Skessuhorn - 15.10.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201518
Steinar Berg í Fossatúni í Borgar-
firði mun í lok þessa mánaðar gefa
út bókina „Trunt-Trunt, sögur af
tröllum, álfum og fólki.“ Hér er á
ferð athyglisverð bók fyrir börn og
fullorðna. Steinar byggir á þjóð-
sögum Jóns Árnasonar og lætur
sögurnar lifna við á ævintýraleg-
an hátt í texta og með myndræn-
um frásögnum sex listamanna. Eins
og margir vita eru þjóðsögur Jóns
skráning munnmælasagna, stutt-
ar sögur; þekktar og minna þekkt-
ar, sem Steinar notar sem grunn
og staðfærir að Vesturlandi. „Ég er
þarna að nota þjóðsögur Jóns Árna-
sonar sem efnisveitu og bæti svo við
frumsömdu efni. Þjóðsögurnar eiga
það flestar sammerkt að vera rýrar
og allt voru þetta munnmælasögur.
Ég geri nú meira úr þessum sög-
um og tengi þær allar inn á ákveðna
staði á Vesturlandi og gef þeim
smá persónusköpun. Þær gerast á
Hvalfjarðarströnd, í Borgarfirði, á
Snæfellsnesi, Arnarvatnsheiði og í
Hítardal. Þannig kemur fram í sög-
unni „Hver er sinnar gæfu smið-
ur,“ hvernig stendur á því að mest
myndaða fjall Íslands heitir Kirkju-
fell, sem það hefur ekki alltaf gert.
Raunar er ég þarna að gefa mér
skáldaleyfi til að taka þjóðsögurnar,
nota þær sem efnivið sem með við-
bótar skáldskap tengist vonandi nú-
tímanum, þó sögusviðið sé aftan úr
öldum,“ segir Steinar þegar blaða-
maður sest niður með honum með
eintak af bókinni sem fer í almenna
dreifingu í lok þessa mánaðar.
Skrifar fyrir ferðamenn
Steinar er enginn nýgræðingur í
útgáfu. Forlagið gaf út eftir hann
bókina Tryggðatröll fyrir nokkr-
um árum. Steinar yfirtók útgáfu-
réttinn af þeirri bók og hefur nú
selt í um tíu þúsund eintökum eft-
ir að hann lét þýða hana yfir á erl-
end tungumál að auki. „Nú er ég
farinn að skrifa fyrir ferðamenn.
Markaðurinn er að koma til okkar.
Ferðamenn þyrstir í efni sem teng-
ist þeim löndum og landssvæðum
sem þeir eru að heimsækja. Bók-
ina Tryggðatröll hef ég þannig selt
víða um land og raunar viðurkenni
ég fúslega að útgáfa þeirra bókar
hefur skipt sköpum í ferðaþjón-
ustunni okkar í Fossatúni,“ segir
Steinar.
Hann kveðst ætla að fara svipaða
leið með nýju bókina. „Ég læt þýða
hana yfir á nokkur tungumál. Bók-
in er byggð þannig upp að hún er
nokkurs konar sögukort fyrir Vest-
urland. Auk bókarinnar þá stefni
ég á að koma henni síðar meir í
App smáforrit fyrir snjalltæki, raf-
ræna útgáfu þar sem hægt verður
að bæta við ljósmyndum, videó-
um og fleiru til að tengja lesand-
ann enn betur við staðina sem sög-
urnar eru látnar gerast á.“
Sagnahefðin nauðsynleg
„Ég kynntist því vel þegar ég var fé-
lagi í All Senses samtökunum, sem
störfuðu um hríð hér á Vesturlandi,
að það var alltaf verið að tala um
mikilvægi þess að tengja söguna við
staðina til að ferðafólk gæti tengst
þeim betur. Ég reyni í þessari bók
að ramma sögurnar inn í landslag
og hefja sagnahefðina upp á þann
þann stall sem hún á skilið. Við Ís-
lendingar þurfum að vera ófeimn-
ir að tengja söguna og arfinn okk-
ar saman og bæta þannig upplifun
gesta af landinu.“
Byrjaði skrifin á spítala
Steinar segist vera búinn að vera
fjögur ár að skrifa þessa bók og hafi
upphafið ekki komið til af góðu.
