Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Side 30

Skessuhorn - 02.09.2015, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201530 „Hver er uppáhalds íslenska bíómyndin þín?“ Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Evrópumótinu í E-riðli í Futsal lauk í Ólafsvík síðastliðinn föstu- dag með leik Víkings Ó og Ham- borg Panthers. Leikurinn var hörkuspennandi og mikil stemning meðal 425 áhorfenda sem mættu á leikinn. Hamborgarliðið er Þýska- landsmeistari í Futsal en Víkingar voru engu að síður á löngum tíma betri aðilinn í leiknum. Marka- laust jafntefli var eftir fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var öllu meira spennandi en að lokum náði þýska liðið að sigra 5-3. Fyrr um daginn fór fram leikur Flamurtari Volare frá Albaníu gegn Differarnge frá Lúxemborg og sigraði Flamurtari Volare 3-2 og endaði í öðru sæti í riðlinum. Hamborgarliðið sigr- aði í öllum sínum leikjum og end- aði með 9 stig, eða fullt hús. Mjög góð mæting var á leiki mótsins og góð stemning og voru erlendu lið- in mjög ánægð með alla aðstöðu og viðtökur sem þau fengu. af Vesturlandsmót kvenna í golfi var haldið á Garðavelli á Akranesi síð- astliðinn laugardag. Mótið er haldið á hverju ári og skiptast klúbbarnir í Grundarfirði, Stykkishólmi, Borg- arnesi og á Akranesi á að halda það. Að þessu sinni mættu 48 hressar golfkonur úr eftirtöldum klúbbum: Golfklúbbunum Vestarr Grundar- firði (GVG), Golfklúbbnum Jökli Ólafsvík (GJÓ), Golfklúbbnum Mostra Stykkishólmi (GMS), Golf- klúbbi Borgarness (GB) og Golf- klúbbnum Leyni Akranesi (GL). Keppt var í höggleik og punkta- keppni og var sigurvegari í högg- leik Arna Magnúsdóttir GL krýnd Vesturlandsmeistari kvenna 2015. Þá fór fram sveitakeppni og að þessu sinni sigraði sveit GL en í sveitinni voru Arna Magnúsdóttir, María Björg Sveinsdóttir, Bára Val- dís Ármannsdóttir og Ellen Blu- menstein. Önnu úrslit: Í höggleik: 1. sæti Arna Magnúsdóttir GL á 84 höggum 2. sæti María Björg Sveinsdóttir GL á 86 höggum 3. sæti Eva Jódís Pétursdóttir GVG einnig á 86 höggum en María átti betra skor á seinni 9 holum. Í punktakeppni: 1. sæti Kristín Pétursdóttir GVG á 41 punkti 2. sæti Bára Valdís Ármannsdóttir GL á 36 punktum 3. sæti Guðrún R. Kristjánsdóttir GB á 34 punktum Nándarverðlaun fengu þær sem voru næst holu á par 3 brautum: Á 3. braut Helga Rún Guðmunds- dóttir GL Á 8. braut Arna Magnúsdóttir GL Á 14. braut Eva Jódís Pétursdótt- ir GVG Á 18. braut Ingunn Jóhannesdóttir GL mm/ Ljósm. jv Svipmynd af pöllunum. Hamborg Panthers sigraði E-riðil í Futsal Sigurvegarar E-riðils; Hamborg Panthers kampakátir í lokin. Víkingliðið sem tók þátt í mótinu. Skagakonur sigursælar á Vesturlandsmóti í golfi Arna Magnúsdóttir Vesturlands- meistari 2015. Siguruvegarar í höggleik: 1. sæti Arna Magnúsdóttir GL, 2. sæti María Björg Sveinsdóttir GL og í 3. sæti Eva Jódís Pétursdóttir GVG. Sigurvegarar í punktakeppni: 1. sæti Kristín Pétursdóttir GVG, 2. sæti Bára Valdís Ármannsdóttir GL og 3. sæti Guðrún R. Kristjánsdóttir GB. Sveit GL sigraði sveitakeppnina. Í sveitinni voru: Bára Valdís Ármannsdóttir, Arna Magnúsdóttir, María Björg Sveinsdóttir og Ellen Blumenstein. Með þeim á myndinni eru Berglind Helgadóttir og Jensína Valdimarsdóttir. Guðveig Eyglóardóttir „Kristnihald undir Jökli“ Friðrik Aspelund „Börn náttúrunnar“ Hólmfríður Birna Hildisdóttir „Djöflaeyjan“ Kristín Gunnþórsdóttir „Djöflaeyjan“ Árni Þór Ármannsson „Englar alheimsins“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.