Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201526
Mikið var um að vera í sunnan-
verðum Borgarfirði um helgina. Í
Hvalfjarðarsveit stóðu Hvalfjarð-
ardagar yfir alla helgina með fjöl-
breyttri dagskrá um alla sveit þar
sem fjölmargir tóku þátt í leik og
starfi. Í Borgarnesi hélt svo Kaup-
félag Borgfirðinga sína árlegu
uppskeruhátíð á laugardaginn með
líflegri dagskrá fyrir fólk á öll-
um aldri. Góð mæting var, en að
sögn Guðsteins Einarssonar kaup-
félagsstjóra voru heldur færri gest-
ir en undanfarin ár og helgaðist
það af því að bændur voru út um
allt hérað að slá og hirða há, enda
hékk hann þurr. „Við fögnum því
að bændur nýttu daginn til hey-
skapar enda veitir ekki af að bæta
heyforðann. Mér skilst að hey-
magn úr fyrra slætti hafi víða ver-
ið rýrt. Engu að síður fengum við
marga gesti til okkar á laugardag-
inn og erum ánægð með hvernig
til tókst. Vegna veðurs voru flest-
ir inni í versluninni og hún stapp-
full af fólki. Þetta gekk prýðilega
og við erum ánægð, aðsókn var
langt umfram væntingar. Bænd-
ur kikja bara í kaffi til okkar síð-
ar þegar vel stendur á hjá þeim,“
sagði Guðsteinn.
mm/ Ljósm. hb.
Vel mætt á Sumarhátíð Kaupfélagsins
þrátt fyrir að bændur væru í heyskap
Frekar kuldalegt var á útisvæðinu í Borgarnesi en samt voru margir.
Reiðskóli Guðrúnar Fjeldsted var með hesta á staðnum og krakk-
arnir fengu að fara á bak.
Gefið á garðann. Löng röð við grillaðar pylsur utan við verslunar-
hús KB.
Sýnikennsla í meðferð veiðiháfa.
Keppni í girðingastaurakasti var spennandi.
Málin rædd inn í verslunarhúsinu.
Guðsteinn Einarsson, Haukur Júlíusson og Pálmi Ingólfsson ræða
heimsmálin.
Pylsurnar runnu út en það var Búnaðarfélag Mýramanna sem sá
um að grilla.
Árni Jónsson var ánægður með tilveruna.Geiri frá Kvíum og Jón Pétursson ræða málin.
Visit the locals er kynningarátak ferðaþjónustufyrirtækja
Markaðsstofa Vesturlands hlaut á síðasta ári styrk úr Menning-
arráði Vesturlands til vinnslu á verkefninu Visit the locals. „Við
fengum styrk til að kynna fyrirtæki á Vesturlandi sem bjóða
upp á persónulega heimsókn ferðafólks,“ segir Kristján Guð-
mundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands í samtali
við Skessuhorn. Sex myndbönd hafa nú verið framleidd og má
finna þau inni á vefsíðunni www.visitthelocals.is. Að sögn Krist-
jáns stendur til að búa til fleiri myndbönd. Verkefnið var unnið
í samstarfi við Búdrýgindi ehf. sem sá um upptökur. arg
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, rótgróin ferðaþjónusta, fallegur
og skemmtilegur áfangastaður fyrir þá sem eru á ferð um
Hvalfjörðinn. Þar er stunduð sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og
fræðslustarfsemi. Þar er margt í boði, t.d. gallerí í súrheysgryfju,
gistiaðstaða, gönguferðir með leiðsögn og margt fleira.
Á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum búa Halla Sigríður Steinólfs-
dóttir og Guðmundur Gíslason. Þar stunda þau sauðfjárbúskap þar
sem ræktað er lífrænt lambakjöt. Þau Halla og Guðmundur taka
vel á móti gestum sem vilja koma og kynna sér fjárbúskapinn. Á
bænum eru 500 kindur, þrír fjárhundar, hænur, hani og býflugur.
Á Erpsstöðum í Dölum búa þau Þorgrímur Einar Guðbjartsson og
Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Þar reka þau kúabú en árið 2009
var einnig opnað Rjómabúið Erpsstaðir þar sem þau búa til og selja
ýmsar mjólkurafurðir. Þangað eru gestir velkomnir í heimsókn
þar sem þeim er boðið að skoða búið, klappa dýrunum og versla
margskonar góðgæti.
Hjá Guðrúnu Bjarnadóttur í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun
geta gestir stoppað og fengið að sjá hvernig íslensk ull er lituð
með jurtum. Þar er einnig úrval af jurtalituðu bandi til sölu.
Ingi Hans Jónsson er einn þekktasti sagnamaður landsins og í
Sögustofunni hans í Grundarfirði geta gestir fengið að hlusta á
hann segja sögur fyrir alla fjölskylduna. Ingi Hans byrjaði snemma
að segja sögur en hann lærði það af föður sínum sem var sjómaður
og öðrum sjómönnum.
Í Frystiklefanum á Rifi er boðið upp á margskonar menningarvið-
burði, leiksýningar, lifandi tónlist og margt fleira, ásamt því að
þar er rekið hostel.