„Ég fékk heiftarlega blóðeitrun í
september 2011 og var nærri dauð-
ur.“ Hann leggur vigt á orð sín og
sýnir með tveimur fingrum að ein-
ungis hafi munað broti úr milli-
metra að hann hefði farið yfir móð-
una miklu þetta haust. „Þetta var
svo heiftarlegt að læknarnir urðu að
gefa mér þann stærsta fúkkalyfja-
skammt sem nokkrum manni hef-
ur verið gefinn fyrr og síðar í sögu
spítalans á Akranesi. Þeir kölluðu
þetta hestaskammta! Dældu í mig
fúkkalyfjum í æð á fjögurra tíma
fresti í rúma tvo mánuði. Þegar
ég dvaldi á spítalanum á Akranesi
reyndi ég að nýta tímann og byrj-
aði þá að skrifa þessa bók. Hef svo
verið að fínpússa hana af og til síð-
an. Ég ákvað að fá sex listamenn
með mér í lið til að myndskreyta
bókina. Þrír þeirra eru margreind-
ir í sínu fagi en þrír eru að hasla
sér völl og kannski rúmlega það
við myndskreytingar bóka. Hver
þessara listamanna myndskreytir
tvær sögur. Úr þessu verða þannig
12 þjóðsögur og 90 síðna bók sem
ég er afar stoltur af,“ segir Stein-
ar. Aðspurður af hverju Brian Pilk-
inton hefði ekki myndskreytt þessa
bók líkt og hinar þrjár fyrri, svar-
ar Steinar að hann hefði meðvitað
valið að fá aðra í verkið að þessu
sinni. „Sögurnar eru fjölbreyttar,
ævintýri, ærsl, dramatík og spenna,
mér fannst því tilvalið að fá fjöl-
breytni í vinnslu myndskreytinga
líka.“
Tröllin rækta
ævintrýaþrána
Tröllagarðurinn í Fossatúni hef-
ur markað staðnum talsverða sér-
stöðu í röðum ferðaþjónustufyr-
irtækja á síðustu árum. Þar geta
börn og fullorðnir gengið um
holtin á árbakka Grímsár og sog-
að í sig fróðleik um tröll og for-
ynjur úr sagnaheimi. En trúir
Steinar Berg sjálfur á tröll? „Já, af
hverju ekki? Sagnir um tröll teygja
sig langt aftur í aldir og hafa fylgt
okkur Íslendingum mann fram af
manni. Orðið tröll merkir eitt-
hvað ókennilegt, hafði upphaflega
margræða merkingu og ég trúi
sannarlega á hið óræða. Því getum
við leyft okkur að skálda í eyðurn-
ar og ímynda okkur það sem uppá
vantar. Íslendingar jafnt og erlend-
ir gestir okkar hafa gaman að þessu
og sögur af tröllum rækta barns-
lega ævintýraþrá í okkur.“
Útgáfan hefur
bætt reksturinn
Steinar og Ingibjörg Pálsdóttir
kona hans í Fossatúni hafa nú gert
talsverðar breytingar á rekstrinum
og segir Steinar þær hafa leitt til
góðs. „Það var hárrétt ákvörðun
hjá okkur að loka tjaldstæðunum
í Fossatúni. Það er ekki hægt að
keppa við sveitarfélögin um rekst-
ur þeirra og því skynsamlegt að
hætta þátttöku í þeirri ójöfnu sam-
keppni. Í staðinn höfum við auk-
ið við gistiþjónustu í Fossatúni og
komum til með að eflast enn frek-
ar fyrir næstu vertíð. Við byrjuð-
um í fyrrasumar með smáhýsa-
leigu, svokölluð Camping pods
eða podda, erum með gistiheim-
ili og svo leigjum við út fullbúin
hótelherbergi í nýjum húsum með
baði og morgunmat. Áherslan er á
fjölbreytta gistiþjónustu og bóka-
skrifin og útgáfan eru ásamt gamla
vínylplötusafninu mínu mikilvægar
stoðir sem við byggjum á. Ferða-
fólk kemur í vaxandi mæli í Fossa-
tún til að fá bækur áritaðar af höf-
undinum og þessi nýja bók á enn
frekar eftir að efla þann þátt.“
Steinar ætlar í lok þessa mánað-
ar að gefa út bókina Trunt – Trunt,
en hann er sjálfur útgefandi og ætl-
ar að annast dreifingu. „Við lokum
hluta rekstrarins, þ.e. sveitahótel-
inu, í þrjá mánuði í vetur svo við
getum einbeitt okkur að útgáfu og
kynningu á bókinni. Tímann fram
að næstu mánaðamótum nota ég til
að undirbúa útgáfuna vel og sendi
hana svo í verslanir og fylgi henni
eftir með einhverjum skemmtileg-
heitum,“ segir rithöfundurinn og
sagnaskáldið Steinar Berg í Fossa-
túni.
mm
Gefur út vestlenska útgáfu af þjóðsögum
Steinar Berg heldur hér á nýju bókinni en dreifing hennar hefst í lok þessa mánaðar.
Surtur í Hallmundarhrauni. Teikning: Pétur Antonsson. Á þessu korti má sjá hvernig sögusvið tólf staðfærðra þjóðsagna dreifist um Vesturland.