Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 31
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan
15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilis-
fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56,
300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síð-
asta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn-
sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá
Skessuhorni.
68 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Málugum er mein að þegja.“
Vinningshafi er: Kristrún Líndal Gísladóttir, Dal-
braut 33, Akranesi. mm
Ó-
freskja
Taska
Fugl
Hrekkir
Bárur
Op
Naut
Labb
Lötur
Óstand
Tvíhlj.
Deilur
Bitlaus
Snið
Kvak
Játar
Orsök
Nánd
Flaust-
ur
Flöt
Sk.st.
Skinn
Tölur
Sérhlj.
Vía
Ás
Afleit
Afrek
Rabb-
arbari
Vilji
HJóm
Skýr
Áhald
7 9 14
Röskur
Skora
Sköpun
4 1
Fiskur
100
11 Hita-
tæki
Heilir
12
Hól
Eink.st.
Vissa
Fugl
Gætni
Læti
Mett
Skjól
Fruma
Maður
17 Áköf
Reið
Á fæti
Þegar
Veður
Villtur
Refsa
Smart
Skordýr-
ið
5
Arinn
Mauk
6 2 Skaði
Heiður
Væskill
Hreyf-
ing
Svöl
Sk.st.
Syllur
Mátu-
legur
Angan
10 Föngu-
legur
Kall
Gömul
Alltaf
Tölur
Rögg
Hljóm
Agnir
Tuskan
Natin
3
Mylsna
Óhóf
Rasar
13 Tölur
Alúð
Fljótt
Galsi
Erfiði
15 Ekki
Loforð
20
Hávaði
Bar
19 Fött
Samhlj.
18 Snjó-
korn
Púka
8
Þúst
Ofan-
ferð
Háski
Nærist
Gelt
Rúlluðu
Tútta
Galgopi
16
Tóm
Korn
Ægir
21 Álit
Einn
Hvílt
1 2 3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21
Matarhátíð Búrsins verður hald-
inn um helgina í og við Hörpu í
Reykjavík, en hún hét áður Matar-
markaður Búrsins. Hlédís Sveins-
dóttir er verkefnisstjóri: „Markað-
urinn núna verður haldinn helgina
29.-30. ágúst og verður jafnframt
stærsti matarmarkaður landsins.
Nú bætast við matarvagnar og Sirk-
us Íslands kætir börn með blöðr-
um og andlitsmálningu. Slow food
samtök Íslands elda Diskósúpu og
vekja með því athygli á matarsó-
un. Ýmsir framleiðendur verða
með „votar og þurrar“ örkynning-
ar í fundaherberginu Stemmu sem
rúllar á hálftíma fresti frá kl. 11:30
til 16:30. Te, kaffi, vín, ostur, súkk-
ulaði og fleira verður kynnt. Bragð-
góð fræðsluerindi verða á hverjum
heilum tíma frá kl. 12:00 til 16:00
í Kaldalóni, þar sem kafað er dýpra
í ýmislegt sem tengist mat og mat-
armenningu. Má þar nefna kaffi-
ræktun í Gvatemala, hvað hægt er
að gera til að minnka matarsóun,
frumvarp um sauðahrámjólk verð-
ur kynnt, matur úr skordýrum, líf-
fræðilegur fjölbreytileiki, nýsköp-
un í landbúnaði, heimavinnsla og
fleira. Markaðurinn verður opinn
frá klukkan 11 til 17 og er aðgang-
ur 1000 kr. en frítt fyrir börn 16 ára
og yngri.“ Hlédís segir jafnframt að
uppruni, umhyggja og upplifun séu
einkunnarorð á Matarhátíð Búrsins
að þessu sinni.
Þá segir Hlédís að dagana 7.-10.
október fari Matarmarkaður Búrsins
bæjarleið til London. „Nánar
tiltekið á þúsund ára gamlan og
virtan markað sem þar er haldinn.
Íslenskir bændur og sjómenn ætla
að selja sínar vörur þar, en einnig að
sjá hvernig þessi gamli og virðulegi
markaður gengur fyrir sig. Kannski
erum við að borga til baka það sem
víkingarnir stálu frá þeim fyrir 1000
árum þegar þeir sigldu upp Thames
ánna,“ segir Hlédís Sveinsdóttir.
mm
Matarhátíð Búrsins haldin um næstu helgi
Svipmynd frá Matarmarkaði í Hörpu sem nú hefur fengið nafnið Matarhátíð.
„Siglingin gengur vel,“ segir Krist-
ján Loftsson forstjóri Hvals að-
spurður um hvernig för flutninga-
skipsins Winter Bay gengur um
norðausturslóð áleiðis til Japan.
