Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201516 Anna Berg Samúelsdóttir hefur nýlokið meistaranámi sínu í land- fræði frá Háskóla Íslands. Ritgerð hennar til lokaprófs ber titilinn „Ís- lenskur landbúnaður og velferð bú- fjár. Viðhorf almennings, birting- armynd hagsmunaaðila og kaup- hegðun neytenda.“ Eins og sjá má á þessum titli þá snertir umfjöllunar- efnið svo sannarlega þá miklu um- ræðu sem undanfarið hefur átt sér stað hér á landi um meðferð dýra, einkum á kjúklinga- og svínabúum. Við settumst niður með Önnu Berg til að rabba um þessa ritgerð henn- ar, en líka til að heyra meira um hana sjálfa. Anna Berg hefur um árabil verið búsett með fjölskyldu sinni á Vesturlandi, nánar tiltekið á Hvanneyri, og tekið virkan þátt í samfélaginu bæði í leik og starfi. Smitaðist ung af hestabakteríunni Nú í sumar hefur Anna Berg starf- að sem hótelsýra á Hótel Helln- um á Snæfellsnesi. Hún á að baki margra ára starfsreynslu í ferða- þjónustu samhliða námi. Landbún- aður og dýr hafa þó líka skipað stór- an sess. Við sitjum við glugga í mat- salnum á Hótel Hellnum. Útsýnið er frábært þar sem við horfum út yfir hafið. Það er haustlegt yfir að líta. Enn eru samt gestir á hótel- inu. Anna Berg gefur sér þó tíma í spjall og byrjar á að segja frá sjálfri sér. „Í grunninn má segja að ég sé Austfirðingur. Mamma er þaðan en pabbi kom hins vegar frá Færeyj- um. Við bjuggum mest á Neskaup- stað þar til ég komst á unglings- ár. Ég þoldi illa við í þeim sjávar- útvegsbæ. Ég var alveg sturluð af löngun að komast í sveit þegar vor- aði. Ég var mjög illa haldin af hesta- dellu. Systkini mín voru í hestunum en ekki foreldrarnir. Þetta smitaðist til mín þó mér þætti að þau mættu vera duglegri að bjóða mér, henni Önnu Berg litlu með sér. Ég fór því alltaf inn í hesthús og kembdi hestunum fyrir fólk. Svo horfði ég á það með löngunarsvip með litlu hvolpaaugunum mínum og vonaði að fá nú aðeins að fara á bak í stað- inn. Það lukkaðist nú bara nokkuð vel,“ segir hún og hlær við endur- minninguna. Í Danmörku við nám og störf Á unglingsárunum dvaldi Anna Berg í sveit bæði í Álftafirði og á Héraði. „Fimmtán ára fór ég svo til systur minnar, Ragnheiðar Samú- elsdóttur, sem bjó þá utan við New York-borg í Bandaríkjunum. Þar var ég með henni við tamningar á hestum á Mill Farm-búgarðinum í eigu Dan Slott þar sem ræktaðir voru íslenskir hestar. Eftir það fór ég í nám við Bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal. Enn voru það hest- arnir sem löðuðu. Það komst ekk- ert annað að. Þetta var 1989 til 1991. Ég hafði kynnst ýmsum nýj- ungum í Ameríku varðandi um- önnun hesta, svo sem nuddi og þess háttar. Ég var mikið að stúdera þetta. Þegar ég útskrifaðist frá Hól- um var ég aðeins átján ára gömul og fór þá aftur austur, á Fljótsdals- hérað. Þar vann ég meðal annars á Hótel Valaskjálf og kynntist Stefáni Hrafnkelssyni manninum mínum. Við lögðumst í hálfgerðan lands- hornaflæking sem var reyndar nokk- uð algengt hjá ungu fólki á þessum árum. Frá vetrarbyrjun fram í sum- arlok unnum við að tamningum. Á haustin tók svo við einhvers konar vertíðarvinna. Það var farið í slátr- un eða á síld og þess háttar. Við gerðum þetta í ein tvö ár. Vorum í Búðardal og Húnaveri og eignuð- umst marga góða vini. Næstu árin á eftir bjuggum við svo í Mosfellsbæ og eignuðumst báða strákana okkar þar. Árið 2000 bauðst okkur svo að flytja til