Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Page 32

Skessuhorn - 30.09.2015, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201532 Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út alls fimm sinnum á þriðjudaginn í lið- inni viku vegna aðstoðar við skip og báta á miðum landsins og sönnuðu þar enn og aftur hversu mikilvæg björgunartæki þau eru. „Innan Landsbjargar eru rekin 13 björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Hef- ur staðsetning þeirra verið ákveð- in og miðuð við að sem styst sé á þekkt fiskimið og þar sem umferð skipa og báta er sem mest. Öll skip- in eru smíðuð og hönnuð til leitar og björgunar og eru vel til þess fall- inn að takast á við erfiðar aðstæður sem oft verða við strendur landsins. Um borð í skipunum er dælu- og slökkvibúnaður auk þess sem þau geta tekið allstór skip í tog þurfi þess. Skipin geta náð um 15 – 17 sml (28-30 km/klst) hraða á klukku- stund. Fjórir til sex björgunarmenn manna hvert skip og af þeim eru menntaðir skipstjóri og vélstjóri. Allir hafa þessir aðila fengið sér- hæfða þjálfun í meðhöndlun skips- ins, leit og björgun á sjó, slökkvi- störfum, fyrstu hjálp og fleiru. Auk námskeiða sem félagið held- ur er sótt menntun í Slysavarna- skóla sjómanna og erlendis. Eru til að mynda sjö áhafnarmeðlim- ir björgunarskipa á leið til Norð- urlanda, Þýskalands og Frakklands í næstu viku,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. mm Samskiptavenjur okkar hafa tek- ið stakkaskiptum á undanförn- um árum. Tíminn er á svo mik- illi ógnarferð að það er engu lík- ara en að framtíðin hafi átt sér stað í gær. Fólk talar ekki lengur í síma sína heldur notar þá sem lófatölvur. En stundum þurfum við eitthvað meira, stundum er gott að vita að annað hjarta en eigið slær í næsta nágrenni. Náttúran sá blessun- arlega til þess að ekk- ert okkar er eins og við þurfum mismikið á fé- lagsskap að halda. Paul Simon sagðist á sínum tíma vera „steinn“ og að hann þyrfti á eng- um að halda öðru en ljóðlist og bókum sín- um. Engu að síður er sá ágæti söngvari gift- ur í dag, hann var ekki meiri steinn en svo. Um síðustu alda- mót var ákveðið inn- an Rauða krossins á Ís- landi að hefja verkefni sem mætir þörf þeirra sem finna fyrir félags- legri einangrun. Verkefnið, Heim- sóknarvinir, hefur gefist vel en þörf- in er mikil, og virðist hún fara vax- andi. Rauði krossinn vinnur reglu- lega skýrsluna „Hvar þrengir að?“ til að kanna hvaða hópar það eru í íslensku samfélagi sem þurfa á að- stoð okkar að halda. Fólk sem upp- lifir félagslega einangrun hefur ver- ið ofarlega á þeim lista allt frá upp- hafi. Í dag eru um 450 sjálfboðalið- ar sem starfa sem heimsóknarvin- ir, í 36 deildum Rauða krossins um allt land. Heimsóknirnar geta verið með ýmsum hætti en reynt er eft- ir fremsta megni að hugsa um þarf- ir þess sem þarf á heimsókninni að halda. Gestgjafar geta nefnilega verið á öllum aldri, karlar jafnt sem konur, sem glíma við ólík vanda- mál. Öllu máli skiptir að gera það sem fólki finnst gaman að gera, það sem vinir gera saman til að knýja fram bros á vör. Hægt er að spila, fara í göngutúr eða jafnvel bíltúr, drekka saman kaffi og skoða mynd- ir, hvað sem fólki dettur í hug. Svo má ekki gleyma vinsælustu heim- sóknarvinunum sem eru hundarn- ir, en heimsóknarvinir með hunda vekja mikla gleði meðal skjólstæð- inga Rauða krossins. Hvað er ann- ars skemmtilegra en að knúsa loð- inn ferfætling, besta vin okkar mannskepnunnar? Gestgjafar geta verið aldraðir, einangrað ungt fólk, fangar eða fólk sem glímir við andleg eða lík- amleg veikindi. Síðast en ekki síst má nefna hæl- isleitendur og flóttafólk sem eiga oft erfitt