Skessuhorn - 02.09.2015, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201524
Freisting vikunnar
Í lok sumars eru á mörgum ís-
lenskum heimilum til margar
krukkur af splunkunýrri rabar-
barasultu. Sultan er yfirleitt not-
uð í bakstur, með lambasteikinni,
ofan á pönnukökur eða vöfflur
eða jafnvel gefin til vina og vanda-
manna í fallegum krukkum. Þegar
kemur að bakstri sem inniheldur
rabarbarasultu er hjónabandssæla
líklega sú vinsælasta. Hér birtum
við uppskrift af svokallaðri hátíð-
ar hjónabandssælu, sem er örlít-
ið öðruvísi en sú hefðbundna en
alveg ótrúlega ljúffeng og bragð-
góð.
Hátíðar hjónabandssæla
2 bollar haframjöl
2 bollar kókosmjöl
2 bollar hveiti
2 bollar hrásykur
250 gr. smjör
2 stk. egg
vanilludropar (smá slurkur)
möndludropar (smá slurkur)
Rabarbarasulta
100 gr. suðusúkkulaði
Þurrefnunum hrært saman. Síð-
an eru eggjum, dropum og mjúku
smjöri bætt saman við. Hrært og
hnoðað. Deiginu er síðan þjappað
ofan í smurt mót. Smyrjið rabar-
barasultu ofan á og myljið að lok-
um restina af deiginu yfir og loks
súkkulaðinu.
Bakað í 190° heitum ofni í um
40 mín.
Hjónabandssæla með
rabarbarasultu og súkkulaði
Ljósm. Berglind Guðmundsdóttir.
Opnun á verkum Anne Hers-
zog verður mánudaginn 7. sept-
ember frá 16 til 18 í Átthagastof-
unni í Ólafsvík. Anne fæddist 1984
í Frakklandi en býr og starfar á Ís-
landi. Hún hefur lokið námi í kvik-
myndarannsóknum, margmiðlun og
listum frá ýmsum háskólum í Frakk-
landi, meðal annars Université París
1 Panthéon Sorbonne. Verk Anne
hafa verið sýnd á Íslandi, Frakk-
landi, New York, Trinidad og To-
bago og Europu, svo eitthvað sé
nefnt. Í Átthagastofunni mun Anne
sýna verk um eldfjall eða svokallað
„Art brut.“ Viðfangsefnið er Snæ-
fellsjökull. Sýningin verður opin á
opnunartíma Átthagastofunnar, frá
kl. 9:00—16:00, út september.
-fréttatilkynning
Opnar myndlistarsýningu í Átthagastofunni
Hjónunum Helga Guðmundssyni
og Júlíu Gunnarsdóttur í Vogum á
Vatnsleysuströnd er margt til lista
lagt. Margir þekkja til þeirra eft-
ir að þau ferðuðust hringinn um
landið á Farmal Cub með sérsmíð-
aða kúrekakerru í eftirdragi, nú
síðast í sumar. Á ferð blaðamanns
um Voga á Vatnsleysuströnd á
bæjarhátíð þar nýverið var honum
boðið í garðinn til þeirra hjóna.
Garðurinn er ævintýri líkastur, fal-
lega skreyttur með gömlum mun-
um og styttum, hænsnin áttu sinn
stað innan um blóm og skrautjurtir.
Hér er hestur og gamall áburðar-
dreifari meðal sýningargripa. Þrátt
fyrir að Vogar séu utan helsta út-
breiðslusvæðis Skessuhorns, mega
góðar myndir sem þessar ekki falla
ónotaðar. mm
Óvenjulegur garður í Vogunum
Skagakonan og áhugaljósmynd-
arinn Þórdís Björnsdóttir hefur
opnað ljósmyndasýningu á ann-
arri hæð Akranesvita, þar sem hún
sýnir myndir sínar á næstu vikum.
Um er að ræða tuttugu fjölbreytt-
ar myndir, sem hafa margar hverj-
ar á sér ævintýralegan blæ. Þórdís
tók flestar myndirnar sjálf og hef-
ur unnið þær í tölvu og sett saman.
„Þetta eru bara uppstillingar mínar
og hugmyndir. Í samsettu myndun-
um nota ég allt frá tveimur og upp í
fimm ólíkar myndir og blanda þeim
saman,“ segir Þórdís. Hún segist
þó ekki geta blandað hverju sem
er saman, passa þurfi upp á birtu
og litasamsetningu þó að ýmislegt
sé hægt að laga í myndvinnslufor-
ritum. Sýningin er sölusýning og
verður opin í vitanum fram yfir
Vökudaga.
