Skessuhorn - 30.09.2015, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201538
Hver er besti haustmaturinn?
Spurning
vikunnar
(spurt í Stykkishólmi)
Magnús Þór Kristinsson
„Slátur“
Sigurður Kristjánsson
„Lifrin er alltaf fín, skorin þunnt
og steikt á pönnu“
Guðbjörg Egilsdóttir
„Svið“
Ásta Jónsdóttir
„Íslensk kjötsúpa“
Hafdís Björgvinsdóttir
„Hjörtu og lifur“
Lokahóf yngri flokka hjá Knatt-
spyrnufélagi ÍA var haldið í Akra-
neshöllinni í liðinni viku. Byrjað
var á knattþrautum og vítaskotum
þar sem leikmenn meistaraflokk-
anna stóðu vaktina. Samúel Þor-
steinsson flutti nokkur skemmti-
leg lög og síðan tók við verðlauna-
afhending. Að lokum fengu all-
ir grillaða pylsu og Svala áður en
haldið var heim á leið. Þeir sem
fengu verðlaun á lokahófinu eru
eftirtaldir:
3.fl.kvk
Besti leikmaður:
Bergdís Fanney Einarsdóttir
Efnilegasti leikmaður:
Fríða Halldórsdóttir
Mestu framfarir:
Dagmar Sara Bjarnadóttir
3.fl.kk
Besti leikmaður:
Ástþór Ýmir Alexandersson
Efnilegasti leikmaður:
Sigurður Hrannar Þorsteinsson
Mestu framfarir:
Róbert Ísak Erlingsson
4.fl.kvk
Besti leikmaður:
Ásta María Búadóttir
Efnilegasti leikmaður:
Erna Björt Elíasdóttir
Mestu framfarir:
Selma Dögg Þorsteinsdóttir
4.fl.kk
Besti leikmaður:
Marteinn Theodórsson
Efnilegasti leikmaður:
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mestu framfarir:
Óðinn Örn Óskarsson
5.fl.kvk
Leikmaður ársins:
Védís Agla Reynisdóttir
Leikmaður ársins:
Þorgerður Bjarnadóttir
Leikmaður ársins:
Arnheiður Anna Hallvarðsdóttir
5.fl.kk
Leikmaður ársins:
Tómas Þórisson
Leikmaður ársins:
Hákon Arnar Haraldsson
Leikmaður ársins:
Ólafur Haukur Arilíusson
Bergdís hlaut
Stínubikarinn
Stínubikarinn var afhentur í fyrsta
sinn efnilegasta leikmanni yngri
flokka kvenna. Bikarinn er nefnd-
ur í höfuðið á Kristínu Aðalsteins-
dóttur, Stínu, sem er fyrsta lands-
liðskona ÍA en hún var burðarás í
liði ÍA í kringum 1980 og lék sinn
fyrsta landsleik árið 1981 og alls
þrjá landsleiki á árunum 1981-1982.
Stínubikarinn á að vera hvatning
til ungra stúlkna að stefna hátt og
vinna sér sæti í meistaraflokki ÍA
og landsliðinu eins og Stína gerði
Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu hjá ÍA
á sínum tíma. Gefandi bikarsins er
Þorgeir og Ellert hf. Það var Berg-
dís Fanney Einarsdóttir sem fékk
bikarinn en hún var jafnframt kos-
in besti leikmaður 3. flokks. Berg-
dís Fanney er 15 ára framherji sem
stóð sig frábærlega með 3. flokki, 2.
flokki og átti einnig góða innkomu
í þremur leikjum með meistara-
flokki kvenna. Hún gerði 19 mörk
í 14 leikjum með 3. flokki í sumar
og fjögur mörk í sex leikjum með
2. flokki.
Arnór fékk
Donnabikarinn
Donnabikarinn er afhentur efnileg-
asta leikmanni yngri flokka karla og
kom hann í hlut Arnórs Sigurðs-
sonar. Donnabikarinn var fyrst af-
hentur árið 1983 en þá voru það
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
sem hlutu þann heiður. Í fyrra var
það Guðmundur Sigurbjörnsson
sem fékk þann bikar. Donnabik-
arinn var gefinn árið 1983 af fjöl-
skyldu Donna, sem hét fullu nafni
Halldór Sigurbjörnsson, en hann
var burðarás í fyrsta Gullaldarliði
Skagamanna. Hann lék 110 leiki
með Skagamönnum og skoraði 40
mörk, en einnig lék hann átta lands-
leiki fyrir Ísland. Arnór Sigurðsson
er 16 ára miðjumaður. Hann spil-
aði að mestu með 2. flokki í sumar
og lék þar 14 leiki og skoraði eitt
mark. Hann lék einnig sjö leiki
með 3. flokki og gerði í þeim sex
mörk. Arnór hefur æft með meist-
araflokki ÍA í sumar og verið í leik-
mannahópi í tveimur leikjum í
sumar. Arnór vann sér sæti í U17
landsliðinu á árinu og stóð sig vel í
verkefnum landsliðsins.
mm/ia.is
Arnór var upptekinn í landsliðsverkefni með U17 þegar lokahófið fór fram, en
Sigurður Sigursteinsson faðir hans og Sunna Rún systir hans tóku við Donna-
bikarnum fyrir hönd Arnórs. Með þeim á myndinni eru Magnús Guðmundsson
formaður KFÍA og Lárus Ársælsson formaður uppeldissviðs KFÍA. Samúel Þorsteinsson tók lagið fyrir krakkana.
Verðlaun fyrir 3. fl karla. Róbert Ísak, Sigurður Hrannar og Ástþór Ýmir.
5.fl kk. Hákon Arnar, Tómas og Ólafur Haukur. Með þeim á myndinni er Jón Þór
Hauksson.
4. fl. kk. Ísak Bergmann, Ingunn (móðir Óðins Arnar) og Marteinn.
Þær fengu viðurkenningar í 4. fl. kvk. Selma Dögg, Erna Björt og Ásta María. Bergdís Fanney með Stínubikarinn.
5.fl kvk. Arnheiður Anna, Þorgerður og Védís. Hjá þeim er
Haraldur Ingólfsson framkv.stj.
Bestu árangur í 3. fl kvk. Bergdís Fanney og Fríða. Á
myndina vantar Dagmar Söru sem sýndi mestar framfarir.