Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 27

Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn- arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkju- braut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 53 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Lengi skal manninn reyna.“ Vinn- ingshafi er: Steinunn Anna Guðmundsdóttir, Dal- braut 14, 105 Reykjavík. mm Hlunn- indi Efnast Japl Fengur Auð- kenna Alltaf Poki Þreyta Depl- ana Þófi Dropi Samhlj. Heiður Góð Þar til Tekt Stoðin 1 4 Af- gangs Eggjun Óska Átölur Slá Upphr. Kanna Makar Ílát Flýtir Bjalla Erfiði Hrun Byrstur Sér- hljóðar Skógur Stór Deigur Fen Önug 8 Gelt Í bítið Hugræn Dögg Ras 6 Þór- dunan Hljóta Hlut- verk Ískra Áhald Hnykill Sk.st. Kanna Kast Erna Neyttu 51 Sam- hljóðar Blaður Skurn Fræga Óhóf Horfur Spurn Samtök Stólpi Nóar Tengt Tölur Kaðall Brall Á fæti Gleði Suðar Utan Fræða Bolti Rödd Spil Aðstoð Tónn Ræða Bera Grípa Beygðu Leir Gola Tónn Frjáls Spilda Viljug- ur Dansa 2 5 Ólíkir Snuðr- ari Kvaka 7 Læti Andvari Korn Vissan Risar Rófa Skel Aumir Tvenn- an 3 1 2 3 4 5 6 7 8 JGR umboðs- og heildverslun ehf. var stofnuð í Borgarnesi árið 1990 og fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Fyrstu árin var starfsemin til húsa í kjallara JS Nes- bæjar en var flutt að Sólbakka 6 fyr- ir bráðum 20 árum. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns á sumrin og 3,5 störf eru þar að vetrinum. Er versl- unin eina heildverslunin á Vestur- landi og afgreiðir vörur í landshlut- anum og víðar. „Við sendum vörur eiginlega út um allt land,“ sagði Jón Georg Ragnarsson, framkvæmda- stjóri og eigandi JGR, í samtali við Skessuhorn í síðustu viku. „Við erum þekkt fyrir góða þjónustu, það er alltaf hægt að ná í okkur, við erum alltaf á vaktinni. Auk þess segjum við nánast aldrei „nei“ við viðskiptavini, jafnvel þó við eigum ekki vöruna sem þeir biðja um. Við reddum því þá bara í hvelli,“ bætir hann við. Að sögn Jóns vinnur JGR með fjölda fyrirtækja. Sér til dæmis al- farið um að dreifa vörum frá Nóa Síríus á Vesturlandi, vestur á firði og einnig í verslanir Bónuss og Krónunnar á Vesturlandi. „Við höf- um átt mjög gott samstarf við alla þá sem vilja nota okkar þjónustu. Fólk hringir á einn stað og fær allt sem það vill, á sama verði og ann- ars staðar og við borgum flutning- inn,“ segir hann. Snýst allt um þjónustu Aðspurður hver sé lykillinn að því að reka fyrirtæki sem þetta í aldar- fjórðung segir Jón það ganga fyrst og fremst út á þjónustu. Einnig nefnir hann heppilega staðsetningu fyrirtækisins, tiltölulega stutt sé til helstu viðskiptavina til allra átta. „Við erum miðsvæðis, í höfuðstað Vesturlands hér í Borgarnesi,“ segir hann og brosir. Jón segir lítið hafa breyst á þeim 25 árum sem fyrirtækið hefur starfað, grundvallaratriðin séu þau sömu og áður. „Það sem hefur helst breyst er að fyrirtækið er alltaf að stækka,“ segir hann, auk þess sem grænmeti og ávextir eru orðinn stór hluti af vöruframboðinu. Fyr- irtækið dreifi grænmeti og ávöxt- um um allt Vesturland. Rekstur- inn sé í raun alltaf að stækka. „Við sjáum gríðarlega mikla aukningu á milli ára, eftir því sem það er vax- andi fjöldi fólks á ferðinni hverju sinni. Það stefnir í metár hjá okkur í ár, eins og hjá öllum þjónustuað- ilum á Vesturlandi.