Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Page 17

Skessuhorn - 02.09.2015, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 17 Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf í „Smiðjunni“ í Ólafsvík, sem er dagvinnustofa, hæfing og atvinnutengd úrræði fatlaðs fólks. Um er að ræða 100% stöðugildi, vinnutími virka daga kl. 8.00 – 16.00. Launakjör skv. samningum SDS og sveitarfélaganna. Æskilegt en þó ekki skilyrði er að umsækjandi búi að félagsliðamenntun og eða starfsreynslu er nýtist í starfi með fólki með fötlun, hafi góða samskiptahæfileika, sé úrræðagóður, skipulagður og stundvís. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og sakavottorð viðkomandi berist til undirritaðs sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið: Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður, sveinn@fssf.is, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Atvinna í boði SK ES SU H O R N 2 01 5 Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Starf þroskaþjálfa í búsetuþjónustu. • Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is S K ES SU H O R N 2 01 5 Laust starf hjá Akraneskaupstað Bíll fór út af við Miðskóg í Dölum að morgni síðasta miðvikudags. Bílinn lenti utan vegar en bílstjór- inn náði honum aftur upp á veg- inn þar sem hann valt á hliðina. Dráttarbíl þurfti til að fjarlægja bílinn en hann mun vera talsvert skemmdur. Einn maður var í bíln- um og var hann fluttur til skoð- unar á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands í Búðardal. mm/ Ljósm. km.is Bílvelta í Dölum Föstudaginn 28. ágúst var flutn- ingaskipið Sunna við festar í Grundarfjarðarhöfn. Það vakti at- hygli ljósmyndara að ofan á skipinu var skurðgrafa ein stór og mikil sem þjónar hlutverki krana við lönd- un og lestun í skipið. Sunna var að koma með 130 tonn af salti fyr- ir fiskvinnslur á svæðinu. Það voru starfsmenn Djúpakletts sem sáu um löndunina ásamt skipverjum. tfk Með salt til fiskvinnslunnar Flutningaskipið Flinterrachel átti viðkomu í Ólafsvíkurhöfn síðastlið- inn laugardag með saltfarm. Skip- ið sem er 3442 brúttótonn að stærð var að koma þangað í fyrsta skipti en heimahöfn þess er í Rotterdam í Hollandi. 1100 tonnum af salti var landað í Ólafsvíkurhöfn fyrir salt- fiskverkanir í Snæfellsbæ. Er þetta stærsti saltfarmur sem skipað hef- ur verið upp í Ólafsvík. Venjulega þegar saltskip koma til Ólafsvíkur hefur verið landað á bilinu 500 til 800 tonnum. Það voru starfsmenn frá Ragnari og Ásgeiri í Grundar- firði sem sáu um löndunina. Næsti viðkomustaður skipsins var í Stykk- ishólmi og þar á eftir Grindavík og Reykjavík. þa Stærsti saltfarmurinn til þessa Hún hefur sjálfsagt farið fram hjá fáum, sú umræða sem hefur skap- ast á landinu um móttöku flótta- fólks frá Sýrlandi undanfarna daga. Hundruðir víðsvegar um landið hafa boðist til að leggja fram hjálp- arhönd, allt frá því að bjóða fólki húsnæði og fæði, fatnað og hluti eða vináttu og stuðning. Í Borgarbyggð hefur verið stofnaður á Facebo- ok hópurinn Hjálparhönd - stuðn- ingsnet fyrir móttöku flóttamanna í Borgarbyggð. Á átján klukkustund- um voru meðlimir hópsins komn- ir yfir 150 manns, þegar staðan var tekin síðdegis í gær. „Hópur fólks sem vill leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður svo Borgarbyggð geti tekið á móti flóttafólki og hjálpað því að fóta sig í nýju samfé- lagi. Þessi síða er hugsuð sem vett- vangur til að ræða saman og koma með hugmyndir að því hvað sé að gera til að rétta hjálparhönd. Eng- inn getur gert allt en allir geta gert eitthvað,“ segir í lýsingu um hóp- inn á Facebook síðunni. grþ Stuðningsnet fyrir móttöku flótta- manna stofnað í Borgarbyggð Þessar dömur hittust á Kaffi Kyrrð í Borgarnesi í fyrrakvöld og ræddu um ástandið í Sýrlandi og straum flóttafólks til Evrópu. Ljósm. Hjálparhönd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.