Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20152 Fyrsti sunnudagur í aðventu var um liðna helgi og fjölmargir landsmenn kveiktu á fyrsta kerti aðventukransins, spádómskert- inu. Næsta sunnudag er kveikt á Betlehems- kertinu, því næst hirðakertinu og síðast englakertinu. Mikilvægt er að kveikja á kert- unum í réttri röð og gæta varúðar með eld- inn og eldfæri á meðan á þeim logar. Það verður sunnan- og suðvestan 5-10 m/s og él en bjart með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost á bilinu 1-14 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu á föstudag. Síðar hægari sunnanátt á Suður- og Austurlandi með slyddu eða rigningu og hlýnar í veðri. Á laugardag er spáð suðvestanátt 8-13 m/s, en norðan 13-18 norðvestan til á landinu. Víða snjókoma eða él, kólnar í veðri. Vestlæg eða breytileg átt á sunnudag og mánudag. Harðnandi frost og víða él. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu margar smákökusortir eru bak- aðar á þínu heimili fyrir jólin?“ Rétt rúmur helmingur þeirra sem svöruðu, eða 50,15% sögðu „1-5 sortir“ en næstflestir, 24,34% segjast kaupa smákökur. 14,66% sögðu „6-10 sortir“ og 6,45% 21 sort eða fleiri. „16-20 sortir“ baka 2,64% og 1,76% baka „11-15 sortir“. Í næstu viku er spurt: Hvaða fylgihlut þurfa allir góðir snjókarlar að hafa? Svava Björk Steinarsdóttir er lykilleikmaður í liði UMFG í úrvalsdeild kvenna í blaki og var nýverið valin öðru sinni í U17 ára landslið Ís- lands. Á dögunum var hún valinn íþrótta- maður Grundarfjarðar. Svava er Vestlend- ingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar VESTURLAND: Uppskeru- hátíð fólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi verður haldin á morgun, fimmtudag í Borgar- nesi. Dagskráin hefst með há- degisverði í Landnámssetri Ís- lands kl. 11 þar sem Ragna Ív- arsdóttir, formaður Ferðamála- samtaka Vesturlands og Sig- ríður Margrét Guðmundsdótt- ir flytja erindi. Eftir hádegismat verður haldið í frumkvöðlasetr- ið Hugheima þar sem Haraldur Örn Reynisson og Sigursteinn Sigurðsson taka á móti hópn- um. Því næst verður komið við í Safnahúsi Borgarfjarðar og Ljómalind. Klukkan 16 er hald- ið í Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarsetrið Hvanneyri. Á Hvanneyri verður einnig kynn- ing á kaffihúsinu Skemmu. Að endingu er haldið aftur í Borg- arnes þar sem boðið verður upp á fordrykk og kvöldverð á Ice- landair Hótel Hamri. Sjá nán- ari upplýsingar í auglýsingu í blaðinu í dag. -grþ Vefnaðarsýning Ingibjargar STYKKISH: Laugardag- inn 28. nóvember sl. var opn- uð sýning í Vinnustofu Tang & Riis í Stykkishólmi á vefn- aði eftir Ingibjörgu Hildi Bene- diktsdóttur. Ingibjörg byrjaði að vefa haustið 2010 og hefur meðal annars lært hjá Guðrúnu J. Kolbeins veflistakonu á nám- skeiðum hjá Heimilisiðnaðarfé- lagi Íslands. Á sýningunni er af- rakstur undanfarinna ára, með- al annars dúkar og púðar með ólíkum vefnaðaraðferðum. Sýn- ingin verður opin til 23. des- ember. –mm Samið um vetrarþjónustu STYKKISH: Stykkishólms- bær hefur samið við verktak- ana BB og syni ehf. annars veg- ar og Halldór Lúðvígsson hins vegar um að þessir aðilar ann- ist snjómokstur og vetrarþjón- ustu á gatnakerfi bæjarins eftir sérstakri snjómokstursáætlun. Auk þess sjá þessi fyrirtæki um aðra tilfallandi vinnuvélavinnu á vegum Áhaldahúss bæjarins næstu 12 mánuði. Skipulag og stjórnun verður á hendi tækni- deildar bæjarins undir umsjón Högna Friðriks Högnasonar bæjarverkstjóra. Ábendingum um vetrarþjónustu skal beina til bæjarverkstjóra í síma 892-1189 eða til móttökuritara í Ráðhús- inu. Frá þessu er greint á vef Stykkishólmsbæjar. –mm Tek allar tegundir hunda í snyrtingu Hundasnyrting Mosfellsbæ Valborg Óðinsdóttir Lærður hundasnyrtir s: 865-7830 SK ES SU H O R N 2 01 5 Gott verð og persónuleg þjónusta Eins og Skessuhorn greindi frá í liðnum mánuði var áætlað að Fjöl- iðjan í Borgarnesi flyttist búferl- um fyrir nýliðin mánaðamót. Fjöl- iðjan