Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201528
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Bíldahöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is
fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf
BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR
Framleiðum eftir óskum hvers og eins
Mikið úrval efna, áferða og lita
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is
Sem landsbyggð-
armanni í húð og
hár er mér frek-
ar lítið tilhlökkunarefni að aka til
Reykjavíkur. Ekki þó vegna þess að
ég hafi eitthvað mikið út á höfuð-
borgina sem slíka að setja. Ég bjó
þar sjálfur í rúman áratug og líkaði
það þokkalega að mörgu leyti. Eitt
var það þó sem ég var óskaplega
feginn að losna við þegar ég flutti
þaðan. Það var umferðin. Hraðinn,
svíningarnar, reiðiflautin og um-
ferðarteppurnar sem töfðu mann.
Allt varð þetta til að auka hjart-
sláttinn og valda manni ónotum
nánast á hverjum degi.
Þegar maður ekur suður á bóg-
inn með tún, beitarhaga og frið-
sælan búsmalann á hvora hönd eru
Hvalfjarðargöngin eins og fordyri
þess vítis sem maður má þola sem
ökumaður í borg óttans. Það var
því ekki bætandi á stressið þegar
Spölur setti upp vegslár við gjald-
hliðin. Þessi ólíkindatól standa eins
og hallarverðir frá miðöldum með
sverð brugðið við öxl. Oft hreyfast
þær ekki og maður ekur framhjá
þeim með óttablandinni virðingu.
En svo veit maður aldrei hve-
nær þær sveifla sverðinu snarlega
í veg fyrir mann og æpa „STANS,
Í NAFNI SPALAR!“ Dyraverð-
ir með mikilmennskubrjálæði hafa
löngum farið í taugarnar á mörgu
fólki. Þessar slár standa eins og
holdgervingar þeirra tudda sem
hafa ánægju af því að bögga fólk í
anddyrum skemmtistaða. Það er
því kannski ekki skrýtið að sumt
fólk hafi hrokkið í kút og ákveðið
að finna vegslánum allt til foráttu.
Að þekkja óvininn
Í fyrstu var ég nokkuð sammála
þessum reiðiröddum. En svo
komst ég að dálitlu merkilegu. Ég
ákvað að prófa að draga úr öku-
hraðanum. Ef maður hægir vel á
sér áður en maður kemur að slán-
um þá er maður í miklu betri að-
stöðu til að reikna þær út. Þá gefst
mér góður tími til að sjá í hvernig
skapi þær eru og hvort þær ætli að
bögga mig eða ekki. Ég leyfi slánni
að gera sínar upp- og niður æfing-
ar eins og Ninja hermaður sem
sveiflar kylfum og keðjum ógnandi
í kringum axlirnar á sér. Ég bíð
slakur en píri augun og fylgist ein-
beittur með hverri hreyfingu. Að
lokum lyftist sláin og er kyrr. Ég
ek rólega framhjá, nikka hausnum
í takt við lagið í útvarpinu og hugsa
með mér; „ha ha, þarna sá ég við
þér fanturinn þinn.“
Spölur segir að tilgangurinn
með vegslánum hafi verið tvíþætt-
ur. Aðal tilgangurinn var að draga
úr umferðarhraða framhjá gjald-
skýlunum. Hinn tilgangurinn var
að stöðva þá sem aka í gegnum
áskriftarhliðin án þess að vera með
veglykil. Full þörf virðist hafa verið
á því draga úr hraðanum en spyrja
má að því hvernig tekið var á því.
Meðalið þarf að helgast
af tilganginum
Spölur bendir á að svona slár sjá-
ist víða í gjaldhliðum erlendis. Það
er mikið rétt. En þar virðist til-
gangur þeirra ekki vera að draga
úr hraða heldur að stöðva bíla til
að innheimta gjald. Ég hef kannski
ekki ferðast nógu víða en þetta er í
fyrsta skipti sem ég hef séð vegslár
notaðar sem hraðahindrun. Hing-
að til hef ég aðeins séð hraðahindr-
anir eða þrengingar notaðar í þeim
tilgangi. Ólíkt vegslám eru hraða-
hindranir og þrengingar hannaðar
til að hindra hraða.
Ef aðal vandamálið var í upphafi
ökuhraðinn þá er spurning hvort
ekki hefði verið ódýrara, einfald-
ara, fljótlegra og hentugra að byrja
á því að smella niður hraðahindr-
unum framan við hliðin, áður en
farið var að beita slánum. Þar með
hefði aðal tilganginum strax ver-
ið náð á einfaldan og ódýran hátt.
Sjálfsagt hefði líka fækkað þeim til-
vikum þar sem bílar aka án veglyk-
ils í gegnum áskriftarhliðin. Mér
segir svo hugur um að í flestum til-
vikum hafi fólk ekið röngu meg-
in í gegn vegna misskilning eða
flumbrugangs, en ekki verið með
einbeittan brotavilja til að svindla
á veggjaldinu. Með því að draga úr
hraða hefði eflaust verið hægt að
fækka þeim tilvikum.
Í mörgum tilvikum, og senni-
legast flestum, hlýtur ástæðan fyrir
því að bílar klessi á slárnar að vera
sú að fólk hafi ekið of hratt miðað
við aðstæður og ekki náð að stöðva
áður en það áttaði sig á slánni.
Hraðahindranir myndu ekki að-
eins hægja á bílunum heldur líka
á hjartslætti ökumanna þegar ekið
er undir vegslárnar ógurlegu. Þeir
myndu svitna minna í lófunum og
hafa betra tak á stýrinu. Færri fuss-
um-svei og skammpistlar myndu
svo vonandi birtast á Facebook og
í blöðunum.
