Skessuhorn - 15.10.2015, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 17
Við Íslendingar setjum skepnurnar
frekar upp á bíl og ökum með þær
fleiri hundruð kílómetra í sláturhús
vegna þess að slíkum húsum hefur
fækkað mjög í landinu,“ segir hún.
Innilokuð dýr talin
verksmiðjubúskapur
Anna Berg segir einnig að ríkjandi
viðhorf hjá viðmælendum henn-
ar hafi verið að íslenskur landbún-
aður væri náttúrulegur og hreinn.
Dýrin væru frjáls og fengju að fara
út á sumrin. „Viðmælendur mín-
ir töldu að búskapur þar sem dýrin
fá aldrei að fara út væri svokallað-
ur verksmiðjubúskapur. Fólkið sló
því föstu að það væri verksmiðju-
búskapur ef dýrin væru alin inni
allan sinn lífaldur alveg óháð því
hvort búin væru stór eða lítil. Þau
álitu að slíkur verksmiðjubúskapur
væri ekki fyrir hendi í landbúnaði á
Íslandi nema hjá svínum og alifugl-
um og svo loðdýrum. Dýr hefðu
það gott í öllum öðrum landbúnaði
hér á landi svo sem þegar um væri
að ræða hross, kýr og kindur. Þeg-
ar nánar var rýnt í þetta þá hugsaði
fólk eingöngu til mjólkurkúa þeg-
ar talað var um nautgripi. Tudd-
arnir sem til að mynda eru aldir
til kjötframleiðslu voru gleymdir.
Fólk taldi að þeir hefðu það eins
og kýrnar.“
Að sögn Önnu Berg er svo að
sjá að ímynd íslensks landbúnaðar
hvíli fyrst og fremst á sauðfjárrækt
og mjólkurframleiðslu. „Hún er að
miklu leyti byggð á þessum grein-
um. Fólk tengir sauðfjárrækt nán-
ast við villibráð, sér frelsi, náttúr-
legar og hreinar afurðir. Mjólkur-
framleiðslan hefur líka mjög sterka
ímynd. Það er svo spurning hvort
að þessar búgreinar geti sætt sig
við að jákvætt orðspor þeirra spill-
ist þegar neytendur frétti af ein-
hverju neikvæðu frá þeim geirum
landbúnaðarins sem þeir líti á sem
verksmiðjubúskap og ekki eigin-
legan landbúnað. Þetta á ekki síst
við þegar birtingarmynd íslensks
landbúnaðar eru kindur og kýr úti
í haga.“
Neytendur í togstreitu
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna
að viðmælendurnir höfðu leitt hug-
ann að velferð afurðadýra í land-
búnaði. Hins vegar gat brugð-
ið til beggja vona með það hvort
slík sjónarmið réðu úrslitum þeg-
ar kæmi að innkaupum. Þar gat til-
litið til buddunnar vegið þyngra
eða heilsan. „Einn viðmælandinn
nefndi til dæmis að hann verslaði
alltaf í ódýrustu versluninni í sínum
heimabæ þar sem hann hefði hrein-
lega ekki efni á því að versla annars-
staðar. Enn annar sagði að hon-
um hefði verið upp á lagt af lækni
að neyta hvíts kjöts svo sem af
kjúklingi þar sem það ætti að vera
fitusnauðara og þar með hollara.
Hann verslaði kjúklingakjöt þrátt
fyrir að hann vissi að slíkar afurðir
kæmu frá verksmiðjubúskap. Þann-
ig er fólk í togstreitu milli sjónar-
miða þar sem takast á hugmynd-
ir um dýravelferð, hollustusjónar-
mið og síðan verð vörunnar,“ segir
Anna Berg.
Aðspurð segir Anna Berg að um-
ræðan um dýravelferð á íslensk-
um svína- og kjúklingabúum hafi
ekki komið sér á óvart. „Ég bjó nátt-
úrulega í Danmörku. Þar fylgd-
ist ég með umræðunni um dýravel-
ferð í landbúnaðinum. Hún var oft
mjög herská, óvægin og ef til vill erf-
ið fyrir framleiðendurna. Ekki síst í
svínaræktinni. Þetta sem komið hef-
ur upp hér á landi með þrönga bása,
legusár og þess háttar er allt þekkt
vandamál frá Danmörku. Umræð-
an hér undanfarið er nokkurs konar
endurómun af þeirri sem hefur átt
sér stað hjá Dönum. Þar hefur með-
al annars verið herferð fyrir bætt-
um aðbúnaði svína sem heitir „Stop
svineriet“ og finna má á netinu.“
Hyggur á ferðaþjónustu
Meistaraprófsritgerð Önnu Berg
verður aðgengileg á skemman.is
síðar í þessum mánuði. Dr. Ólaf-
ur Dýrmundsson fyrrum ráðunaut-
ur hjá Bændasamtökum Íslands var
prófdómari verkefnisins og leið-
beinendur voru þau Karl Bene-
diktsson, prófessor við landfræði,
og Magnfríður Júlíusdóttir, lekt-
or við landfræði í HÍ. „Þau voru
öll alveg yndisleg og sýndu verk-
efninu mikinn áhuga,“ segir Anna
Berg. Sjálf hyggst hún nú snúa
sér að því að starfa innan ferða-
þjónustunnar, gjarnan með þeim
hætti að bændur og búalið á Vest-
urlandi njóti góðs af. „Ég hef nú
um eins árs skeið unnið við und-
irbúning fyrir ferðaþjónustustarf-
semi hér á Vesturlandi. Ég er búin
að kaupa mér ferðaskipuleggjanda-
leyfi og hef fengið skrásett nafn-
ið West Iceland Travel fyrir starf-
semina. Einnig hef ég fest kaup á
léninu westicelandtravel.is. Ég ætla
mér að fara af stað með haust-,
vetrar- og vorferðir hér í landshlut-
anum. Eitt meginþemað verður að
hitta bændur á svæðinu, svona það
sem á ensku kallast „Meet the lo-
cal farmer.“ Nú í sumar hef ég unn-
ið í heima- og fésbókarsíðunni. Ég
hef rætt við nokkra bændur og þeir
eru mjög jákvæðir. Ég hef hug á að
gera þetta til að byrja með í Borg-
arfirði og á Snæfellsnesi. Það er
fyrir hendi ákveðin jákvæð reynsla
af þessu sem eru jú bændur hér á
svæðinu sem hafa tekið á móti gest-
um og byggt aðstöðu til þess, svo
sem á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði og
Háafelli í Hvítársíðu. Mér skilst að
áætlanir séu líka um þetta á Refs-
stöðum í Hálsasveit á kúabúinu þar.
