Skessuhorn - 15.10.2015, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201530
Hver er afstaða þín til þess að
samþykkt verði breyting á deili-
skipulagi svo að HB Grandi
geti endurbætt og stækkað fisk-
þurrkun sína (Laugafisk) á
Akranesi?
Spurning
vikunnar
Spurt á Akranesi
Alfreð Guðjónsson:
Alveg sjálfsagt mál. Ég finn enga
lykt.
Kolbrún Ingvarsdóttir:
Laugafiskur á bara að fara úr
bænum.
Guðmundur Elíasson:
Það á að leyfa þetta. Lyktin er
óverulegt vandamál og þetta
skapar mikla atvinnu.
Ásta Alfreðsdóttir:
Ég er andvíg þessu.
Eiríkur Óskarsson:
Ég er þessu fylgjandi.
„Ég er náttúrulega mikill stuðnings-
maður Skallagríms. Pabbi spilaði
lengi með liðinu á níunda áratugn-
um og mamma var í stjórn. Bróðir
minn er spilandi aðstoðarþjálfari og
systir mín spilaði lengi. Sjálfur fékk
ég ekki þessa sömu hæfileika, ég er
meira bara í fræðunum,“ segir Hall-
dór Óli Gunnarsson léttur í bragði.
Hann vinnur nú að meistaraverkefni
í hagnýtri menningarmiðlun. „Þeg-
ar kom að vali á lokaverkefni lang-
aði mig að gera eitthvað sem teng-
ist Borgarnesi og þetta finnst mér
eiga mjög vel við,“ bætir hann við,
en viðfangsefni þess er saga körfu-
knattleiksfélags Skallagríms.
Halldór segir verkefnið hafa
mælst vel fyrir meðal heimamanna,
hann hafi rætt við fjölda fólks sem
þekki söguna og orðið margs vísari.
„Upphaf körfuboltans í Borgarnesi
má rekja aftur til ársins 1958 þeg-
ar Guðmundur Sigurðsson flytur
hingað og byrjar að kenna í grunn-
skólanum. Hann hafði lært körfu-
bolta í Kennaraháskólanum. Hann
kemur strax á fót skipulögðum æf-
ingum í gamla íþróttasal grunnskól-
ans og skömmu síðar bæjarkeppn-
um, þar sem keppt var við Snæ-
fellinga og fleiri,“ segir Halldór.
„Skallagrímur kemst svo fyrir alvöru
á kortið í íslenskum körfubolta að-
eins sex árum síðar þegar kvenna-
liðið verður Íslandsmeistari 1964,“
bætir hann við.
Þegar búið er að koma liðinu á
koppinn þarf svo að halda starfinu
gangandi. Þar kemur til skjalanna
Bjarni Bachmann. „Bjarni kemur
hingað 1961 til að starfa sem kenn-
ari. Hann var með bakgrunn sem
íþróttaþjálfari frá Íþróttakennara-
skólanum á Laugarvatni og kom
strax á fót mjög öflugu yngri flokka
starfi. Hann gerði 2. og 3. flokk að
Íslandsmeisturum ´68-´69 og má
eiginlega segja að hann hafi lyft fé-
laginu á næsta þrep,“ segir Halldór.
„Það má nefna nokkra svona mikil-
væga pósta í sögu félagsins, eins og
til dæmis þegar Gunnar Gunnars-
son kemur úr KR. Hann var þáver-
andi landsliðsmaður og algjör lykil-
maður þegar meistaraflokkur karla
komst í fyrsta sinn upp í 1. deild, sem
þá var efsta deildin,“ bætir hann við
og segir að það sama hafi gerst þegar
Birgir Mikaelsson, eða Biggi Mikk,
kemur fyrir tímabilið 1990-91. Þá
hafi liðið farið beint upp.
