Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Page 18

Skessuhorn - 30.09.2015, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201518 Veiðin hefur verið afar góð í Reykjadalsá í Borgarfirði í sum- ar og nýtt veiðimet staðreynd. Áin er nú að komast í 300 laxa en fyrra metið í henni er frá 2013 þegar 297 laxar komu á land. Veitt er í ánni til og með dagsins í dag, 30. sept- ember, svo góðar líkur eru á að tal- an hækki eitthvað frá því þetta var skrifað. „Veiðin er búin að vera æv- intýralega góð í Reykjadalsá í sum- ar,“ segir Óskar Færseth stjórn- armaður í Stangveiðifélagi Kefla- víkur. Veiðileyfi í Reykjadalsá eru fremur ódýr og því margir sem stíga þar sín fyrstu spor í laxveið- inni. Töluvert mun um að veiði- menn hafi fengið maríulaxana sína í Reykjadalsá í sumar. gb Nýtt veiðimet slegið í Reykjadalsá Reykjadalsá neðan við Klett. Verkefnið „Hjólum í skólann,“ þar sem nemendur og starfsmenn fram- haldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 19 fram- haldsskólar þátt í ár, en það er sami fjöldi og í fyrra. Það var Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem stóð að verkefinu sem hefur það mark- mið að vekja athygli á virkum ferða- máta sem heilsusamlegum, um- hverfisvænum og hagkvæmum sam- göngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. Á meðan á verkefninu stóð var dregið úr skráðum þátttakendum og gátu þeir unnið hraðamæli. Síðasta dag- inn var svo dregið út TREK reiðhjól að verðmæti 100.000kr frá Ernin- um. Með því að taka mynd og setja á Instagram og merkja með #hjolum- iskolann gátu þátttakendur unnið sér inn gjafakort frá Valitor. Þrír efstu skólarnir í hverjum flokki fá á næstu dögum senda til sín verðlaunaplatta fyrir árangur sinn í verkefninu. Í flokki skóla með 400-1000 nemendur var Fjölbrauta- skóli Vesturlands á Akranesi í öðru sæti en alls voru sjö skólar skráðir til þátttöku í þeim flokki. mm FVA starfsfólk og nemendur duglegir í átakinu Hjólum í skólann Stöllurnar Margrét Brynjarsdótt- ir óperusöngkona og Vaiva Mazu- lyte konsertpíanisti komu til lands- ins um liðna helgi. Þær ætla að halda tónleika á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í hlöðunni á Hvann- eyri, nánar tiltekið Halldórsfjósi á föstudagskvöldið. Margrét er bor- in og barnfæddur Borgfirðingur en Vaiva er frá Litháen. Þær kynntust í Osló, þar sem þær stunduðu nám á sama tíma á sitthvoru sviðinu, Margrét í söng en Vaiva í píanó- leik. Samstarfið kom einfaldlega til vegna þess að þeim líkaði hvorri við aðra. Vaiva og Margrét eru báð- ar með mastersgráður. Vaiva sér- hæfði sig í kammertónlist, meðleik og er einnig konsertpíanisti. Mar- grét er með masterspróf í einsöng og sviðsframkomu ásamt óperu- söng. Þessar sveitalegu heimskonur ræddu stuttlega við blaðamann í til- efni tónleikanna. Rótarýklúbbur Borgarness ýtti boltanum af stað Þetta er fyrsta tónleikaferðin sem Margrét og Vaiva fara saman, utan Noregs, þar sem þær búa og starfa. Þeim finnst bæði skemmtilegt og viðeigandi að fyrsta tónleikaferðin hafi orðið til heimalands annarrar þeirra. „Líklega hefur þó umræðan um að koma til Íslands hafist á síð- asta ári,“ segir Margrét hugsi þeg- ar nánar er spurt út í tilurð þessarar ferðar. „Vaiva hafði komið hingað sem ferðamaður og hrifist af landinu en svo varð ekkert meira úr þessum hugleiðingum. Það var hins vegar vegna boðs Rótarýklúbbs Borgar- ness um að ég kæmi þar fram á um- dæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið verður í Borgarnesi í byrjun október sem umræðan fékk vængi að nýju. Allt var sett á fulla ferð til þess að af þessu gæti orðið og með góðra manna hjálp tókst það.