Ég tel að þetta henti mér fínt. Ég er
náttúrufræðingur með bakgrunn úr
landbúnaðinum og hef verið tengd
ferðamálum í mörg ár. Bróðir minn
Davíð Samúelsson var markaðs- og
kynningarfulltrúi Suðurlands til
margra ára og ég hef fengið mik-
inn innblástur og hugmyndir frá
honum til að mynda mér skoðan-
ir í bland við mína eigin reynslu og
þekkingu,“ segir Anna Berg.
Kallar eftir sterkari
innviðum
Anna hefur ákveðin viðhorf þegar
kemur að ferðaþjónustunni og það
eitt væri í sjálfu sér efni í annað við-
tal. „Við þurfum að beina meira fé
til þeirra sem byggja upp markaðs-
starfið fyrir greinina hér í lands-
hlutanum ef okkur á að takast að ná
árangri í samkeppni um ferðamenn
til dæmis við þau á Suðurlandi.
Það verður líka að efla innviðina.
Af hverju er ekki sérmenntað fólk
í heils árs störfum sem landverð-
ir á Vesturlandi til að sjá til dæmis
um að umhverfis- og hreinlætismál
séu í lagi, sem og annað sem snert-
ir innviði og náttúrusvæðin? Síð-
an gætu fleiri starfað sem slíkir yfir
mesta álagstímann á sumrin. Ég hef
sjálf starfað sem landvörður í þjóð-
garðinum á Snæfellsnesi og veit
hve mikilvæg störf landvarða eru.
Heilt yfir á Vesturlandi erum við í
algerri forneskju með þessi mál. Ég
sé þetta vel hér á Hellnum þar sem
við njótum þess að hafa þjóðgarð-
inn hér við hliðina á okkur. Hér er
vel hugsað um allt, enginn salernis-
pappír fjúkandi um eða neitt þann-
ig því landverðirnir halda svo vel
utan um þetta.“
Þessa dagana lýkur hún sínu
fyrsta sumri sem hótelstýra á Helln-
um. Áður hefur Anna Berg verið
hótelstýra á gamla Edduhótelinu á
Kirkjubæjarklaustri í tvö sumur og
einnig starfað á Hótel Hamri við
Borgarnes. „Það er búið að ganga
afskaplega vel hér á Hótel Hellnum
nú í sumar. Næstum aðeins of vel
liggur mér við að segja. Þegar mest
var í sumar starfaði um 20 manns
á hótelinu; í þrifum og uppvaski,
þjónar, kokkar, og svo í afgreiðslu.
Þó þetta sé gaman þá erum við öll
orðin frekar lúin eftir annríki sum-
arsins,“ segir Anna Berg Samúels-
dóttir að lokum og brosir í kamp-
inn. mþh
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
Óli Jón Ólason
Grundarfirði
Lést miðvikudaginn 7. október á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útför hans fer fram miðvikudaginn
14. október kl. 13 frá Áskirkju í Reykjavík.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Steinunn Hansdóttir
Arnlín Þuríður Óladóttir Magnús Rafnsson
Óli Jón Ólason Guri Hilstad Ólason
Elín Sigríður Óladóttir Heimir Heimisson
Guðrún M.Ó. Steinunnardóttir Guðni Kristinsson
Þorsteinn Gísli Ólason Halla Björk Magnúsdóttir
Ágúst Ólason
Hrefna Rut Kristjánsdóttir Stefán Smári Kristófersson
Kristján Hreiðar Kristjánsson Lára Jakobsdóttir
Afabörn og langafabörn.
Afmælis- og kveðjustund
Óla Jóns Ólasonar, sem lést 7. október síðastliðinn,
verður haldin á afmælisdegi hans laugardaginn 17. október
kl. 14 í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Allir velkomnir sem vilja samgleðjast og
kveðja okkar elskulega vin og gleðigjafa,
eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa.
Stórfjölskyldan
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Útivist og fjallgöngur eru eitt af
áhugamálum Önnu Berg.
Fjölskyldan í fjallgöngu. Anna Berg og Stefán með sonum þeirra þeim Stefni Ægi
Berg og Styrmi Inga.
Með Ljósbera í hesthúsinu.
Ljósm. Sunna Gautadóttir.
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 - www.kemi.is - kemi@kemi.is
Almennur handhreinsir sem byggir á náttúrulegum efnum.
Virkar jafnt með vatni og án.
Engin jarðolíuefni eru notuð.
Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina.
Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím.
Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur.
Loctite SF 7850
handhreinsir