Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ég á´ða! Vörumerkjafræði er býsna flókin enda stundum vandséð hvað menn geta einkað sér og hvað ekki. Oftar en ekki halda einkaleyfi ekki vatni og farsæl- ast að verja stöðu sína með því að vera betri eða ódýrari en samkeppnisaðil- inn og marka sér áþreifanlega sérstöðu. Farsælast er að menn virði einfald- lega óskráðan rétt annarra fyrirtækja með því að sælast ekki of freklega inn á vörumerki þeirra eða nafn með skrumskælingu eða nánast ráni á vöru- merkjum og geri að sínum eins og dæmi eru um í heimi íþróttavörufram- leiðenda. Eignarréttur á vörumerkjum er svo flókið fyrirbrigði að ótækt er annað en að menn virði óskráðan hefðarrétt samkeppnisaðila og marki eig- in framleiðslu sérstöðu með nýrri nafngift og sérkennum. Engu að síður er hægt að sækja um vörumerki sem merki eða tákn til að auðvelda neytend- um að aðgreina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum eða þjónustu ann- ars aðila. Nýverið bárust af því fregnir að fyrirtækið Mjólkursamsalan (MS) hefði fengið úrskurðað lögbann á sölu sænska mjólkurrisans Arla á skyri í Finn- landi. Nú kemur það í ljós að orðið „skyr“ er einhverra hluta vegna orðin „eign“ MS. Reyndar kemur mér það mér afar spánskt fyrir sjónir að eitt- hvert fyrirtæki geti eignast samheiti yfir framleiðsluaðferð sem þekkst hef- ur svo lengi sem land hefur verið byggt. Engu að síður var þetta sænska Arla fyrirtæki dæmt til að fjarlægja allt skyr úr verslunum þar í landi áður en vikan væri úti. Arla hefur semsé markaðssett eigin framleiðslu á skyri víða í Evrópu undanfarna mánuði og fær nú bágt fyrir. Í þeirri herferð hefur ver- ið lögð mikil áhersla á að sýna fram á íslenskan uppruna skyrsins og aug- lýsingarnar hafa innihaldið mikið af myndefni frá Íslandi, enda er almennt viðurkennt að Íslendingar hafi hafið skyr til vegs og virðingar í neyslu sinni. Í stað þess að pönkast á frændum okkar í Svíþjóð fyrir að hjálpa okkur við landkynningu, þá halda þeir sem ráða hjá MS að best sé að setja lögbann á Svía. Ja svei! En ég velti því fyrir mér hvernig fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan hefur hugmyndaflug til að eigna sér samheitið skyr. Þessi vinnsluaðferð á mjólk er nefnilega svo gömul að skyrs er getið í fornsögum, svo sem Egils sögu og Grettis sögu. Skyr hefur semsé verið gert á Íslandi frá landnámsöld og vafa- laust hafa landnámsmennirnir tekið þessa verkþekkingu með sér frá Nor- egi eða Írlandi. Því væri kannski nærtækara að það væru Norðmenn sem settu sölubann á íslenska skyrið fremur en Íslendingar létu svona við Svía. Í fornsögunum var auk þess talað um að skyr hafi verið drukkið og því má allt eins leiða að því líkum að það hafi verið Egill sterki sem fann upp skyr- drykkina og þar af leiðandi ættum við Borgfirðingar að eiga einkaréttinn á þeim og banna Selfyssingum og Sauðkrækingum með öllu að framleiða slíka drykki! Nei, þessi lögbannskrafa er í besta falli hlægileg og versta falli sorgleg. Í mínum huga er skyr samheiti yfir vörutegund og þar af leiðandi getur enginn eignað sér það og ætti alls ekki að fá leyfi til þess. Á kannski næst að veita eldspítnasala einkaleyfi fyrir eldinum af því hann hefur fram- leitt frábærar eldspítur í heila öld? Nei, ég held varla. Vandamálið hjá MS hlýtur að liggja í því að það ágæta fyrirtæki hefði átt að búa til afurðir unnar úr skyri og kalla þær einhverjum sérnöfnum og koma þeim þannig á framfæri úti í hinum stóra heimi. Skyr er nefni- lega þjóðareign miklu fremur en séreign tiltekins fyrirtækis, jafnvel þótt það sé í eigu bænda. Hvað þá að íslenskt fyrirtæki geti selt erlendu fyrirtæki einkarétt á framleiðslu skyrs til að það geti framleitt sænskt skyr úr mjólk sænskra kúa og kallað afurðina svo íslenska! Ég spái því að það eigi eftir að koma í ljós að hin íslenska Mjólkursamsala getur ekki hagað sér á erlendri grund líkt og frekt barn sem hrifsar til sín skemmtilegasta leikfangið og öskrað: „Ég á´ða“. Hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi virkar ekki þannig. Magnús Magnússon. Nokkur þeirra mannvirkja sem áður tilheyrðu Sementsverksmiðjunni á Akranesi eru án viðhalds og í niður- níðslu. Núverandi eigandi er Akra- neskaupstaður eftir að starfsemi í verksmiðjunni var hætt og bær- inn leysti mannvirkin til sín. Íbúar á