Kjartan S. Þorsteinsson
Pennagrein
Slárnar sem ekki
slógu í gegn
Nýverið kom út bókarkorn sem
nefnist Vasapési partýljónsins. Pét-
ur Bjarnason tók saman, en í bók-
inni er að finna leiðbeiningar um
veislustjórn ásamt limrum, lausavís-
um og léttmeti af ýmsu tagi. „Pés-
anum hefur verið dreift í bókabúð-
ir og fleiri sölustaði og verður þar
til sölu á viðráðanlegu verði. Flóki
forlag gefur bókina út en dreifingu
annast Nordic Games, sími 896
8888,“ segir í tilkynningu.
Á bókarkápu segir m.a.: „Ótrú-
lega margir þurfa einhvern tím-
ann að standa á sviði í partýum, á
þorrablótum eða öðrum samkom-
um til að reyna að skemmta við-
stöddum. Stundum tekst vel og
stundum miður, eins og gengur.
Til að finna efni fyrir þetta þarf oft
að leita í grínsíðum blaða, brand-
arabókmenntum, limru- og í ljóða-
bókum og víðar. Þetta er seinlegt
og tími oft knappur. Í þessum pésa
er árangur slíkrar leitar í áranna
rás og birtist hér samanþjappað í
handhægu broti sem miðast við
vasa af venjulegri gerð,“ segir Pét-
ur Bjarnason.
mm
Vasapési partýljónsins
Líkt og verið hefur undanfarin ár er
október mánuður Bleiku slaufunnar,
árvekni- og fjáröflunarátaks Krabba-
meinsfélags Íslands gegn krabba-
meinum hjá konum. Af því tilefni
stefnir Krabbameinsfélag Akraness
og nágrennis á að vera með bleikan
viðburð að kvöldi fimmtudagsins 15.
október næstkomandi í samstarfi við
Akraneskaupstað. Í tilkynningu frá
Krabbameinsfélaginu segir að farið
verði í bleika skemmtigöngu, ef veð-
ur leyfir. Áætlað er að gangan hefj-
ist klukkan 18 við Stjórnsýsluhúsið
Stillholti 16-18. Gangan hentar fyr-
ir alla fjölskylduna og eru þátttakend-
ur hvattir til að mæta í bleiku eða að
vera með eitthvað bleikt meðferðis,
svo sem trommur eða blöðrur. Auk
þess verði boðið upp á happadrætti
fyrir alla göngugarpa. „Torgið sem
baðað er bleikum bjarma í október
verður endastöðin þar sem slaufuberi
ársins 2015 verður kynntur, ung bar-
áttukona mælir nokkur orð, tónlist,
gleði og endað verður á að draga út
happadrættisvinning,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Krabbameinsfélag Akraness og ná-
grennis óskar einnig eftir stuðningi
fyrirtækja á svæðinu til að vekja at-
hygli á árvekni- og fjáröflunarátak-
inu Bleiku slaufunni. Óskað er eft-
ir vinningum í happadrættið ásamt
því að fyrirtæki skapi bleika stemn-
ingu, til dæmis með bleikri lýsingu
eða útstillingu og tilboðum á bleik-
um vörum. Þeir sem vilja styðja við
málefnið með þessum hætti er bent á
að hafa samband í síma 666-8112 eða
með tölvupósti á akranes@krabb.is
eða krabbak@gmail.com. grþ
Síðastliðinn þriðjudag hittust
áhugamenn um ferðaþjónustu á
Akranesi í fyrsta sinn og ræddu mál-
in. Hilmar Sigvaldason vitavörð-
ur í Akranesvita stóð fyrir fund-
inum og segir hann hafa verið vel
heppnaðan. „Þetta var ágætis fund-
ur. Þetta voru allt aðilar af Akranesi
úr ferðaþjónustu og frá fyrirtækjum
sem tengjast ferðaþjónustu óbeint.
Ferðaþjónusta er svo víðtækt hug-
tak, það er nefnilega ekki bara upp-
lifun að skoða, gista og borða held-
ur koma inn í þetta fjölmörg önn-
ur atriði, svo sem íþróttir, tónlist
og myndlist,“ segir Hilmar. Hann
segir aðilana hafa kynnt sitt, skipst
á skoðunum og rætt um sameigin-
lega ferðaþjónustu, hversu mikil-
væg hún er. Hilmar segir hópinn
hafa ákveðið að gera Facebook-
síðu ætlaða fyrir áhugamenn um
ferðaþjónustu og ákveðið hafi verið
að hittast reglulega í framhaldinu.
„Þetta verða ekki formlegir fundir,
þetta er ekki félagsskapur sem slík-
ur heldur bara einn lítill þáttur í því
að efla samstarf ferðaþjónustuaðila.
Þetta er bara fólk að hittast og ekk-
ert endilega þeir sem eru í bransan-
um, heldur líka þeir sem hafa áhuga
á ferðaþjónustu. Ég hefði reynd-
ar viljað sjá fólk úr Hvalfjarðar-
sveit líka, því þetta eru svo nátengd
svæði sem eiga margt sameiginlegt.
Ef við stöndum saman erum við
sterkari. Við þurfum á því að halda
að kynna okkur og koma okkur á
kortið, allavega á betra kort en við
erum á í dag.“ grþ
Hilmar Sigvaldason flaggar hér
vitasokkunum frægu.
Áhugafólk um ferðaþjónustu
ætlar að hittast reglulega
Bleikur viðburður á Akratorgi
Líkt og í fyrra er Akratorg lýst upp með bleikum bjarma í októbermánuði, mánuði
Bleiku slaufunnar.