Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 15 Réttingar og Bílamálun SK ES SU H O R N 2 01 5 Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Starf í Sambýlinu að Laugarbraut. • Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Laust starf hjá Akraneskaupstað K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Gólfþvottavélar Háþrýstidælur fyrir heimilið Ryksugur Vatnsdælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sópar Háþrýstidælur Gufudælur Ólafsvíkurkirkja er bleiklýst eins og undanfarin ár í tilefni af Bleikum október, en bleiki dagurinn verð- ur að þessu sinni 16. október. Eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þennan dag. Bleiki lit- urinn er baráttulitur októbersmán- aðar og notaður til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Kirkjan er þó ekki eina bygg- ingin í Snæfellsbæ sem er bleik- lýst í ár en útiljósin á Dvalarheim- ilinu Jaðri eru bleik þennan mán- uðinn, Félagsheimilið Klif og Skip- ið minnismerkið við Klettsbúð á Hellissandi. þa Bleik ljós lýsa mannvirki í Snæfellsbæ Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda undirritaði í síðustu viku samkomulag við Verkalýðs- félag Akraness (VLFA) um tvö- földun á vaktabónus sem greidd- ur er starfsmönnum fiskimjöls- verksmiðju fyrirtækisins á Akra- nesi. Þessar greiðslur tvöfaldast frá því sem áður var. Þá voru greiddar 1.686 kr. fyrir hverja vakt fyrstu 50 vaktirnar sem staðnar eru á hverju ári. Hér eftir verður greitt fyrir þær 3.372 kr. á hverja vakt. Frá 51. vakt voru greiddar 1.003 kr. fyrir hverja vakt en eftir samkomulagið verð- ur sú upphæð 2.006 kr. Á vefsíðu VLFA segir að vaktafjöldi starfs- manna sé á bilinu 150-180 á árs- grundvelli. Hækkunin felur í sér að árslaun starfsmanna hækka um eða yfir 200.000 kr. á ári eða sem nem- ur á annan tug þúsunda á mánuði. Samkomulagið gildir afturvirkt frá 1. maí á þessu ári. „Þetta samkomulag er gert þrátt fyrir að kjarasamningur bræðslu- manna sé ekki laus og er þetta við- leitni fyrirtækisins til að gera vel við starfsmenn þegar vel gengur. Þetta er líka gert til að mæta því að bón- us fiskvinnslufólks í HB Granda var hækkaður allverulega í síðustu samningum, þegar Verkalýðsfélag Akraness gekk frá sérstökum samn- ingi vð forsvarsmenn fyrirtækisins. Það er alltaf ánægjulegt þegar for- svarsmenn fyrirtækja samþykkja að deila góðri afkomu til starfsmanna eins og nú er verið að gera og það þrátt fyrir að samningar séu ekki lausir,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA. mþh HB Grandi tvöfaldar bónus í fiskimjölsverksmiðju Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.