að styrkja lið
Snæfells á komandi vetri. Stefnt er
að því að Sherrod verði kominn í
Hólminn um miðjan september.
kgk
Snæfell semur við
fjölhæfan leikmann