Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Síða 6

Skessuhorn - 30.09.2015, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 20156 Ýmis óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Einn öku- maður var tekinn fyrir ölv- un við akstur og annar fyr- ir akstur undir áhrifum fíkni- efna í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Alls urðu sjö umferðaró- höpp í umdæminu. Á Akranesi varð árekstur á gatnamótum þar sem biðskylda var ekki virt, minni háttar skemmdir urðu á ökutækjum. Í öðru tilviki var ekið á ljósastaur sem ökumað- urinn hafði ekki tekið tíman- lega eftir. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla en draga þurfti bifreiðina stórskemmda í burtu og ljósastaurinn bognaði nokkuð. Við Akrafjall missti ungur ökumaður bifreiðina út af og ofan í skurð, ökumað- ur og fjórir farþegar sluppu þar með skrekkinn. Á Laxár- dalsheiðinni í Dölum sluppu fimm erlendir ferðamenn án teljandi meiðsla er þeir misstu bílaleigubíl sinn útaf veginum í lausamöl. Kranabíll frá Borð- eyri var fenginn til að ná bíln- um þeirra upp á veginn aft- ur. Þá misstu erlendir ferða- menn bifreið sína útaf vegin- um á norðanverðri Vatnaleið- inni og fór bifreiðin nokkrar veltur. Ökumaðurinn meiddist á öxl og var fluttur á sjúkrahús. Árekstur varð milli þriggja bíla, við tilraun tveggja ökumanna, á sama tíma, til framúraksturs á þjóðveginum við Svignaskarð síðdegis á sunnudaginn. Einn málsaðilinn, erlendur ferða- maður, sá ekki ástæðu til að stöðva eftir áreksturinn og ræða við hina ökumennina og hélt hann för sinni áfram. Hafðist upp á honum vestur á Snæfells- nesi þar sem hann var tekinn tali og honum gerð grein fyr- ir því að svona hagaði maður sér ekki hérlendis. Einn öku- manna hlaut lítilsháttar meiðsli og var hann fluttur á sjúkra- hús með sjúkrabíl. Töluverð- ar skemmdir urðu á ökutækjum en þau voru þó ökufær. -mm Spila bridds BORGARFJ: Spilamennska hófst hjá Briddsfélagi Borgar- fjarðar síðastliðið mánudags- kvöld. Til leiks mættu átta pör og úr varð hin besta skemmt- un. Sveinbjörn og Lárus virtust í fantaformi án að hafa svo mik- ið sem lagt kapal í sumar. Kapp- arnir enduðu með 66,7% skor og langfyrsta sætið. Kristján og Jóhann hafa líklega náð æfingu í leitarmannakofanum og tóku annað sætið með tæplega 58% skor. Næstu mánudagskvöld verður áfram spilaður eins kvölds tvímenningur og því kjörið fyrir óvana að koma og spreyta sig, að sögn Ingimundar Jónssonar fjöl- miðlafulltrúa BB. -mm Ærlegt fjör á Sauðamessu BORGARNES: Það verður ærlegt fjör í Borgarnesi laugar- daginn 3. október næstkomandi þegar Sauðamessa verður haldin hátíðleg. Sauðamessa er árlegur viðburður þar í bæ og alltaf hald- in fyrsta laugardag októbermán- aðar. Formleg dagskrá hefst kl. 13:30 með fjárrekstri frá Skalla- grímsgarði í rétt við Hjálmaklett þar sem hátíðardagskrá tekur við. Meðal annars verða flutt tónlistaratriði, umhverfisverð- laun Borgarbyggðar verða veitt ásamt verðlaunum fyrir frum- legustu lopaflíkina. Þá verð- ur sveitakeppni í X-Traktor auk þess sem keppt verður í læra- kappáti. Gestir og gangandi geta verslað með sauðslegan varning á markaði og gætt sér á sauðasúpu með Stafrófum í boði Rafta