Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201526 Nú húmar að hausti. Dagurinn styttist og litadýrð haustsins er far- in að láta sjá sig í hlíðum fjalla og víðar. Framundan er því kaldari tími, meira skammdegi og haustlægðir. Þá er tilvalið að nota mjúka birtu frá kertaljósum til að lýsa upp í kringum sig og jafnvel að nota fallega haustliti náttúrunnar til að gefa heimilinu hlýlegan blæ. Ým- islegt er hægt að nota úr umhverfinu til skreytinga, svo sem reyni- ber, köngla, greinar, strá og falleg laufblöð svo eitthvað sé nefnt. Á meðfylgjandi myndum má sjá hugmyndir að því hvernig er hægt að haustskreyta heimilið með hlýlegum tónum. grþ / Ljósm. Pinterest Haustlitir gefa heimilinu hlýlegan blæ Hægt er að búa til fallega haustkransa úr laufblöðum, berjum, stráum og könglum. Bakki með fallegum greinum í vasa, kertaljósi og ýmsu skrauti. Notaðu köngla, ber, lauf og hvað sem þér dettur í hug. Það þarf ekki að vera ekta, gerviskraut getur líka verið fallegt. Trékassi með kertakrukkum og laufblöðum getur verið fallegur á borði. Íslenska steina, reyniber og laufblöð má nota á ýmsa vegu. Ljósm. Þorfinnur Finnlaugsson. Hér er búið að gera fallegan og látlausan krans úr greinum og litlum könglum. Hann getur notið sín bæði úti og inni og svo má uppfæra hann með jólalegu skrauti þegar nær dregur jólum. Það má skreyta utanhúss líka og leyfa þá nýföllnu laufi að njóta sín, það eykur á stemninguna. Könglar eru ekki bara jólaskraut. Klóraðir könglar eru sérlega haustlegir og flottir. Á þessum árstíma má finna laufblöð í fallegum litum og nota í ýmsar skreytingar. Það er hlýleg birtan sem kemur þegar búið er að skreyta krukkuna að utan með laufi. Einfalt og flott. Límdu litlar greinar utan á krukku eða kertastjaka. Reyniber eru falleg sem skraut. Þau má tína og frysta, þá geymast þau betur. Einnig má dýfa þeim í pott með heitu vatni og kertavaxi. Þegar vaxið flýtur á vatninu má dýfa klasa í gegnum vaxið og síðan í kalt vatn. Ef vaxið þekur berin alveg geta þau geymst í nokkur ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.