Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Page 2

Skessuhorn - 15.10.2015, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 20152 upp á 170 tonna framleiðslu á viku að hámarki. Þeirri starfsemi hefur fylgt meiri lyktarmengun en margir íbúar telja sig geta sætt sig við Bæjaryfirvöld leituðu á dögun- um álits Ívar Pálssonar lögfræð- ings í skipulagsmálum, vegna erind- is skipulags- og umhverfisráðs Akra- ness eftir að HB Grandi hafði sótt um breytingu á deiliskipulagi þeirra lóða sem hýsa fiskþurrkun fyrirtækisins á Breiðargötu 8, 8A og 8B. Það var þetta erindi skipulags- og umhverfis- ráðs sem tekið var fyrir á bæjarstjórn- arfundi síðdegis í gær. Bæjarfulltrú- ar samþykktu ályktun Ólafs Adolfs- sonar formanns bæjarráðs þess efnis að HB Granda yrði gert að skila inn fyllri gögnum um vinnsluaðferðir og annað við þurrkun fisks, áður en bæj- arstjórn gæti tekið ákvörðun um að setja ferli um breytingu deiliskipulags í gang, eða hafnaði erindinu. Lögfræðingur Akraneskaupstaðar telur ráðlegt að kallað verði eftir ítar- legri upplýsingum frá fyrirtækinu um möguleg áhrif starfseminnar og bún- að og aðferðir sem gert er ráð fyrir að nota við vinnsluna til að lágmarka grenndaráhrif. Þar er einkum horft til lyktarmengunar sem íbúar á Akra- nesi hafa kvartað sáran undan, eins og þekkt er orðið. Sjö bæjarfulltrúar samþykktu þessa tillögu, en tveir sátu hjá við afgreiðslu málsins í gær, þær Valdís Eyjólfsdóttir Sjálfstæðisflokki og Ingibjörg Pálmadóttir Framsókn- arflokki og óháðum. mþh/mm Október er mánuður Bleiku slaufunnar, ár- verkni- og fjáröflunarátaks Krabbameins- félags Íslands gegn krabbameini hjá kon- um. Bleiki dagurinn er föstudagurinn 16. október næstkomandi og verða viðburðir í tilefni hans víða á Vesturlandi. Á Akranesi verður bærinn málaður bleikur á fimmtu- daginn eins og lesa má í auglýsingu í Skessuhorni. Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning verður um vestanvert landið á fimmtudag. Hægara austantil og bjartviðri. Hiti 3-8 stig. Áfram suðvestanátt á föstudag, 8-15 m/s og hvass- ast á Norðvesturlandi. Súld eða rigning en þurrt norðaustan og austan til. Hiti 6-12 stig. Sunnanátt, 8-15 m/s og þokusúld eða rign- ing á laugardag, mestur vindur og úrkoma vestast á landinu. Hiti 7-11 stig. Bjartviðri norðaustan- og austanlands, hægari vind- ur og hiti allt að 15 stigum. Sunnanátt með rigningu og skúrum verður á sunnudag, en áfram bjart á Norðausturlandi. Hiti 5-11 stig en kólnar með kvöldinu. Áfram sunnanátt á mánudag en heldur vaxandi og með rign- ingu. Þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 5-10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig ferðu til skóla eða vinnu?“ Meiri- hluti þeirra sem tók afstöðu eða 53,77% sagðist fara á bíl. 16,07% sögðust fara gang- andi. „Mismunandi“ sögðu 7,21%, „Með rútu“ sögðu 6,23% og 5,57% hjóla til skóla eða vinnu. 11,15% kváðust vera miklir inni- púkar og svöruðu því: „Fer ekki út.“ Í næstu viku er spurt: Hversu mörg tungumál talar þú? Fólk sem er málefnalegt og þorir að standa með sannfæringu sinni, án þess að hjóla í manninn og einbeita sér að málefninu, eru Vestlendingar vikunnar. Það getur átt við nokkra, kannski býsna marga. Það heyrist bara hærra í hinum! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Bókarkynning í kvöld HVANNEYRI: Bjarni Guð- mundsson á Hvanneyri hyggst kynna nýútkomna bók sína, Íslenska sláttuhætti, í Land- búnaðarsafninu á Hvanneyri í kvöld, miðvikudag klukkan 20. Þar verður auk þess boðið upp á léttar, en vínlausar veitingar. Í viðtali sem birtist við Bjarna í síðasta Skessuhorni var sagt frá því að kynningin færi fram á þriðjudagskvöld. Ákveðið var að seinka henni um einn dag sökum mikils framboðs afþrey- ingar í héraðinu á þriðjudags- kvöldinu, eða í gær. –mm Ýmis óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, helmingurinn minniháttar mál. Meðal þeirra má nefna að erlendir ferða- menn lentu í að aka á grjót á Kaldadalsvegi og varð töluvert tjón á bílnum, en engin meiðsli á fólki. Þá valt dráttarvél á hlið- ina eftir að hafa mætt stórum bíl á Laxárdalsvegi í Dölum. Öku- maður dráttarvélarinnar fór í læknisskoðun vegna eymsla eft- ir byltuna. Ökumaður fólksbif- reiðar á leið í gegnum Borgar- nes fékk krampaflog og missti bifreiðina útaf veginum þar sem hún valt. Tvennt var í bifreið- inni og var fólkið flutt á sjúkra- hús til aðhlynningar. Bíll með kerru fékk á sig vindhviðu á Út- nesvegi við Arnarstapa. Þá kom eldur upp í mannlausri bifreið utan við Akranes á sunnudag, eins og lesa má um á forsíðu. Loks segir í dagbók lögreglu að einn ökumaður hafi verið tek- inn fyrir ölvun við akstur. -mm Hafró á ralli við landsteinana VESTURLAND: Haustrall Hafrannsóknastofnunar stend- ur nú yfir. Hafrannsóknaskip- ið Árni Friðriksson og togarinn Jón Vídalín eru nú við rann- sóknir út af Vesturlandi. Síð- ar mun rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson bætast í hópinn. Í svokölluðu haustralli eru tekin stöðluð botnvörputog víða við landið. Afalbrögðin eru síðan notuð sem mælikvarði eða við- miðun við mat á ástandi fiski- stofna. Fylgjast má með ferðum skipanna á vef Hafró. –mþh Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Maðurinn sem ráðist var á í heima- húsi við Vitateig 1 á Akranesi föstu- daginn 2. október síðastliðinn lést á sjúkrahúsi fimm dögum síðar. Hann hét Karl Birgir Þórðarson og var fæddur árið 1957. Karl Birgir komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. 36 ára karlmaður eru grunaður um árásina. Í tilkynningu sem lögregl- an sendi frá sér vegna andláts Karls Birgis segir um atburðarásina að föstudaginn 2. október hafi lögregla verið kölluð að húsi á Akranesi ásamt sjúkraliði þar sem tilkynnt hafði ver- ið um meðvitundarlausan mann og líklega væri um hengingu að ræða. Á vettvangi var vitni sem kom að og hafði hafið endurlífgun. Fljótlega eft- ir komu lögreglu og sjúkraliðs á stað- inn var annar maður handtekinn grunaður um tilraun til manndráps. Sá var síðar úrskurðaður í gæslu- varðhald til 14. október í Héraðs- dómi Vesturlands og var sá úrskurð- ur kærður til Hæstaréttar sem stað- festi úrskurð héraðsdóms. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið með stuðningi tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mm Lést í kjölfar líkamsárásar Vitateigur 1 á Akranesi. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir ítar- legri gögnum frá HB Granda varð- andi áform þess um stækkun fisk- þurrkunar Laugafisks á Breið á Akra- nesi. Þau gögn þurfi að berast áður en bæjarstjórn tekur afstöðu til þess hvort farið verði í breytingaferli á deiliskipulagi á athafnasvæði fyrir- tækisins á Neðri Skaga. Þær breyt- ingar myndu meðal annars fela í sér að HB Granda yrði leyft að fara í viðamiklar breytingar og stækkun á fiskþurrkun Laugafisks á Akranesi. Heildarvinnslugeta að framkvæmd- um loknum yrði þannig á bilinu 500 til 600 tonn á viku. Núgildandi starfs- leyfi Laugafisks á Akranesi hljóðar Óska eftir frekari upplýsingum frá HB Granda vegna fiskþurrkunar Þorskhausar búnir undir þurrkun hjá Laugafiski á Akranesi. Ljósm. fh. Frá fundi bæjarstjórnar Akraness síðdegis í gær. Ingibjörg Valdimarsdóttir forseti bæjarstjórnar stýrði fundi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.