hafði fram til þess tíma verið til húsa í gamla slökkvistöðinni við Kveldúlfsgötu 2b. Eftir að Borgar- byggð seldi gömlu slökkvistöðina var ákveðið að flytja starfsemi Fjöl- iðjunnar í „burstirnar þrjár“ í Brák- arey, undir þak sem eitt sinn hýsti kjötvinnsluna í Borgarnesi. „Síðastliðinn föstudag, fyrir há- degi fluttum við út með afgreiðsl- una og móttöku endurvinnslunn- ar. Í gær og dag höfum við ver- ið að raða upp og koma okk- ur fyrir,“ sagði Helgi Guðmunds- son verkstjóri þegar Skessuhorn heyrði í honum síðastliðinn þriðju- dag. Vinnustofan og hæfingin flutti svo viku síðar, eða föstudaginn 27. nóvember og kvaðst Helgi horfa björtum augum til framtíðar á nýj- um stað. „Ég held að þetta verði ágætt og við vonum auðvitað það besta. Við erum að flytja í stærra húsnæði og betra,“ segir Helgi. Samhliða flutningunum hefur starfsemin Fjöliðjunnar í Borgar- nesi fengið nýtt nafn, Aldan. Opn- unartímar verða þeir sömu og ver- ið hafa. kgk/Ljósm. Guðrún Kristinsdóttir. Fjöliðjan í Borgarnesi flutt og fær nafnið Aldan Arnar Pálmi Pétursson vann að því í gær ásamt félögum sínum að setja upp ljós og fleira tilfallandi í dósamóttökunni. Ölver Þráinn Bjarnason og Angela Gonder á vinnustofunni ásamt Ingigerði Jóns- dóttur. Hátíð fer að höndum ein – að- ventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, áttu að fara fram í gær, þriðjudaginn 1. desember í Reykholtskirkju, en var frestað vegna veðurs. Þeir eru nú tímasettir þriðjudaginn 15. desember klukk- an 20 á sama stað. Þar koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson gítar- leikari, Jón Rafnsson kontrabassa- leikari og Karl Olgeirsson píanó- leikari og munu þeir leika jólalög og –sálma í léttri og hátíðlegri djass- útsetningu. Jafnframt flytja þau Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðlaug- ur Óskarsson aðventuljóð. Verð aðgöngumiða er 2000 krón- ur, 1000 fyrir eldri borgara og frítt fyrir félaga í Tónlistarfélaginu og börn. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20.00, eru að vanda haldnir í sam- starfi við Reykholtskirkju og Vest- urlandsprófastsdæmi. mm Tónleikum frestað í Reykholtskirkju Leir7 og Smávinir í Stykkishólmi vilja bjóða bæjarbúum og gestum í heimsókn á Aðalgötu 20 í Stykkis- hólmi næstkomandi fimmtudag, 3. desember, kl. 20-22. „Tilefnið er að jólin eru að nálgast og þá er ástæða til að gleðjast. Annað sem ekki er síður ánægjulegt er að Lára Gunn- arsdóttir hefur flutt verkstæði sitt Smávini inn á verkstæði Leir7. Þar er smíðað og skapað úr úrvalshrá- efni, leir og birki. Lára Gunnars- dóttir sker út og tálgar birki úr Hallormsstaðaskógi. Sigríður Erla Guðmundsdóttir notar íslenskan leir frá Fagradal sem aðalhráefni í sína hluti. Við munum bjóða upp á ljúfa stemningu með hlýlegu ívafi, ilmi í lofti, fuglasveim og bjöllu- hljóm,“ segir í tilkynningu. mm Heimboð að Aðalgötu 20 í Stykkishólmi Kostnaður við að tvöfalda hringveg- inn kringum landið og gera hann að svokölluðum 2+2 vegi með tvær akreinar í báðar áttir er áætlaður 150-200 milljarðar króna. Ef sama vegalengd yrði lögð svokölluðum 2+1 vegi er áætlað að kostnaðurinn yrði 100-130 milljarðar. Þá er miðað við við óbreytta legu vegarins og að núverandi vegur sé fullgerður sem er þó ekki alltaf raunin. Þessi niður- staða kom fram í svari innanríkisráð- herra við fyrirspurn Björgvins Sig- urðssonar varaþingmanns. Björg- vin segir að við breikkun hring- vegarins væri horft framhjá dýrum framkvæmdum eins og gerð brú- ar á Ölfusá, vegar um Hornafjarð- arfljót, brúar yfir Lagarfljót og Jök- ulsá á Fjöllum og fleiri samgöngu- mannvirki. Einnig er litið fram hjá jarðgöngum en þau eru tvö á þess- ari leið, um Almannaskarð og und- ir Hvalfjörð. Miðað við ýmsar við- bótarframkvæmdir áætlar Björg- vin að 2+2 vegagerð myndi kosta 200-260 milljarða króna og 2+1 vegur 130-170 milljarða. mm Tvöföldun hringvegarins kostar allt að 260 milljarða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.