með að stíga sín fyrstu spor í nýju samfélagi. Þá er gott að eiga góða að. Frá því að Heimsókn- arvinir komu til sögunn- ar hefur verkefnið gefið góða raun og verið vin- sælt, bæði meðal sjálf- boðaliða og gestgjafa. En þrátt fyrir mikinn meðbyr og vel- vilja í samfélaginu getum við allt- af gert betur. Rauði krossinn óskar eftir þínum kröftum í gefandi sjálf- boðaliðastarf. Félagsleg einangr- un er mein í íslensku samfélagi en við getum gert okkar til að vinna á því bót. -fréttatilkynning frá RKÍ Hjónin Kristján Benediktsson og Erla Kristjánsdóttir eru mörgum Borgfirðingum að góðu kunn. Þau bjuggu í áratugi á garð- yrkjubýlinu Víðigerði í Reyk- holtsdal þar sem foreldrar Krist- jáns byggðu upp garðyrkjustöð fyrir miðja síðustu öld en Krisj- án og Erla tóku síðar við rekstr- inum. Fyrir allnokkru seldu þau stöðina, fluttu fyrst til Mosfells- bæjar en hafa síðastliðin 17 ár búið í Bjerringbro, bæ sem liggur milli Viborgar og Randers í Dan- mörku. Kristján og Erla hafa alla tíð haft mikinn áhuga fyrir rækt- un og halda skemmtilegan garð við hús sitt í Bjerringbro. Í garði sínum eiga þau meðal annars eitt eplatré og er það af gerðinni discoveri. Tréð gefur oft allgóða uppskeru. „Núna var uppskeran með besta móti eða um 55 kg eða milli 350 og 400 epli. Þessi epli geymast mjög takmarkað þannig að mikinn hluta þeirra skrælum við, britjum niður og frystum,“ segir Krisján. „Fyrir eplunum á það svo fyrir sig að liggja að verða soðin og breytt í eplamauk sem Erla notar í bakstur, en þó eink- anlega í hina sívinsælu eplaköku sem móðir mín kenndi henna að útbúa.“ Kristján sendi Skessuhorni uppskrift af eplamaukinu og ein- nig af eplakökunni góðu sem Erla bakar. Smám saman fjölgar þeim Íslendingum sem rækta upp eðla- tré í garðinum hjá sér. Svo er líka upplagt að fylgjast með tilboðum í verslunum og kaupa epli þegar kaupmennirnir eru í „stuði.“ En hér koma tvær uppskriftirnar frá Erlu og Kristjáni frá Víðigerði: Eplamauk (ca. 1,5 lítri) 2 kg epli, 1-2 dl vatn, 350 gr syk- ur, 2 tesk. sítrónusýra eða 4 matsk. sítrónusafi, 2 tesk. Atamon. Aðferð: Skrælið eplin og skerið niður í bita, setjið í pott ásamt vatninu og sjóðið. Hrærið í annað slagið og þegar eplin eru orðn að mauki er sykrinum og sítrónusýrunni bætt út í og síðan látið sjóða í 5 mín- útur til viðbótar. Bætið Atamoni út í. Maukið er svo sett í sultu- krukkur sem áður hafa verð skol- aðar með atamoni og hituð. „Þessi uppskrift er fengin úr „Den grønne Syltebog” sem prentuð hefur verið í nærri 2 milljónum eintaka og var fáan- leg hér í búðum fyrir skemmstu, í 87. útgáfu,“ segir Kristján. Það sýnir betur en annað hversu Dö- num er umhugsað um að nýta það sem náttúran gefur. Eplakaka (fyrir 4) 500 gr. eplamauk, 75 gr eplakök- urasp, 75 gr makkarónukökur, ¼ lítri rjómi, 50 gr sólberja- eða rifsberjahlaup til skrauts. Aðferð: Hráefninu er komið fyrir í nokkr- um lögum í skál til dæmis í þess- ari röð: 1) rasp 2) eplamauk 3) rasp 4) mauk 5) muldar makka- rónukökur 6) gott lag af þeytt- um sjóma. Að lokum má skreyta með berjahlaupi eftir smekk. „Þetta er eplakakan sem móðir mín kenndi Erlu að úbúa og þykir ómissand sem eftirréttur annað slagið, eftir lambasteik eða annað lostæti,“ segir Kristján. mm Björgunarskip Landsbjargar gegna veigamiklu hlutverki Stundum er Facebook ekki nóg! Um Heimsóknavini Rauða kross Íslands Fengu 400 epli af trénu sínu þetta árið Haustuppskeran af eplatrénu á leið í hús. Erla Kristjánsdóttir með hluta eplanna. Eplatréð í garðinum hjá Kristjáni og Erlu gaf vel þetta árið. Kristján Benediktsson frá Víðigerði. Eplakaka Erlu frá Víðigerði.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.