Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Side 7

Skessuhorn - 15.10.2015, Side 7
Föstudagur 23. október Kl. 12:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Kjarlaksvöllum, Saurbæ Að Kjarlaksvöllum mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr norðurhluta Dalasýslu þar sem mönnum gefst kostur á að líta á þá. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið norðan girðingar. Kl. 19:30 Íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal Húsið opnar 19:30. Borðhald hefst kl. 20:00. Sviðaveislan geysivinsæla með hagyrðingum og dansleik Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fl. tengt sviðaveislu. Hagyrðingar verða: Helga Guðný Kristjánsdóttir, Botni Súgandafirði, Jón Kristjánsson, Reykjavík, Sigurður Hansen, Kringlumýri, Skagafirði, Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Hrísum, Flókadal og Sigurjón Jónsson, Selfossi. Stjórnandi verður Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal. Um dansleikinn sér hljómsveitin „Þórunn og Halli“. Já nú skal sko dustað rykið af gömlu og góðu dansskónum. 16 ára aldurstakmark er á dansleik.Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Sigríði á Emmubergi í síma 847-0652 frá 16. október til og með 20. október. Aðgangseyrir er 6.000 kr. Miðinn á dansleikinn er á 2.500 kr. Forsala á sviðaveislu verður hjá KM Þjónustunni fimmtudaginn 22. október frá kl. 15:00 til 17:00. Hótelið á Laugum verður opið í tengslum við sviðaveisluna. Bókanir eru á laugar@umfi. is eða í síma 861-2660. Hægt verður að bóka sig inn frá klukkan 13:00 á föstudeginum. Útskráning fyrir klukkan 12:00 á laugardeginum. Gisting með morgunmat í tvíbýli kostar 18.000 kr. en einbýli 13.000 kr. Önnur gisting er svefnpokapláss með morgunmat er á 4.500 kr. í tvíbýli og 5.000 kr. í einbýli. Uppábúið rúm í tvíbýli á heimavist skólans er á 14.000 kr. Laugardagur 24. október Kl. 10:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Svalbarða í Miðdölum Þar mæta til sýnis og dóms best dæmdu lambhrútar úr suðurhluta Dalasýslu og einnig keppt um fallegasta gimbrarlambið sunnan girðingar. Kl. 13:00 Reiðhöllin opnar Kl. 14:00 Meistaramót Íslands í rúningi Þar leiða saman klippur sínar heitustu og sveittustu rúningsmenn landsins. Nú er bara að spýta í lófana, brýna kambana, skrá sig og það kemur í ljós hvar þú stendur meðal okkar fremstu klippara eða kemst þú í landsliðið? Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann besta. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 19. október til Sigríðar í síma 847-0652 eða á netfangið siggahuld@gmail.com Úrslit og verðlaunaafhending verða að keppni lokinni. Kl. 13:00 Vélasýning Þar koma saman nokkur fyrirtæki og sýna okkur helstu og nýjustu tæki og tól sem viðkoma land- búnaðarstörfum. Kl.13:00 Markaður opnar Þeir sem hafa áhuga á að vera með vörur á markaðnum er bent á að hafa samband við Rakel síma 434-1103 eða á netfangið svartagibba@simnet.is. Kl.14:30-16:00 Ullarvinnsla Konur úr héraði verða með sýningu á ullarvinnslu og hægt verður að taka í rokk og kemba! Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með veitingasölu. Magnús og Ívar úr Ísland Got Talent munu taka lagið í reiðhöllinni. Kl.18:30 Dalabúð, grillveisla og verðlaunaafhending Þar munu kokkar frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna grilla íslenskt lambakjöt. Bestu lambhrútarnir í Dalasýslu verða verðlaunaðir, verðlaunaðar verða bestu ærnar úr árgangi 2010. Verðlaunaafhending í ljósmyndasamkeppninni. Magnús og Ívar munu taka lagið. Aðgangseyrir 2.000 kr. á mann, en frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum. Kl. 00:00 Dalabúð Hefðbundinni dagskrá Haustfagnaðar lýkur með stórdansleik þar sem hljómsveitin „Made in Sveitin“ munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 3.000 kr. 16 ára aldurstakmark. Ljósmyndakeppni. Þema í ár er starf sauðfjárbóndans. Myndir settar inn á facebooksíðu félagsins fyrir 22. okt. Nánari upplýsingar á www.dalir.is, budardalur.is og á facebooksíðu FSD Opnunartími þjónustuaðila: Handverkshópurinn Bolli: Opið föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 12-18. Dalakot: Opið laugardag frá kl. 12-22. Pizzahlaðborð á laugardaginn frá kl. 12–14. Barinn opinn fram eftir nóttu. Opið sunnudag frá kl. 12-20. Sími 434-1644. Samkaup: Opið föstudag frá kl. 9-21, laugardag frá kl. 10 -20 og sunnudag frá kl. 10-21. Plötulopi, Álafosslopi, léttlopi, einband og hosuband á 30% afslætti frá og með 10. okt til og með 24. okt. Rjómabúið Erpsstaðir: Opið frá kl. 13–18. Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hringið í síma 868-0357 til að kanna með opnun utan opnunartíma. Blómalindin: Opið föstudag frá kl. 11-18 og laugardag frá kl. 13-16, nýjar vörur og kannski eitthvað „kindarlegt“, Októberbjórinn frá Steðja. KM Þjónustan: Laugardaginn 24. okt. verður KM Þjónustan opin frá kl. 13–17. Ferðaþjónustan Seljalandi: Bjóðum upp á mat og gistingu fyrir litla hópa um helgar yfir vetrarmánuðina. Þarf að bóka fyrirfram. Nánari upplýsingar www.seljaland.is seljaland@seljaland.is eða 894-2194. Hlökkum til að sjá ykkur. Góða skemmtun! Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu Munum að klæða okkur eftir veðri. Ullin yst sem innst, það er allra best. S K E S S U H O R N 2 01 5 HAUSTFAGNAÐUR FSD 23. – 24. október 2015

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.