“ Stefnan er að halda áfram á sömu braut og halda áfram að þjónusta viðskiptavini á Vesturlandi og víð- ar. „Við höfum verið með fast- ar ferðir á Snæfellsnes á hverjum miðvikudegi núna í 25 ár og aldrei hefur fallið niður ferð. Það er far- ið í nánast hvaða veðrum sem er. Það er alltaf vitlaust að gera, allt snýst þetta um þjónustu og ég vil, fyrir hönd JGR, þakka öllum við- skiptavinum okkar fyrir góð sam- skipti undanfarin 25 ár,“ segir Jón Georg að lokum. kgk „Samfylkingin hefur ráðið Kristján Guy Burgess sem framkvæmdastjóra. Hann var valinn úr stórum hópi umsækjenda til að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnu- mótun,“ segir í fréttatil- kynningu frá Samfylking- unni. „Það var ekki auðvelt að velja úr þeim góða hópi sem gaf kost á sér til starfa fyrir Samfylkinguna. Það er mikill fengur að Kristjáni. Hann hefur skýra sýn um hvernig best er hægt að auka áhrif umbóta- sinnaðra afla og hann hefur sýnt í fyrri störfum að hann hefur lag á að vinna með fólki, leysa flókin verk- efni og koma hlutum í verk. Við hlökkum til samstarfsins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar um ráðninguna. Kristján hefur að undanförnu starfað fyrir Atlantshafsbandalag- ið sem fulltrúi þess gagnvart Sam- einuðu þjóðunum í New York. Árin 2009-2013 var hann aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra og frá 2005-2009 rak hann ráð- gjafarfyrirtæki í alþjóða- málum. Hann býr yfir áralangri reynslu af störf- um við fjölmiðla og hef- ur komið að margvíslegu kosningastarfi. Kristján er með BA próf í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og meistara- próf í alþjóðastjórnmálum og al- þjóðalögum frá háskólum í Lond- on og Kosta Ríka. Fyrstu störf hans voru hins vegar í sveit en hann var um árabil á æskuárum sínum létta- drengur hjá heiðurshjónunum Eyj- ólfi og Helgu á Kópareykjum í Borgarfirði. Kristján er í sambúð með Rósu Björk Brynjólfsdóttur og þau eiga þrjú börn á aldrinum 2-11 ára. Hann mun hefja störf fyr- ir Samfylkinguna 1. nóvember. mm Fjölmargir voru við veiðar á norð- urgarðinum í Ólafsvík á laugar- dagskvöldið og gátu aðstæður ekki verið betri til veiða; stafalogn, há- sjávað og stórstreymt. Voru flest- ir að vonast eftir makríl en hann lét hinsvegar ekki sjá sig. Mjög vel veiddist hins vegar af ufsa af stærri gerðinni og tóku margir aflann með sér heim til þess að gera fiskiboll- ur eins og þessi veiðimaður gerði, enda ufsinn ágætur að stærð. af Einar Þór Skarphéðinsson og Auður Helgadóttir, starfsmenn JGR, unnu að því að ferma sendibílinn fyrir vikulega ferð út á Snæfellsnes. Að sögn Jóns Georgs hefur ekki fallið niður ferð út á Snæfellsnes á þeim 25 árum sem heildsalan hefur verið starfrækt. Aldarfjórðungur frá stofnun JGR í Borgarnesi Jón Georg Ragnarsson á skrifstofu sinni í Borgarnesi. „Hér fær enginn vinnu nema hann sé Tottenham-maður,“ sagði Jón léttur í bragði þegar blaðamaður spurði út í Tottenham-fánann. Við veiðar í stafalogni Kristján Guy verður fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.