Þó að komið sé fram á haust verð-
ur ýmislegt um að vera í vitanum
enda er búið að framlengja ráðn-
ingarsamning við vitavörðinn fram
til næsta vors. Á fyrstu hæð Akra-
nesvita er málverkasýning mynd-
listarkonunnar Önnu S. Helga-
dóttur og næstkomandi laugardag
verður frumflutt tónverk í vitan-
um. Það er hljómsveitin Mógil sem
flytur verkið, sem samið er sérstak-
lega fyrir Akranesvita. Viðburður-
inn er hluti af verkefninu „Akra-
nesviti: Rými til tónsköpunar“ sem
var styrkt af Uppbyggingarsjóði
Vesturlands. Verkefnið snýst um að
rannsaka hljómburð og endurkast í
rými Akranesvita með sérstöku til-
liti til tónsmíða og tónlistarflutn-
ings í rýminu. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.
grþ
Sýningar og tónleikar
framundan í Akranesvita
Þórdís Björnsdóttir sýnir ljósmyndir í Akranesvita fram yfir Vökudaga.
Hjónin Jón Trausti Hervarsson
og Júlíana Bjarnadóttir á Akranesi
fögnuðu gullbrúðkaupi 21. ágúst
síðastliðinn. Fjórum dögum áður
varð Jón Trausti sjötugur og af því
tilefni var slegið upp veislu heima
hjá þeim hjónum á Vallarbrautinni,
þar sem þau héldu upp á hvoru
tveggja í faðmi fjölskyldu og vina.
Hjónin giftu sig árið 1965, nokkr-
um dögum eftir að Jón Trausti varð
tvítugur. Hann þurfti því svokall-
að forsetaleyfi til að geta kvænst
unnustu sinni. „Karlmenn þurftu
að vera 21 árs en ég var nýorðinn
tvítugur. Konum var aftur á móti
treyst til að giftast átján ára, enda
hafa þær alltaf verið betur gefnar
en við strákarnir,“ segir Jón Trausti
hress í samtali við Skessuhorn.
Hann segist ekki hafa látið aldur-
inn stoppa sig og sótti því um und-
anþágu. „Maður þurfti að fara suð-
ur í dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið með bréf frá prestinum. Svo var
leyfið sent til baka þegar þetta hafði
verið afgreitt. Þannig að það kom
bréf undirritað annað hvort af for-
setanum eða ráðuneytisstjóranum,
þar sem fram kom að þeir góðfús-
lega veittu þetta leyfi.“
Fóru að búa eftir giftingu
Jón Trausti sló á létta strengi í af-
mælisveislunni og sýndi gestun-
um bréfið. „Konan tók upp á því
að syngja til mín lag þar sem hún
hafði breytt textanum lítillega. Ég
vissi að hún ætlaði að gera eitthvað
eins og henni er lagið svo ég varð
að vera viðbúinn,“ segir hann. Jón
Trausti segir að það hafi ekki verið
óalgengt í þá daga að fólk hafi þurft
að fá þessa undanþágu. „Fólk fór
oft að búa, líkt og það gerir í dag,
og gifti sig svo eitthvað seinna. Við
fórum samt ekki að búa fyrr en eft-
ir brúðkaupið. Vorum búin að taka
íbúð á leigu og gera allt tilbúið, svo
fluttum við inn eftir að við giftum
okkur. Nú höfum við verið saman
í blíðu og stríðu öll þessi ár, eigum
þrjú börn, þrjú tengdabörn og sex
barnabörn, yndislegan hóp.“
grþ /Ljósm. hb.
Þurfti forsetaleyfi til að kvænast
Jón Trausti og Júlíana fögnuðu nýlega gullbrúðkaupi.
Jón Trausti með leyfisbréfið frá dómsmálaráðuneytinu. Í bréfinu stendur meðal
annars: Leyfisbréf handa Jóni Trausta Hervarssyni til þess að mega kvænast unn-
ustu sinni Júlíönu Bjarnadóttur, þótt hann hafi eigi náð lögmæltum hjúskapar-
aldri.“ Neðst á blaðinu kemur fram að gjaldið fyrir bréfið var 150 krónur.