Skessuhorn - 30.09.2015, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 19
Dag ur í lífi...
Matráðs
Nafn: Sigríður Kristjánsdóttir
Fjölskylduhagir/búseta: Ég er
gift og á tvö börn og bý á Haga-
mel í Hvalfjarðarsveit.
Starfsheiti/fyrirtæki: Matráður
í Heiðarskóla.
Áhugamál: Veiði og garðrækt.
Miðvikudagurinn 23. septem-
ber 2015.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði kl 6:30, byrj-
aði á því að fá mér kaffi og fór
svo í sturtu.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Ég fékk með hafragraut.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég keyrði í vinnuna og
var mætt um kl. 7:30.
Fyrstu verk í vinnunni: Ég
byrjaði á því að hella upp á kaffi,
maður verður alltaf að gera það
fyrst. Svo fór ég að undirbúa
morgunmat fyrir börnin.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Þá var ég að ganga frá eftir
morgunmatinn og byrja að und-
irbúa glænýjan fisk sem átti að
vera í hádegismat.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá
var ég að skammta mat á diskana
fyrir börnin.
Hvað varstu að gera klukkan
14: Ég var að ganga frá eftir há-
degismatinn og að þrífa eldhúsið
eftir daginn.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Það
síðasta sem ég gerði var að klára
fráganginn og svo fór ég heim kl.
15:30.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég
byrjaði á því að setja í þvottavél
og svo heklaði ég smá áður en ég
eldaði kvöldmatinn.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Það voru fiskibollur sem
ég eldaði og þær voru alveg ótrú-
lega góðar, þó ég segi sjálf frá.
Hvernig var kvöldið? Kvöldið
var mjög skemmtilegt. Ég fór á
Oddfellow fund þar sem ég hitti
skemmtilegt fólk og átti gott
kvöld.
Hvenær fórstu að sofa? Ég fór
að sofa um miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Að undirbúa mig fyrir
háttinn, bursta tennur og svo-
leiðis.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Frábær Oddfellow fundur
þar sem ég hitti skemmtilegar
konur og eyddi kvöldinu í mjög
góðum félagsskap.
Eitthvað að lokum? Allt er gott
sem kemur að norðan.
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2015
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 8. október
Föstudagurinn 9. október
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 438 – 1385
Allar stærðir ökutækja skoðaðar
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Skólatölvan 2015
Frábær alvöru ProBook tölva frá Hewlett Packard
Skjástærð: 15,6" LED HD Anti-glare
Örgjörvi:AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz
Vinnsluminni: 8GB (DDR3) 1600MHz (Max 16GB)
Geymslumiðlar: 500GB Smart SATA harður diskur
Skjákort: R6 M255DX Dual graphics með 2 GB sjálfstæðu DDR3 minni
Upplausn á skjá: 1366 x 768
Minniskortalesari: 2 í 1
Geisladrif: DVD+/-RW SuperMulti DL skrifari
Hljóðkort: SRS Premier Sound hljóðstýring
Stýrikerfi: Windows 10
Glæsilegt SS208 hátalarasett frá ACME
Fylgir með í kaupunum.
Verð kr. 129.900,-
Borgarbraut 61—310 Borgarnes
Sími 422-2210 sala@taekniborg.is
Opið 10-18 virka daga
11-15 laugardaga
erð kr. 119.900,-
Árleg bólusetning gegn inflúensu er að hefjast á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir:
Alla einstaklinga 60 ára og eldri. •
Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, •
nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og
öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Þungaðar konur.•
Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að
kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.
Vinsamlegast bókið tíma á ykkar heilsugæslustöð milli
kl. 08.00 – 16.00. Byrjað verður að sprauta þann 6. október 2015.
Einnig viljum við vekja athygli á bólusetningu gegn
lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og eldri.
Starfsfólk heilsugæslustöðva HVE.
Bólusetning gegn inflúensu
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5