Danmerkur. Stebbi fór að læra mjólkurfræði. Þarna vorum við í sjö ár. Hann lærði mjólkurfræðina og síðan tæknifræði og útskrifaðist sem framleiðslutæknifræðingur. Ég fór hins vegar að starfa sem leið- beinandi í líkamsrækt. Það þróaðist út í fullt starf og undir lokin stýrði ég stórri líkamsræktarstöð þar,“ segir Anna Berg. Háskólanám á Íslandi Þau Stefán og Anna Berg vildu hins vegar ekki festa rætur í Danmörku. Hugurinn stefndi heim til Íslands. „Mig langaði til að læra meira, bæta við búfræðinámið mitt frá Hólum. Í Danmörku hóf ég því nám í land- búnaðartæknifræði með náttúru og umhverfi sem sérsvið. Þetta átti eftir að gagnast mér vel. Við fór- um svo heim 2007 og settumst að á Hvanneyri. Fluttum nánast beint ofan í hrunið,“ rifjar hún upp. Þetta fældi þau þó ekki frá. „Nei, ég sett- ist á skólabekk við Landbúnað- arháskólann en Stebbi fór að vinna við múrverk hjá fyrirtæki í Reykja- vík. Seinna fékk hann svo starf hjá fóðurblöndunarstöð Líflands á Grundartanga þar sem hann vinn- ur í dag.“ Anna Berg hóf náttúrufræðinám við Landbúnaðarháskólann og lauk þaðan BS gráðu 2010. „Þá sótti ég um að komast í meistaranám og fékk inni hjá Landbúnaðarháskól- anum. Ég var alltaf með velferð bú- fjár í huga, hafði áhuga á því við- fangsefni og langaði til að gera við- horfskönnun sem sneri að þessu. Mig langaði til að skoða íslensk- an landbúnað út frá viðhorfum og þekkingu hins almenna neytenda. Skyggnast inn í það hvað fólk, í þessu tilviki neytendur, veit um ís- lenskan landbúnað og hvernig það hefur áhrif á verslunarhætti þess. Ég hafði hugmyndir um að vinna meistararitgerð mína út frá þessu en til að gera langa sögu stutta þá fór ég að lokum með þetta verkefni yfir í Háskóla Íslands og meistara- námið þar með líka.“ Þótti ekki henta við Landbúnaðarháskólann Þetta vekur spurningu um það hvers vegna hún hafi fært sig um set? Anna Berg kýs að vera fáorð um það en svarar þó að henni hafi verið gert það ljóst af mjög fáum en áhrifamiklum einstaklingum inn- an Landbúnaðarháskóla Íslands að svona pælingar væru eitthvað sem þeim hugnaðist ekki að skólinn tæki þátt í. „Ég ítreka að þetta voru mjög fáir einstaklingar. Fyrst var mér sagt að ekki væri neinn leiðbeinandi við Landbúnaðarháskólann sem gæti liðsinnt mér í þessu. Það á þó ekki að vera hindrun. Það er ekki óalgengt að leiðbeinendur nemenda við einn háskóla komi frá öðrum slíkum. Ég hafði fundið leiðbeinanda við Há- skóla Íslands sem þekkti aðferða- fræðina sem ég ætlaði að nota við mínar rannsóknir og hafði auk þess unnið að verkefni tengt landbún- aði. Þessi leiðbeinandi vildi vinna með mér en Landbúnaðarháskól- inn hafnaði því. Engar frekari skýr- ingar fylgdu. Ég flutti mig því yfir í Háskóla Íslands 2012 og fékk meist- aranáms áfanga frá Landbúnaðarhá- skólanum metna til áframhaldandi meistaranáms í landfræði. Þetta á vel heima innan hennar þar sem við höfum landnýtinguna gegnum land- búnaðinn, neytendur og það hvern- ig þetta birtist þeim. Við fjölskyld- an bjuggum samt áfram á Hvann- eyri þó ég væri við nám í Reykjavík. Frá Háskóla Íslands útskrifast ég svo með meistaragráðu í landfræði nú í haust 2015.