Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201520 Hvalfjarðardagar fóru fram um síð- astliðna helgi og gengu vonum fram- ar, að sögn Heiðar Hallfreðsdóttur skipuleggjanda hátíðarinnar. Fjöl- breytt dagskrá var um alla sveit þar sem fjölmargir tóku þátt í leik og starfi. Góð þátttaka var í öllum við- burðum en hvass vindur af norð- austri setti þó sinn svip á hátíðar- höldin á laugardaginn. Fresta varð Helgusundi úr Geirshólma eft- ir að aðstæður höfðu verið kannað- ar. Ölduhæð var of mikil og ekki tal- ið öruggt að leggja af stað í sund- ið. Að sögn Heiðar var Helgusund- inu einungis frestað. „Sundgarparnir eru harðákveðnir að synda þarna yfir og ætla ekki að aflýsa sundinu alfar- ið. Ætlunin er að finna nýja dagsetn- ingu,“ segir Heiður. „Það voru 45 skráðir í Hvalfjarðar- hlaupið og voru flestir sammála um að hlaupaleiðin hafi verið skemmti- leg en erfið, enda frekar hvass vind- ur. Aðsókn á stóra sveitamarkaðinn á Þórisstöðum var líka mjög góð, það voru örugglega um 40 seljend- ur og mikil stemning. Á sunnudeg- inum var dásamlegt veður og þátt- taka í gönguferð upp að Glymi var mjög góð enda kjörið gönguveður. Í Vatnaskógi var líka yndislegt, vatn- ið var spegilslétt og börn úti á bát- um og að leika sér í hoppuköstulum á meðan fullorðna fólkið fékk sér kaffi- sopa,“ segir Heiður. Síðasti dagskrár- liður Hvalfjarðardaga var sýning í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þar sýndi Steinunn Jóhannesdóttir rithöfund- ur og leikkona verk um örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guðríð- ar Símonardóttur. Það voru allir í skýjunum með sýninguna, enda frá- bær flutningur hjá Steinunni,“ segir Heiður að lokum. arg/ Ljósm. hb. Mjög góð mæting á Hvalfjarðardaga Hlaupið í norðangarranum. Arnar Karlsson á hlaupum en hann varð fyrstur í flokki 40 ára og eldri í 7 km hlaupinu. Arnheiður á Bjarteyjarsandi segir börnum og fullorðnum frá dýrunum á bænum. Svínin á Bjarteyjarsandi vekja alltaf athygli. Sumir settust aðeins á bak. Sigurvegarar í Hvalfjarðarhlaupi, 19-39 ára. Máni Atlason og Katrín Lilja Sigurðardóttir. Hlaupið var frá Botnsskála að Hlöðum sem eru um 14 km. Sigurvegarar í Hvalfjarðarhlaupi 14 km, 40 ára og eldri, Magnús Þór Arnarson og Ingveldur H. Ingibergsdóttir. Boðið var upp á ókeypis grillaðar pylsur í Ferstikluskála og Kristján veitinga- maður hafði í nógu að snúast við að grilla og afgreiða. Ingibjartur Þórjónsson og Kristín Magnúsdóttir voru með heimasmíðaða leik- fangabíla á markaðnum á Þórisstöðum. Tvíreykt og grafið kjöt sneitt niður á markaðnum. Mæðgurnar Kristín og Sigur- björg á Ytra-Hólmi seldu vel. Ljósmyndir og fatnað mátti líka sjá á markaðnum. Fjölbreytt úrval matvæla var á boð- stólum á Þórisstöðum.Kleinur og teiknimyndafígúrur auk renndra skála úr trjábolum voru þarna í boði. Kristján Bjarnason og Aron sonur hans voru með ýmsa skraut- og nytjamuni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.