Skipið er hlaðið 1800 tonnum af
frosnu hvalkjöti frá Hval og er sigl-
ing skipsins um norðurhöf tíma-
mótaferð í gegnum siglingaleið Ís-
hafsins norður fyrir Rússlands, um
Beringssund áleiðis til Kyrrahafs og
kaupenda kjötsins í Japan. Á vefn-
um Marinetraffic.com, þar sem alla
jafnan má sjá staðsetningu skipa,
má sjá að síðast þegar för Winter
Bay var skráð, var skipið statt norð-
an við Noreg 3. ágúst síðastliðinn.
Eftir það hefur sjálfvirk skráning
um ferðir og staðsetningu skips-
ins fallið út. Vera kann að það sé
vegna þess að hvalaverndunarsinn-
inn Paul Watson og hans fólk hjá
Sea Shepherd-samtökunum lýstu
því opinberlega yfir að markmið
þeirra væri að koma í veg fyrir að
hvalkjötsfarmur Hvals hf. kæm-
ist á ákvörðunarstað í Japan. En
„siglingin gengur vel,“ segir Krist-
ján Loftsson sem vildi að öðru leyti
ekkert láta hafa eftir sér um hval-
kjötsfarminn.
mm
Sigling með hvalkjöts-
farminn gengur vel
Sýn Bjarna Þórs skopmyndateiknara Skessuhorns á ferð Winter Bay um
norðurhöf.
Hljómsveitin Dúmbó og Steini
stefna á að halda stórdansleik á
Akranesi 7. nóvember næstkomandi.
Hafa þeir óskað eftir að fá íþrótta-
húsið við Vesturgötu á leigu undir
viðburðinn og var erindi þeirra tek-
ið fyrir á fundi bæjarráðs 13. ágúst
síðastliðinn. Í fylgiskjölum fundar-
gerðarinnar kemur fram að félag-
arnir í Dúmbó og Steina hafi í kjöl-
far 50 ára afmælistónleika fengið
fjölda áskorana um að halda dansleik
á Skaganum fyrir þann aldurshóp
sem byggði upp vinsældir hljóm-
sveitarinnar og sótti böllin af krafti í
þá daga. Í framhaldinu sendi hljóm-
sveitin tölvupóst til allflestra Skaga-
manna í árgöngunum 1942 - 1952
um fyrirhugaðan dansleik. Upphaf-
lega stóð til að dansleikurinn yrði
haldinn í Gamla Kaupfélaginu en
miðað við viðbrögðin við bréfinu
telja þeir félagar að sá salur verði of
lítill undir þann fjölda fólks sem bú-
ist er við að vilji mæta. „Nú á eftir
að reyna á þátttökuna en hún gæti
orðið sex til sjö hundruð manns og
það sem okkur þætti mjög leitt er að
mikill fjöldi fengi ekki aðgöngumiða
og að alltof þröngt yrði um þá sem
kæmust inn í Gamla Kaupfélagið,“
segir í fylgiskjali fundargerðarinn-
ar. Hefur hljómsveitin því óskað eft-
ir að fá afnot af íþróttahúsinu fyrir
viðburðinn.
Jákvætt tekið í erindið
Dagsetningin á viðburðinum er
ákveðin með tilliti til menningarhá-
tíðarinnar Vökudaga, sem er hald-
in á Akranesi á hverju hausti. Telja
meðlimir hljómsveitarinnar að
brottfluttir sem ætla að sækja dans-
leikinn geti þá nýtt tækifærið og
kíkt á fleiri menningarviðburði sem
verði í gangi á þessum tíma. Bæjar-
ráð Akraneskaupstaðar tók jákvætt
í erindið og vísaði því til menn-
ingar- og safnanefndar til skoðun-
ar í tengslum við hvort viðburður-
inn geti verið hluti af formlegri dag-
skrá Vökudaga. „Við getum lítið
tjáð okkur um málið á þessu stigi.
Það eina sem við getum sagt er að
það var tekið jákvætt í erindið og nú
er búið að vísa þessu áfram til hlut-
eigandi aðila, sem taka endanlega
ákvörðun,“ sagði Jón Trausti Her-
varsson, einn af meðlimum Dúmbó
og Steina í samtali við Skessuhorn.
grþ
Dúmbó og Steini stefna
á stórdansleik á Akranesi
Hljómsveitin eins og hún var skipuð þegar hún kom saman fyrir tónleika í Hörpu
2013. Ljósm. úr safni.