“ Kannaði viðhorf kaupenda Anna Berg lýsir rannsókn sinni í stuttu máli. „Þetta er rannsókn byggð á eigindlegri aðferðar- fræði sem er mikið notuð til dæm- is í félagsvísindum. Það er meðal annars tekin viðtöl við fólk og síð- an fer fram ákveðin greining út frá því hvað það segir og gerir. Það er kafað ofan í það sem kemur fram í þessum viðtölum. Það sem ég var að kanna er viðhorf fólks til íslensks landbúnaðar og aðbúnaðar búfjár og svo tengingu þessara viðhorfa við kauphegðunina. Ég bað það um að skýra fyrir mér hvaða skiln- ing það legði í hugtakið „velferð,“ og hvernig það skilgreindi íslensk- an landbúnað, íslenskt búfé og þar fram eftir götunum. Svo var spurt um ýmislegt varðandi innkaup á landbúnaðarvörum.“ Anna fann sér viðmælendur sem vildu taka þátt í verkefninu. „Þetta var fólk sem ég vissi ekkert um frá því áður. Það er enginn nafn- greindur í rannsókninni. Ég tal- aði við ellefu manns. Þetta er því alls ekki nein skoðanakönnun eða neitt þess háttar. Þar er mikilvægt að hafa það í huga. Ég er ekki að taka neitt þversnið af þjóðinni í niðurstöðum mínum. Hins veg- ar þá eru svör fólksins sem ég tala við að spegla viðhorf sem eru uppi í þjóðfélaginu. Það er svo hægt að leita að samnefnurum við það sem það segir við það sem kemur fram í þjóðfélagsumræðunni. Svona rann- sókn eins og ég gerði hefur reynd- ar verið unnin af Landbúnaðarhá- skólum í Evrópu en hún var miklu stærri í sniðum og náði til margra landa þar sem fjöldi vísindamanna tók þátt. Ég hafði lesið um hana og fékk þá hugmyndina að gera það sama og rýna þá í landbúnaðinn hér á landi.“ Ímynd bænda góð Anna Berg ítrekar að hún hafi ekki verið að gera vettvangskönn- un varðandi aðbúnað búfjár á Ís- landi. „Mitt verkefni snerist ekkert um það. Ég fór ekki og heimsótti nein bú eða neitt svoleiðis held- ur ræddi ég einungis við neytend- ur. Margt kom á óvart í svörunum. Ég get nefnt eitt dæmi sem er það að yfirleitt var það konan á heimil- um þessa fólks sem sá um innkaup og eldamennsku. Ég var að tala við fólk á öllum aldri en það skipti engu máli í þessu efni. Einnig skynjaði ég þetta mikla traust sem fólk hef- ur á íslenskum bændum. Reynd- ar var ég búin að lesa um það og heyra en það var yfirleitt í leiður- um Bændablaðsins og þess háttar. En þarna fann ég að þetta á við rök að styðjast. Það kom mér þægilega á óvart og mér þótti það jákvætt. Bændur hafa sterka ímynd. Fólk- ið sem ég ræddi við taldi að þeir væru að vinna bæði vel og heiðar- lega, sannir og duglegir. Við erum á góðum stað með þetta. Annað sem kom mér líka á óvart var van- traust á milliliðum, svo sem afurða- stöðvum og verslunum, og svo yfir- völdum. Fólk var á því að millilið- ir væru að taka of mikið fyrir of lít- ið. Í framhaldinu fann ég mikla já- kvæðni gagnvart því að kaupa beint af bændum. Einn sagði hreint út við mig til að rökstyðja þessa af- stöðu sína: „Ég veit hvað ég fæ og bóndinn fær peningana sína, beint og milliliðalaust og ekkert vesen.“ Í framhaldi af þessu kom fram já- kvæð afstaða til heimaslátrunar. Það er að vísu bannað hér á landi að stunda heimaslátrun og selja af- urðirnar en það er hins vegar leyfi- legt í Færeyjum svo dæmi sé tekið. Anna Berg Samúelsdóttir lauk meistaraprófi í landfræði: Kannaði viðhorf fólks til velferðar búfjár og íslensks landbúnaðar Anna Berg Samúelsdóttir kannaði hug fólks til dýravelferðar í íslenskum landbúnaði. Ljósm. Sunna Gautadóttir. Hestamennskan hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá Önnu Berg. Hér er hún á gæðingnum Magna. Anna Berg við útreiðar ásamt Stefáni Hrafnkelssyni eiginmanni sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.