Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Síða 25

Skessuhorn - 15.10.2015, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudög- um. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athug- ið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 47 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Lag er á ef lyndir báðum.“ Vinn- ingshafi er: Jóhann Magnús Hafliðason, Furugrund 70, 200 Kópavogi. mm Upp- hrópun Gægjur Lær- dómur Aðdáun Leikni Fagur Heimlid Fimm Tími Liða- mót Ótta Ölkrá Leifar Villt Sko Tíu Deilur Frá Bogi Dag- stjarna Nýja 6 Fjöldi Upp- skera Ægir Áfall Átt 2 Mylsna Púkar Hlífa And- staða Samhlj. Bardagi Refsa Fæddi Auðið Hlý Ílát Virða Hegri Dröfn 8 Ögn 1000 10 Sund Varta Svall 4 Bið Tölur Tengi Sýl Stallur 5 Síðan Skar Röð Hólf Hrun Stríðni Bunga Fróðar Korn Dreifa Féll Tíndi Þreytt Grugg Skark- ala Þefa Lirfu And- vari Æfðar Slá Þrep Titill Gálaus At- vinna Suddi Kássa Dropi Sósa Ekki Léreft Sífellt Mitti Ógn Tölur 3 Aðstoð Hanki Nískar Strit 9 Verma Stækk- uðu Gat 1 7 Félagi Stía Dót 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Þriðjudaginn 29. september síðast- liðinn var ekið utan í kyrrstæðan bláan fólksbíl á stæði utan við Fjöl- brautaskóla Vesturlands við Voga- braut á Akranesi og hann skemmd- ur töluvert á hlið. Sá sem það gerði ók í burtu á hvítum eða ljóslitum bíl. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Vesturlandi sem tók skýrslu um málið. Sími lögreglu er 444-0300. fréttatilk. Dansk-íslenska tríóið Almatra mun leika í Akranesvita sunnudaginn 18. október kl. 17. Tríóið leikur melód- ískan, frískotinn jazz undir áhrifum frá norrænni þjóðlagahefð og sam- anstendur efnisskráin af útgáfum hljómsveitarmeðlima af sálmum og þjóðlögum i bland við eigin tón- smíðar. Hljómheimurinn er marg- breytilegur, allt frá ambient tónlist nútímans til þjóðlagatónlistar fyrri alda og mun ómur vitans bæta ann- arri vídd í upplifunina. Tríóið skipa: Benjamin Kirketerp á bassa, Snæ- björn Gauti Snæbjörnsson á saxó- fón og Troels Buur Jensen á gítar. Aðgangseyrir er 1000 kr. en eng- inn posi er á staðnum. Tónleikarn- ir standa yfir í um það bil klukku- stund. Vert er að taka fram að lítið er um sæti í vitanum en gestir eru hvattir til að ganga um og upplifa tónlistina. -fréttatilkynning Síðastliðinn fimmtudag komu nemendur framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi saman þeg- ar hinn árlegi „West side“ við- burður var haldinn. West side er keppni milli skólanna þriggja þar sem fulltrúar þeirra etja kappi í ýmsum keppnisgreinum. Að þessu sinni var komið að Fjölbrautaskóla Snæfellinga að halda viðburðinn og mættu um 310 nemendur frá skólunum þremur þetta árið. Svo fór að lokum að FVA sigraði West side 2015 eftir spennandi keppni. Keppnin hófst með íþróttamóti í íþróttahúsinu í Ólafsvík, þar sem keppt var í körfuknattleik, blaki, fótbolta og endað á bumbubolta, þar sem leikin er knattspyrna með stórum jógabolta. Eftir íþróttirn- ar var FSN í forystu með 18 stig, FVA í öðru sæti með 15 stig og MB rak lestina með 3 stig. Boð- ið var upp á sameiginlega pizzu- veislu fyrir nemendur áður en leik- ar héldu áfram. Eftir matinn hófst spurningakeppnin Gettu Betur milli skólanna þriggja. Þar sigr- aði lið FVA í báðum umferðum Alexandra Chernyshova, sópr- an söngkona og tónskáld í Hval- fjarðarsveit, verður með tón- leika 21. október næstkomandi í Kaldalóni í Hörpu. Þar mun Alexandra jafnframt kynna út- gáfu nótnabókar óperunnar Skáldið og Biskupsdóttirin. Alex- andra útsetti fjórtán lög úr óper- unni fyrir rödd og píanó. Óper- an Skáldið og Biskupsdóttirin var frumsýnd vorið 2014 í Hall- grímskirkju í Saurbæ við góðar undirtektir gesta. -fréttatilkynning Hér má sjá stuðningsmannalið FVA en fjölmargir nemendur frá Akranesi skelltu sér á West side í Ólafsvík. FVA varði titilinn í árlegri West side keppni Leikar hófust með körfuboltaleik. Hér má sjá FVA og MB etja kappi. Frískotinn jazz í Akranesvita Gefur út nótnabók fyrir óperuna Skáldið og Biskupsdóttirin Ekið utan í bíl við fjölbrautaskólann og endaði með 21 stig. FSN varð í öðru sæti með 18 stig en MB í því þriðja með 6 stig. Hátíðinni var svo slitið með balli sem haldið var í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík, þar sem DJ-Finni og Árni Húmí héldu uppi stuðinu. „Þetta tókst einstak- lega vel, þetta var fjölmennasta ball FSN til þessa,“ segir Hilmar Orri Jóhannsson forseti NFSN. Hann segir undirbúninginn hafa geng- ið vel, enda hafi nemendafélagið byrjað á honum í byrjun septem- ber. „Þetta var bara allt mjög vel heppnað og skemmtilegt, við erum alveg í skýjunum með þetta,“ bæt- ir Hilmar Orri við. grþ /Ljósm. af. Leikmenn og stuðningsmenn FSN skemmtu sér konunglega.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.