Fyrrum liðsfélagi
Larry Bird
Halldór segir að allir þessir menn hafi
gert mikið fyrir Skallagrím en einnig
hafi komið menn eins og Ívar Webs-
ter og síðar Alexander Ermolinskij,
sem beinlínis hafi breytt því hvern-
ig körfuboltinn var spilaður í Borg-
arnesi. „Ívar Webster er til dæm-
is dálítið merkilegur náungi. Hann
er annar erlendi leikmaðurinn sem
spilaði með Skallagrími. Áður hafði
hann spilað í Indiana State háskólan-
um með Larry Bird en kom hingað
´79, spilar með Skallagrími og gerði
2. flokk kvenna að bikarmeisturum
sem þjálfari,“ segir Halldór. „Webs-
ter kom með ýmsa hluti með sér sem
menn höfðu einfaldlega ekkert verið
að spá í hér á landi og höfðu aldrei
sést í íslenskum körfubolta.“
En vitanlega er saga Skallagríms
ekki bara dans á rósum. „Það eru auð-
vitað hæðir og lægðir í þessu, eins og
gengur. Meðal þess sem ég hef rekið
augun í er að á milli hápunkta í rúm-
lega 55 ára sögu Körfuknattleiks-
deildar Skallagríms virðast þeir kom-
ast á um það bil tíu ára fresti,“ seg-
ir Halldór. „Það er athyglisvert mið-
að við þessa merkilegu sögu félags-
ins að meistaraflokkur karla hef-
ur aldrei orðið Íslandsmeistari og
meistaraflokkur kvenna aðeins einu
sinni. Bæði karlarnir og konurnar
hafa nú á að skipa ungum og mjög
efnilegum liðum. Síðasti hápunktur-
inn í sögu félagsins kom árið 2006 og
samkvæmt mínum hávísindalegu út-
reiknum ættu liðin því að fagna vel-
gengni á næstu árum. Það eru því
bjartir tímar framundan hjá Skalla-
grími,“ bætir hann við og brosir.
Stuðningsmenn,
ekki áhorfendur
Aðal rannsóknarspurning verkefn-
isins er: „Af hverju er svona sterk
hefð fyrir körfubolta í Borgarnesi?“
Halldór reynir að svara þeirri
spurningu bæði út frá sögunni og
eins menningarlegu samhengi.
„Ástæðan fyrir því að körfubolti
varð fyrir valinu, en ekki handbolti
eða fótbolti, virðist fyrst og fremst
vera sú að það er bara auðveldara að
búa til körfuboltalið. Það eru færri
inni á vellinum í einu, hinar íþrótt-
irnar eru fjölmennari,“ segir hann.
Úr því körfubolti náði strax fót-
festu með skipulögðu starfi upp-
hafsmanna hefur íþróttin með ár-
unum orðin samofin samfélaginu í
Borgarnesi. „Við höfum svo lengi
átt góð lið að flestir Borgnesingar
hafa einhvern tímann tengst körfu-
boltanum með einum eða öðrum
hætti. Æft og spilað sjálfir eða átt
börn sem spila og svo auðvitað mætt
reglulega á leiki,“ segir Halldór og
víkur að stuðningsmönnum liðsins
og leggur áherslu á að Skallagrím-
ur eigi stuðningsmenn, ekki áhorf-
endur, það sé tvennt ólíkt. „Í gamla
salnum var náttúrulega ekkert pláss
fyrir áhorfendur, nema bara ef set-
ið var uppi í gluggum og ofan á
rimlunum. Það er því ekki fyrr
en íþróttahúsið er byggt 1978 að
fólki gefst almennilega kostur á að
sjá Skallagrím spila. Síðan þá hafa
Borgnesingar haft það orð á sér að
vera dálítið blóðheitir í stúkunni og
þetta er einn af fáum heimavöllum
þar sem stuðningsmenn hvetja liðið
allan leikinn,“ segir Halldór og er
ánægður með sitt heimafólk.