“ Vaiva tekur undir og segir að það hafi eiginlega verið með ólíkindum að náðst hafi að koma þessu í kring. „Það er greinilegt að smæð þjóð- arinnar og að ýmsir þekkja marga, hefur hjálpað hér til. Það hefur ver- ið mjög athyglisvert að fylgjast með Margréti í þessum undirbúningi,“ segir hún brosandi. Vaiva verður á Íslandi í tíu daga en Margrét leng- ur. Tónleikaröðin hófst í Akureyr- arkirkju síðasta sunnudag en síðan verða þær með tónleika á Hvann- eyri, nánar tiltekið í hlöðu Hall- dórsfjóss, föstudaginn 2. október en síðustu tónleikarnir í þessari heimsókn munu verða í Háteigs- kirkju daginn eftir. Óvenjulegur tónleikastaður Vaiva hefur ekki spilað í fjósi eða hlöðu áður og telur að það verði gríðarlega spennandi reynsla. Ekki síst að fá að prófa að vera með tón- leika á svona gjörólíkum stað á alla lund, frá hennar fyrri upplifun- um. „Ég hef aðallega spilað í tón- leikasölum og kirkjum og þá frek- ar í stærri bæjum, svo þetta er alveg nýtt. Ég er tilbúin að prófa þótt við- urkennast verði að þessi staðsetn- ing er fyrir utan þann ramma sem ég hef áður starfað innan. En ögr- anir gefa lífinu gildi.“ Margrét er hins vegar alin upp í sveit og henni fannst þessi óvenjulegi staður í raun heillandi. „Prógrammið okkar heit- ir „Er lífið dans á rósum?“ Þar erum við að mínu mati að skoða ýmis- legt sem lífið býður upp á. Gleði og sorgir, svart og hvítt, þung- lyndi og léttlyndi, allt tilfinning- ar og upplifanir sem gera lífið þess virði að lifa því, íslenskt fjós passar því flott inn í þessa upplifunarflóru. Með því að syngja í fjósi finnst mér einnig að við séum að tengja sam- an tvo heima, sem ekki hafa endi- lega bundist á þennan hátt fyrr. Ég held ekki að margir hafi mætt með konsertpíanista og leikið undir þar sem áður hljómaði hefðbundinn söngur íslenskra kúa,“ og Margrét brosir breytt en heldur síðan áfram. „Klassíski heimurinn hefur mikið af gömlum hefðum og með þessu vali á tónleikastað tengjumst við þeim hefðum sem hafa viðgengist í aldr- araðir í íslenskri náttúru og vinnu- hefð bænda, sem sagt tenging milli tveggja ólíkra heima.“ Íbúar Hvanneyrar gríðarlega hjálplegir Stöllurnar segja aðspurðar um ástæður þess að Halldórsfjós hafi orðið fyrir valinu, en ekki eitthvert annað fjós, einkum vera viðmót og framkoma íbúanna á Hvanneyri. „Það var alveg sama við hvern við töluðum eða hvert við leituðum, allir íbúar á Hvanneyri voru svo já- kvæðir og tilbúnir að hjálpa okkur að koma þessu í framkvæmd. Þann- ig að valið var ekki erfitt þegar til kom,“ segir Margrét. „Landbúnað- arsafnið lætur í té sjálfan tónleika- staðinn, konurnar í kaffihúsinu Skemmunni verða í samstarfi með okkur, sama gildir um þá sem reka barinn og ótal fleiri einstaklinga á Hvanneyri. Ef allt þetta fólk hefði ekki komið að þessum undirbún- ingi, hefðu tónleikarnir líklega ekki getað orðið þarna, þar sem fyrir- varinn var svo skammur. Við viljum því nota þetta tækifæri til að þakka hinu hjálpsama og indæla fólki á Hvanneyri fyrir þeirra mikilvæga stuðning og hjálp.“ Margir bestu söngvarar heimsins byrjuðu að syngja með kúnum Eins og fram hefur komið er Mar- grét óperusöngvari og er sífellt meira að fara inn á þá braut sem nefnd hefur verið Wagner söng- kona. „Margar bestu Wagners söngkonur heimsins hafa byrjað sem ungar stúlkur að syngja í fjósi heima hjá sér og fengið kýrnar til að taka undir sönginn. Þar má m.a. nefna Birgit Nilson og Kirs- ten Flagstad, þar er ekki leiðum að líkjast. Kýrnar eru reyndar ekki í fjósinu lengur en það er ekki erf- itt að ímynda sér að þær séu þar,“ segir hún hlægjandi. Margrét bæt- ir einnig við að Bjarni Guðmunds- son, forstöðumaður Landbúnað- arsafnsins á Hvanneyri, hafi sagt henni að þeir sem byggðu hlöð- una hafi verið mjög músíkalskir og sungið við vinnu sína. Það sé því bara flott að koma aftur með söng í húsið og þær trúi því að vegg- ina þyrsti í að endurlifa þá gömlu góðu tíma þegar sungið var í hús- inu. Þær stöllur bæta við að fólk verði að koma í hlýjum fötum, ís- lensk lopapeysa sé jafnvel við hæfi. „Við erum jú að syngja og spila í fjóshlöðu sem eðli málsi sam- kvæmt er ekki búin hitunarbúnaði. En þess utan er þetta bara gríðar- lega spennandi og enn eitt innlegg í reynslubanka lífsins, rétt eins og yfirskrift tónleikanna,“ segja þær Vaiva Mazulyte og Margrét Brynj- arsdóttir að lokum. mm Það verður tónaflóð í Halldórsfjósi á Hvanneyri -segja Margrét Brynjarsdóttir söngkona og Vaiva Mazulyte píanóleikari sem koma þar fram á föstudaginn Margrét Brynjarsdóttir og Vaiva Mazulyte sem verða með tónleika í Halldórsfjósi, næstkomandi föstudag.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.