Skessuhorn - 02.09.2015, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 25
Berg-vélsmiðja í Grundarfirði er til sölu
Um er að ræða mjög veglega vélsmiðju í eigin húsnæði á frábærum
stað í byggðarlaginu. Miklir möguleikar.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fyrirtækjasölunnar
Suðurver í síma 516 0000 eða fyrirtaeki@fyrirtaeki.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
1218. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. september
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að
mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að
hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn 5. •
september kl. 10.30.
Frjálsir með• Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara,
gengið inn frá palli, mánudaginn 7. september kl. 20.00.
Björ• t framtíð í Vitakaffi Stillholti 16-18, mánudaginn 7.
september kl. 20.00.
Sa• mfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
laugardaginn 5. september kl. 11.00. S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Bæjarstjórnarfundur
Í byrjun síðustu viku stóð Nem-
endafélag Fjölbrautaskóla Vest-
urlands fyrir allskyns afþreyingu,
leikjum og hópefli fyrir nýnema
skólans. Nýnemavikunni lauk svo á
miðvikudaginn með nýnemasprelli
á Langasandi, sem í eina tíð hefði
líklega verið kallað busavígsla.
Eldri nemendur marseruðu með
nýnema eftir endilöngum Langa-
sandi, sendu nokkrar ferðir í sjóinn
áður en komið var að klettaranan-
um sunnarlega á sandinum. Þar var
hópnum skipt í tvennt og nýnem-
arnir látnir renna sér tveir og tveir
saman eftir sápurennibraut ofan í
holu fulla af vatni, skríða undir net
og hlaupa eina ferð enn í sjóinn. Að
lokum voru allir látnir setjast, grafa
holur, velta sér upp úr sandinum og
syngja.
Þeim nýnemum sem umsjónar-
mönnum „sprellsins“ þóttu óhlýðn-
ir var boðið að smella kossi á ný-
slægðan þorsk í refsingarskyni.
kgk
Nýnemasprell á
Langasandi
Nýnemarnir voru sendir nokkrar ferðir í sjóinn á leiðinni á áfangastað.
Skriðið í sandinum.
Nýnemarnir voru meðal annars látnir grafa holur í sandinn.
Af viðbrögðum krakkanna að dæma var vatnið við enda rennibrautarinnar ekki
heitt. Eldri nemendur gripu fötur og sáu til þess að allir blotnuðu frá toppi til táar.