Akranesi hafa vakið athygli á því að greinileg fok- og hrunhætta er af mannvirkjum á svæðinu. Þá er vitað að ástand stóra sementsstrompsins hefur versnað mikið eftir að hætt var að nota hann og stompurinn leiddi ekki lengur heitan reykinn frá ofn- unum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er einangrun að falla af efnissíló- um og þakplötur og þakkantar tekn- ir að losna. Í einhverju óveðri má því búast við fokhættu af mannvirkjun- um verði ekkert að gert. Hrunhætta er einkum innan afmarkaðrar lóðar verksmiðjunnar, en lausar þakplötur gætu engu að síður fokið út fyrir lóð- ina með tilheyrandi hættu. Aðspurð segir Regína Ásvaldsdótt- ir varðandi viðhald á Sementsreit að staðan sé sú að burðarvirki mann- virkja á reitnum sé yfirleitt í þokka- legu ástandi. Ytra byrði húsa er hins- vegar farið að láta á sjá. „Ljóst er að ekki stendur til að fara í stórar við- haldsaðgerðir á svæðinu þar sem meirihluti mannvirkja mun að öllum líkindum víkja í framtíðinni. Hrun- hætta er fyrst og fremst innan svæð- is. Því er reynt eins og kostur er að takmarka umferð um svæðið,“ seg- ir Regína. Bæjarstjórinn tekur fram að farið hafi verið í aðgerðir til að lágmarka hrun- og fokhættu frá húsunum. „Nefna má að klæðning á svokölluðu reykhreinsivirki var fest betur þar sem fokhætta var af plötum sem þar voru að losna, hluti af þaki og þak- kanti efnisgeymslu losnaði og var fest að nýju og plötur voru fjarlægðar í stað þess að endurnýja þær á sílói sem er innan svæðisins. Gluggum sem hafa verið brotnir í skemmdarverk- um hefur verið lokað með krossvið- arplötum.“ Regína segir að fyrir liggi tillögur um skipulag svæðisins sem kynntar verða á íbúafundi nú í októ- ber. „Í framhaldi af þeim fundi verð- ur deiliskipulag fyrir svæðið klárað. Þá mun væntanlega liggja fyrir hvaða mannvirki fá að standa að hluta eða öllu leyti og loks verður þá hægt að gera skilvirkari viðhaldsáætlun fyrir svæðið.“ mm/ Ljósm. ki. Fok- og hrunhætta af mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar Afar lítið fannst af loðnu í berg- málsmælingaleiðangri rannsóknar- skipsins Árna Friðrikssonar í leið- angri sem fór fram dagana 16. sept- ember til 4. október. Leitað var loðnu á hefðbundnum slóðum í sundinu milli Vestfjarða og Aust- ur Grænlands, á landgrunninu norður með Austur Grænlandi og á landgrunninu og í köntunum út af Norðurlandi allt austur að Mel- rakkasléttu. Engin loðna fannst út af Norðurlandi en víða út af strönd- um Austur Grænlands. Lóðning- ar voru þó yfirleitt fremur gisnar. Aðstæður til mælinga voru á tíð- um erfiðar vegna illviðis og hafíss á nyrsta leitarsvæðinu. Lítið fannst af ókynþroska loðnu og segir Hafrannsóknastofnun að samkvæmt því horfi til þess að óbreyttu að loðnuveiðar verði al- farið bannaðar veturinn 2016/2017 þar sem hrygningarstofinn þá verði svo lélegur. Lítið fannst einnig af kynþroska loðnu. Miðað við afla- reglu er ljóst að heildar loðnukvóti á komandi vetrarvertíð 2015/2016 verður aðeins 44.000 tonn. Sá kvóti mun ekki breytast til aukningar nema meira af loðnu finnist í næsta mælingarleiðangri Hafrannsókn- arstofnunar í janúar og febrúar á næsta ári. mþh Sáralitlar loðnuveiðar heimilaðar í vetur að óbreyttu Lundey kemur með loðnu til vinnslu á Akranesi í mars fyrr á þessu áru. Dökklega horfir með loðnuveiðar í vetur og næsta vetur einnig. Haustvertíðin á íslensku sumargots- síldinni er hafin við Vesturland. Ás- grímur Halldórsson SF landaði í síðustu viku fyrsta farmi hausts- ins þegar skipið kom með um 250 tonna afla til heimahafnar í Horna- firði. Þessi afli fékkst í flotvörpu eft- ir fjögurra tíma hol í Jökuldýpi út af Snæfellsnesi. Mikill spærlingur um hafa verið sem meðafli í þessum farmi. Ekki var mikið að sjá af síld á miðunum. Skipverjar á Ásgrími Halldórssyni munu hafa leitað síld- ar víða um Breiðafjörð, meðal ann- ars í grennd við Kolgrafafjörð. Fátt sást til síldar þar. Að minnsta kosti tvö önnur skip hafa byrjað síldveiðar í Breiðafirði. Það eru Vilhelm Þor- steinsson EA og Jóna Eðvalds SF. Að öðru leyti er rólegt yfir síldar- miðunum í Breiðafirði. Helst horfa menn vonaraugum til þess að kló- festa síldina í Kolluál eða Jökuldýpi. mþh Síldveiðar hafnar í Breiðafirði Síldarlöndun úr smábát í Stykkishólmi haustið 2013.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.