og Landssambands sauðfjárbænda. Dagskrá lýkur svo með Sauða- balli í Hjálmakletti um kvöld- ið þar sem sauðfjárbóndasonur- inn Magni Ásgeirsson leikur fyr- ir dansi ásamt hljómsveit sinni Á móti sól. –kgk Atvinnuleysi var 3,8% í ágúst LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í ágúst á þessu ári, sem jafngildir 84,3% atvinnu- þátttöku. Af þeim voru 189.800 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,1% og hlut- fall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda gerði það einnig, eða um 2 stig. Atvinnu- leysi dróst hins vegar saman um 0,9 prósentustig frá því í ágúst 2014, fór úr 4,7% í 3,8%. –mm Sigurbjartur ráðinn STYKKISH: Á fundi bæjar- stjórnar Stykkishólms 22. sept- ember var samþykkt tillaga bæj- arstjóra að ráða Sigurbjart Lofts- son í starf skipulags- og bygg- ingarfulltrúa Stykkishólmsbæj- ar. Sigurbjartur er ráðinn í fullt starf en hefur starfað sem skipu- lags- og byggingarfulltrúi Stykk- ishólmsbæjar og Grundarfjarð- arbæjar. Ráðningin tekur gildi 1. október nk. Þetta kemur fram á vef Stykkishólmsbæjar. -mm Húsbíll fauk út af veginum skammt vestan við Króksfjarðarnes um miðj- an dag á laugardaginn og splundrað- ist yfirbygging hans. Sex bandarísk- ir ferðamenn voru í bílnum og mat læknir sem kom á slysstað að tvo þeirra þyrfti að flytja á sjúkrahús með þyrlu og sótti þyrla Landhelgisgæslunn- ar þá. Nokkur viðbúnaður var vegna slyssins. Auk lögreglu kom sjúkrabíll frá Búðardal með lækni. Þá unnu fé- lagar í björgunarsveitinni Heima- mönnum á Reykhólum við hreinsun á vettvangi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. mm/ Ljósm. sm. Tvennt slasaðist þegar húsbíll fór út af Íslensk lambakjöt á spottprís í Noregi Í verslun Bunnpris á vesturströnd Noregs gat fólk í liðinni viku keypt íslenskt lambakjöt; framparta og læri. Verðið vakti athygli blaða- manns Skessuhorns, en þarna er nú hægt að kaupa kíló af íslensku lambalæri á 69 norskar krónur, en það er samkvæmt gengi dags- ins 1.040 krónur. Enn meiri verð- munur er hins vegar á súpukjöti, en í fyrrgreindri verslun í Nor- egi var hægt að fá það keypt fyrir 49 norskar krónur. Kjötið er merkt framleiðandanum Klover og verð- ið merkt „besta verðtilboð“. Sam- kvæmt heimildamanni Skessuhorns hefur verð á íslenska lambakjöt- inu jafnvel verið enn lægra, farið niður í 59 norskar krónur. Flestar kjötvinnslur á vesturströnd Nor- egs kaupa kjöt óunnið frá heildsala í Stavanger sem flytur það inn til landsins og selur óunnið til áfram- vinnslu og í verslanir. Hér á landi hafa stórmarkaðirnir í haust verið að bjóða kílóið af lamba- læri á tilboði, en sjaldnast þó und- ir 1.400 krónum. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar formanns Bænda- samtaka Íslands er í gildi samn- ingur við Norðmenn um útflutn- ing á 600 tonnum af dilkakjöti frá Íslandi. Sá samningur er hagstæð- ur þeim og mjög lágir tollar leggj- ast á vöruna. Þetta segir Sindri vera skýringuna fyrir lágu verði ytra, en engu að síður kom það honum á óvart að heyra hversu ódýrt kjötið er í Vestur Noregi, þegar þetta var borið undir hann. mm Úr verslun Bunnpris við Förde í V-Noregi. Ljósm. eó.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.