Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 11

Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Dagana 27. til 29. ágúst fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík. Keppnin fór fram víðsvegar um Suðurnes, Suðurland og Vesturland. Strax í upphafi á fimmtudaginn var ljóst að barist yrði með öllu afli þar sem eingöngu örfá stig skildu að efstu lið á Íslandsmótinu. Spennan var því mikil er ekin var fyrsta sérleið- in, við Hvaleyrarvatn. Sú leið átti eftir að marka keppnina en þar veltu þeir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson bifreið sinni og féllu úr leik. Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn óku útaf á þessari leið og festu bíl sinn sem tafði þau um 20 mínútur þann- ig að þau voru í síðasta sæti eftir fyrsta daginn. Efstu menn Íslands- mótsins, Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason, lentu einnig í vandræðum og voru í lok dags einni mínútu á eftir Íslandsmeist- urunum frá í fyrra, Baldri Haralds- syni og Aðalsteini Símonarsyni. Á öðrum keppnisdegi var haldið austur fyrir fjall þar sem ekið var í nágrenni Heklu. Ýmis skakkaföll háðu áhöfnunum og taugatitring- ur jókst all verulega. Ljóst var að nú myndi reyna á reynslu og yfir- vegun áhafnanna en einungis örfá- ar sekúndur skildu að annað og fjórða sætið. Í lok dags voru þeir Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson þó með örugga for- ystu og mikilvægt var því fyrir þá að keyra hratt en örugglega til að halda henni. Þegar komið var að Kaldadal að morgni þriðja keppn- isdags, voru taugarnar þandar og álagið mikið, bæði á bílum og áhöfnum. Dalurinn reyndist því keppendum erfiður og fór svo að Guðni Freyr Ómarsson og Pálmi Jón Gíslason veltu bíl sínum og féllu því úr leik, en þeir voru þá í öðru sæti. Einnig féllu Valdimar og Skapti úr leik en fleiri áhafn- ir urðu fyrir minniháttar skakka- föllum. Úrslit í keppninni urðu á þann veg að Baldur og Aðalsteinn sigr- uðu, voru tæpum 9 mínútum á undan Daníel og Ástu sem tókst með frábærum akstri að vinna sig alla leið upp í annað sætið. Í þriðja sæti urðu svo Magnús Þórðar- son og Hafdís Ósk Árnadóttir eft- ir harða keppni við hjónin Ólaf Ólafsson og Tinnu Rós Vilhjálms- dóttur og skildu einungis 9 sek- úndur þessar áhafnir að eftir rúm- lega þriggja klukkustunda sér- leiðaakstur. Annar Vestlendingur, Þorkell Símonarson eða Keli vert í Langa- holti, tók einnig þátt í þessari keppni. Ók hann ásamt Þórarni K. Þórssyni af miklu öryggi sem skilaði þeim í þriðja sætið í jeppa- flokki og sjöunda sæti í heildina. Eftir þessa keppni leiða Bald- ur og Aðalsteinn á Íslandsmótinu með 57 stig en Daníel og Ásta eru þar á eftir með 42,5 stig. Tvær umferðir eru eftir og 40 stig. mm/gjg Á fundi velferðar- og mannréttind- aráðs Akraness í lok júlí kom Ja- nus Guðlausson lektor og kynnti rannsóknarverkefni sitt; „Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum – Leið að farsælli öldrun.“ Verkefnið er óbeint framhald af doktorsverkefni Janusar og snýr að heilsurækt eldri borgara. Að sögn Jóns Hróa Finns- sonar, sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs, er ætlunin að fá nokkur sveitarfélög úr öllum lands- hlutum til að taka þátt í verkefninu, sem á að bæta heilsu og velferð eldri aldurshópa á Íslandi. Eldri borgur- um verður boðið að taka þátt í fjöl- þættri heilsurækt og er markmiðið að það hjálpi þeim í athöfnum dag- legs lífs. Þetta gæti mögulega orðið til þess að eldri borgarar hafi tök á að búa lengur í eigin húsnæði og sjá um sig sjálfir í lengri tíma. Var það vilji Janusar að fá Akra- nesbæ með í verkefnið og var er- indið tekið upp aftur í velferðar- og mannréttindaráð 19. ágúst síðast- liðin. Jón Hrói sagði í samtali við Skessuhorn að Akraneskaupstað- ur væri að skoða þann möguleika að taka þátt í verkefninu en endan- leg ákvörðun hafi ekki verið tekin. „Við erum mjög jákvæð fyrir þessu verkefni og höfum áhuga á að taka þátt. Það er ekki víst að sú líkams- ræktaraðstaða sem fyrir hendi er á Akranesi henti þessum aldurshópi. Við þurfum því að sjá hversu miklu við þurfum að bæta við aðstöðu og í tækjakosti til að geta tekið þátt og hver kostnaðurinn væri,“ seg- ir Jón Hrói. Einnig er gert ráð fyr- ir að Akraneskaupstaður greiði laun starfsmanna í fullu starfi við rann- sóknirnar. „Mér var falið að kynna eldri borgurum þessa rannsókn og velta þessu upp með þeim og kanna hvort fyrirtæki og aðrar stofnanir á svæðinu væru tilbúin að taka þátt. Rannsóknin er að fara af stað núna í vetur og það er ljóst að við kom- um ekki inn sem fullir þátttökuað- ilar strax í upphafi. Möguleikinn á því að koma inn í verkefnið á seinni stigum verður þó skoðaður,“ bætir Jón Hrói við. arg Heilsurækt eldri borgara á Akranesi Dramatík einkenndi Rallý Reykjavík SK ES SU H O R N 2 01 5 Atvinna í boði Flutningastöðin í Borgarnesi óskar eftir starfskrafti í vöruhús við útkeyrslu og önnur tilfallandi störf sem fyrst Vinnutími er frá kl. 7-12 virka daga og jafnvel lengur eftir samkomulagi Hæfniskröfur: - Bílpróf er skilyrði - Meirapróf er kostur - Stundvísi og góð þjónustulund Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu í Borgarnesi eða næsta nágrenni Nánari upplýsingar eru veittar í síma 860-7230 eða á v.v@simnet.is Til leigu ��� m� rými í húsi Arion banka við Digranesgötu, Borgarnesi. Húsnæðið er á þremur hæðum, alls um �.���m� og er laust leigurými á öllum hæðum. Mögulegt er að leigja hluta af húsnæðinu. Um er að ræða skemmtilega og mjög vandaða eign á góðum stað við hringveginn sem hentar vel undir hvers kyns verslun eða þjónustu. Nánari upplýsingar veita Bernhard Þór Bernhardsson, svæðisstjóri. Sími ��� ����, netfang bernhard.bernhardsson@arionbanki.is. Gunnar Jóakimsson, forstöðumaður fasteigna og rekstrar. Sími ��� ����, netfang gunnar.joakimsson@arionbanki.is. Húsnæði til leigu á besta stað í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.