Sýning á sögunni
væntanleg
Miðlun rannsóknarinnar er auðvi-
tað liður í lokaverkefni Halldórs til
meistaraprófs í hagnýtri menning-
armiðlun. Körfuboltasögu Skalla-
gríms ætlar hann að miðla með sýn-
ingu sem sett verður upp í íþrótta-
húsinu. „Ég vildi fara með sýn-
inguna eitthvað annað en í safna-
húsið eða á hefðbundna sýninga-
staði. Úr varð að ég fékk leyfi til
að setja hana upp í íþróttahúsinu
og mér finnst hún eiga heima þar,“
segir Halldór sem áætlar að sýn-
ingin verði opnuð fyrir lok þessa
mánaðar. „Þarna verða til sýnis alls
konar dýrgripir,“ segir Halldór og
dregur fram kassa. „Þetta eru leik-
skýrslur frá fyrstu árum félagsins
og leyfisbréf til þátttöku í Íslands-
mótinu. Það verða gínur íklæddar
gömlum búningum, skórnir hans
Ermolinskij og fleiri munir,“ bæt-
ir hann við. „Svo verður auðvitað
hellingur af ljósmyndum og fullt
af myndböndum. Ég vil eiginlega
ekki gefa of mikið upp, en hvet fólk
til að koma og skoða þegar þar að
kemur.“
kgk
Halldór Óli Gunnarsson meistaranemi
í hagnýtri menningarmiðlun.
Rannsakar af hverju svona sterk hefð
er fyrir körfubolta í Borgarnesi
Halldór Óli Gunnarsson kafar í körfuboltasögu Skallagríms
Lokahóf knattspyrnufélags ÍA var
haldið laugardaginn 10. október
síðastliðinn. Fengu fjölmargir leik-
menn viðurkenningu fyrir frammi-
stöðu sína á undangengnu sumri.
Bar þar hæst val á bestu og efnileg-
ustu leikmönnum meistaraflokk-
anna.
Unnur Ýr Haraldsdóttir og Ár-
mann Smári Björnsson voru val-
in bestu leikmennirnir, en þau
eru bæði fyrirliðar meistaraflokks.
Unnur Ýr var einnig valin besti
leikmaður meistaraflokks kvenna
að mati stuðningsmanna en af körl-
unum töldu stuðningsmenn mark-
vörðinn Árna Snæ Ólafsson best-
an. Efnilegust voru valin Aníta Sól
Ágústsdóttir og Albert Hafsteins-
son. Tryggvi Haraldsson var valinn
besti leikmaður annars flokks karla
og Arnór Sigurðsson efnilegast-
ur. Helgi Jónsson fékk Kiddabikar-
inn sem fyrirmyndarleikmaður árs-
ins. Í öðrum flokki kvenna var Al-
dís Ylfa Heimisdóttir valin best en
Sandra Ósk Alfreðsdóttir efnileg-
ust. Þá hlaut Alexandra Bjarkadótt-
ir TM-bikarinn að launum sem fyr-
irmyndarleikmaður ársins.
Að lokum voru leikmönnum
veittar viðurkenningar fyrir fjölda
leikja undir merkjum félagsins.
Garðar Gunnlaugsson hefur leik-
ið 200 leiki með ÍA, Eggert Kári
Karlsson, Ólafur Valur Valdimars-
son og Árni Snær Ólafsson 150.
Hallur Flosason, Birta Stefánsdótt-
ir og Unnur Ýr Haraldsdóttir hafa
öll fyllt hundrað leiki fyrir félagið.
Hafliði Breiðfjörð Jóhannsson var
valinn besti dómarinn, Helgi Ólafs-
son verðmætastur og Helgi Sig-
urðsson efnilegastur. kgk
Unnur og Ármann valin best á lokahófi ÍA
Árni Snær Ólafsson og Unnur Haraldsdóttir voru valin bestu leikmenn meistara-
flokks að mati stuðningsmanna ÍA. Sigrún Ríkharðsdóttir færir þeim viðurkenn-
inguna. Ljósm. Magnús Guðmundsson.
Ívar Webster treður boltanum í íþrótta-
húsinu í Borgarnesi árið 1980.
Lið Skallagríms sem fagnaði Íslandsmeistaratitli kvenna árið 1964 ásamt Guð-
mundi Sigurðssyni skólastjóra, en einnig frumkvöðli í körfuboltanum í Borgar-
nesi. Er þetta eina meistaraflokkslið félagsins sem hefur orðið Íslandsmeistari.